Fréttablaðið - 10.03.2011, Blaðsíða 22

Fréttablaðið - 10.03.2011, Blaðsíða 22
22 10. mars 2011 FIMMTUDAGUR Aðgát skal höfð í nærveru sálar,“ sagði einn íbúa Hrafnistu við mig á dögunum. Orðin féllu í kjöl- far ómaklegra fullyrðinga for- manns Sjúkraliðafélags Íslands í viðtali við Fréttablaðið 1. mars. Þar sparaði formaðurinn ekki stóru orðin um starfsemi öldrunar- heimila á Íslandi. Í viðtalinu setur leiðtogi sjúkraliða fram fullyrð- ingar sem eru ýmist ónákvæmar, ómaklegar, órökstuddar eða með öllu rangar. Ekki er það ætlun mín að fara í rökræður við formann sjúkraliða á síðum fjölmiðla enda hef ég boðið honum til fundar þar sem hann getur lagt fram rök- studdar ábendingar, telji hann eitt- hvað geta farið betur í starfsemi Hrafnistuheimilanna. Ég tel samt nauðsynlegt að leiðrétta nokkrar rangfærslur sem koma fram í við- talinu en önnur ummæli formanns- ins dæma sig sjálf. „Slakar sýklavarnir eru á hjúkr- unarheimilum á Íslandi“ segir formaðurinn og bætir síðar við: „Bráðsmitandi Noro-veira er orðin krónískt vandamál á öldrunarstofn- unum en er nú líka komin út í þjóð- félagið því ekki hefur verið passað upp á grunnreglur hreinlætis.“ Á Hrafnistuheimilunum starf- ar verkefnastjóri í sýkingavörn- um samkvæmt afar nákvæmum starfsreglum meðal annars þegar grunur er um sýkingahættu. Okkar markvissu vinnuferlum hefur verið hrósað af fulltrúum Landlæknisembættisins. Noro- veiran er að sönnu bráðsmitandi, en að hún sé krónískt vandamál á öldrunarheimilum er ekki rétt. Hrafnista í Reykjavík er stærsta öldrunarheimili landsins. Þaðan eru árlega send á annað hundrað sýni til greiningar, meðal annars til að greina Noro-veiruna. Árið 2006 greindust fjögur Noro-sýni jákvæð, engin 2007, 2008 og 2009, en fjögur jákvæð 2010. Ég hef rætt við fulltrúa annarra hjúkrunar- heimila og þar kannast fólk ekki heldur við að Noro-sýkingar séu krónískt vandamál. Þessi fullyrð- ing formannsins á því ekki við rök að styðjast. Orðrétt segir formaðurinn: „Á Hrafnistu í Hafnarfirði eru tveir starfsmenn og hlaupastelpur á vakt á vistunardeild um helgar til að hlaupa á milli þriggja hæða og sinna 140 manns, þar af 70 í hjúkr- unarrýmum.“ Flestir heimilismenn á þeirri deild sem formaðurinn víkur að búa í dvalarrýmum, sem þarfn- ast færra starfsfólks en almenn- ar hjúkrunardeildir. Á umræddri deild eru að jafnaði átta starfs- menn á vakt um helgar, þar á meðal hjúkrunarfræðingur, sjúkraliðar og félagsliðar. Í húsinu er einnig vaktmaður auk starfsfólks á öðrum deildum. Starfsheitið „hlaupa- stelpa“ er ekki til á Hrafnistuheim- ilunum og mörg ár eru síðan hætt var að tiltaka kyn fólks í starfs- heitum enda starfa bæði karlar og konur við umönnunarstörf. Orðalag formanns Sjúkraliðafélagsins lýsir hins vegar lítilsvirðingu í garð ákveðinna starfstétta, en á Hrafn- istuheimilunum starfa um 780 manns í rúmlega 30 starfsgreinum. „Þannig eru vaktir mannaðar að mestu ófaglærðu starfsfólki á fín- ustu hjúkrunarheimilum landsins, ótalandi á íslensku og með engar forsendur fyrir hreinlæti til að sinna sjúku fólki en ber sýkla á milli með löngum nöglum, skart- gripum og hári langt niður fyrir augu...“ Þessi fullyrðing er formanni sjúkraliða ekki til sóma. Reglur um notkun skartgripa er að finna á öllum heilbrigðisstofnunum og leiðbeiningar þess efnis frá Land- læknisembættinu. Á nýju hjúkr- unarheimili Hrafnistu í Kópavogi starfa alls tæplega áttatíu manns og er meira en helmingur þeirra sérstaklega fagmenntaður á sínu sviði. Flestir hinna hafa farið á fag- námskeið stéttarfélaga sinna auk þeirrar þjálfunar sem allir starfs- menn Hrafnistu hljóta. Ég full- yrði að allir starfsmenn sem sinna umönnun á Hrafnistu í Kópavogi tala mjög fína íslensku, bæði þeir 20 sjúkraliðar sem þar starfa sem og aðrir faglærðir sem ófaglærðir. Enda er það skilyrði á Hrafnistu að þeir sem sinna umönnunarstörfum tali og skilji tungumálið. Það væri óskandi að formaður Sjúkraliðafélags Íslands gæfi sér tíma til að kynna sér starfsemi öldrunarheimila betur en raun ber vitni áður en slíkar ásakanir eru settar fram. Á Hrafnistuheimilunum starfar verkefna- stjóri í sýkingavörnum samkvæmt afar nákvæmum starfsreglum meðal annars þegar grunur er um sýkingahættu. Það eru í það minnsta tvær hlið-ar á þessu flókna máli og það reyndi ég á eigin skinni þegar ég sat sjálfur í samninganefnd Íslands. Þegar ég hef verið beðinn um að útskýra samninginn sjálfan – og það sem tekur við ef það verður enginn samningur – þá hef ég talið mér skylt að gera það. Ég hef gert það á eins hlutlægan hátt og ég get. Mér hefur fundist fólk vera þakk- látt fyrir það; fólk vill ekki síður upplýsingar og útskýringar um það hvernig þetta kom allt saman til og hvers vegna spjótin hafa yfir höfuð beinst að Íslandi. Á kynningu málsins hefur enginn sérstakur aðili í samfé- laginu forræði. Þingið hefur lokið umfjöllun og stjórnvöld hafa sam- kvæmt lögum um þjóðaratkvæða- greiðslu mjög takmörkuðu hlut- verki að gegna. Það má því búast við að kynningin fari að verulegu leyti fram í fjölmiðlum: umræðu- þáttum, fréttum og ritstjórnarefni. Icesave-málið er mjög mikil- vægt fyrir framtíð lands og þjóð- ar og þeir sem fjalla um það á vettvangi fjölmiðla verða að axla ábyrgð. Það felst í þeirri ábyrgð að láta ekki umræðuna snúast um eitthvað allt annað en Icesave- málið sjálft, t.d. hvort mönnum er illa eða vel við Steingrím eða Jóhönnu, hver afstaða manna er til ESB, útrásarvíkinga, Davíðs Oddssonar o.s.frv. Við höfum það heldur ekki fyrir börnunum okkar að uppnefna fólk sem hefur aðrar skoðanir en maður sjálfur, reynum ekki að gera það fólk tortryggilegt vegna óskyldra mála og gera því upp annarlegar hvatir. Þetta hélt maður að væru allt sjálfsagðir hlutir. Síðustu daga hefur hins vegar nafnlaust rit- stjórnarefni í Morgunblaðinu verið þannig að það er full ástæða til að hafa áhyggjur af því hvern- ig okkur muni takast að komast í gegnum þetta. Harðdræg skrif og föst skot á aðra fjölmiðla, sem jafnvel gera ekki annað en flytja fréttir af nýjum staðreyndum eða viðhorfum í málinu, eru ekki bein- línis uppörvandi og koma kannski úr hörðustu átt. Einkunnagjöf þar um „vikapilta“, „gungur“, „álfa“, „áróðursnefndir“ o.þ.h. er stundum fyndin, en hjálpar í raun engum við að mynda sér alvarlega skoðun á forsendum sem snúast um þjóðarhag. Þessi framsetning espar líka aðra upp til alls konar öfga í umræðunni sem nóg fram- boð var af fyrir. Ég leyfi mér að hvetja til þess og vona að allir taki Icesave-málinu sem alvarlegu verkefni og að þeir sem taka þátt í umræðunni leggi til hliðar persónulegar væringar. Tilefnið er vissulega gremjulegt en við skulum ekki láta ákvörðun um sáttina slíta í sundur friðinn – ekki nú frekar en forðum. Æsingalaust Icesave? Icesave Jóhannes Karl Sveinsson hæstaréttarlögmaður Djúp lægð er í vissum atvinnu-greinum á Íslandi. Aðrar greinar eru í blóma en ná ein- faldlega ekki að vaxa eins hratt og þær vilja. Ástæðan er sú að ekki finnst nægt starfsfólk við hæfi á Íslandi. Þó eru um 14 þús- und manns án atvinnu, með til- heyrandi samfélagstjóni. Við þetta sára ójafnvægi má ekki búa. Markvisst átak þarf til langs tíma til að rétta af hallann, í sam- starfi atvinnulífs, menntakerfis og stjórnvalda. Tækifæri er til að nýta betur fjármagn, mannauð og skólahúsnæði, öllum til heilla. Um leið er brýn þörf á sam- drætti í útgjöldum hins opinbera. Þegar hefur verið gengið allt- of langt í skattheimtu og frekari skuldasöfnun er ekki valkostur. En þörfin fyrir ráðdeild er ekki bara kvöð, heldur líka tækifæri. Breytingar má nýta til að láta af gömlum ósiðum, endurskoða aðferðir og bæta meðhöndlun skattfjár. Skerpa þarf vinnubrögð á flest- um sviðum, s.s. í ríkisfjármálum, menntamálum, vinnumarkaðs- málum og peningamálum. Svo- kallað klasasamstarf fyrirtækja, stofnana og menntakerfis er kjör- in leið til að þróa nýjar lausnir og vinnubrögð hjá hinu opinbera. Sé rétt að verki staðið sparar það fé til langs tíma, án þess að koma niður á þjónustu. Beina þarf opinberu þróunarfé sem mest úr opinberum stofnanafarvegi í samkeppnisfyrirkomulag eins og Tækniþróunarsjóður rekur. Í slíku þróunarsamstarfi fyrir- tækja og hins opinbera geta jafn- framt orðið til hugverk og nýjar lausnir sem fyrirtækin geta nýtt til útflutnings. Það var meðal annars í þessu ljósi sem Samtök iðnaðarins blésu til átaks seint á síðasta ári sem kallast Ár nýsköpunar. Markmiðið er að kynna og efla nýsköpun sem leið til endurreisnar í íslensku atvinnulífi, með verðmætasköp- un og aukinn útflutning að leið- arljósi. Iðnþing 2011 er helgað þessu átaki. Helsta viðfangsefnið er að vinna á markvissan hátt að bættum starfsskilyrðum og stuðn- ingsumhverfi nýsköpunar í fyrir- tækjum, og einskorðast ekki við tæknivæddustu fyrirtækin, held- ur ekki síður þroskaðar atvinnu- greinar sem þurfa að halda sér síungum. Leið okkar út úr krepp- unni felst í því að skapa aukin verðmæti, framleiða betri vörur og þjónustu. Til þess þarf ekki síst nýsköpun í hugarfarinu, en að láta af þeirri kreppu hugans, sem hér hefur ráðið of lengi. Nýsköpun alls staðar Iðnaður Orri Hauksson frkv.stj. Samtaka iðnaðarins Nýlegar fregnir um rífleg laun bankastjóra Arionbanka hafa valdið ólgu í samfélaginu, og var þó ekki bætandi á það sem fyrir var. Að baki þeirrar ólgu eru ýmsar ástæður. Nú eru til að mynda fjölmörg fyrirtæki og þúsundir Íslendinga í gjörgæslu vegna ofurskulda sem í mörgum tilfellum stökkbreyttust í kjölfar áhættuhegðunar fyrri eigenda bankans. Þá er vert að benda á að þrátt fyrir að bankinn sé nú að mestu í eigu erlendra kröfuhafa þá hefur ríkið enn þá aðkomu að innri málefnum bankans í gegn- um bankasýslu ríkisins. Enn fremur skýtur það skökku við að nýlega var einstaklingum sem störfuðu við þennan sama banka sagt upp, að sögn vegna hagræð- ingar, en svo virðist sem að sú hagræðing hafi farið í annað en fólk átti von á. „Það mun verða satt, er vér slít- um í sundur lögin, að vér munum slíta og friðinn“. Þorgeir Ljós- vetningagoði mælti fyrir rúmlega þúsund árum svo að ef Íslending- ar hefðu tvenn lög og tvo siði, þá yrði úti um friðinn í landinu. Með þessari framgöngu slítur bankinn í sundur friðinn, ekki síst vegna þess að hún gefur í skyn að á Íslandi búi tvær þjóðir, þeirra sem eiga, en eiga þó ekki neitt, og hinna sem þurfa að borga fyrir þá. Almenningur er enn í sárum eftir bankahrunið, og má ekki við frekara salti í þau sár. Er til of mikils mælst að menn haldi aftur af sér í skömmtun ofurlauna á þessum tímum? Almenningur á heimtingu á því að menn fari ekki fram úr sér í þessum efnum. Þó að eðli- legt sé að mikilli ábyrgð fylgi hærri laun, er staðreyndin sú að ofurlaunaþegar hafa sjaldn- ast axlað eðlilega ábyrgð þegar til kastanna hefur komið. Hafa menn ekki lært það að ofurlaun eru ekki ávísun á ábyrga fram- göngu og eðlilega viðskiptahætti? Þetta er í engu tilliti spurning um öfund heldur réttsýni gagnvart samfélagi þar sem margir eiga svo sárlega um sárt að binda. Ef okkur á að takast að byggja upp traust í þessu landi að nýju, verða allir þeir sem vettlingi geta valdið að leggja sín lóð á vogar- skálarnar. Ábyrg framganga, hvort sem það er á vettvangi fyr- irtækja, félagasamtaka eða í fjöl- miðlum, skiptir höfuðmáli í þessu sambandi. Nú verður hver og einn að líta inn á við og spyrja: hvert getur mitt framlag orðið til end- urreisnar íslensks samfélags? Ofurlaun bankastjóra og endurheimt trausts Siðferði Stefán Einar Stefánsson stundakennari við Háskólann í Reykjavík Svokallað klasasamstarf fyrirtækja, stofnana og menntakerfis er kjörin leið til að þróa nýjar lausnir og vinnubrögð hjá hinu opinbera Ofurlaunaþegar hafa sjaldnast axlað eðlilega ábyrgð þegar til kastanna hefur komið. Af sýklum og starfsfólki öldrunarheimila Hjúkrunarheimili Pétur Magnússon forstj. Hrafnistu Í Fréttablaðinu 4. mars sl. lýsir Eygló Harðardóttir þingmað- ur Óskalandinu, þar sem sterkir stjórnmálamenn og konur stjórna efnahagsmálum og peningamálum Íslands af festu og öryggi. Í Óska- landinu fella menn ekki gengi krónunnar til að ná fram skamm- tímalausn á efnahagsvanda þjóðar- innar. Í Óskalandinu færa stjórn- völd ekki fjárhæðir frá einum þjóðfélagshópi til annars. En því miður. Íslendingar búa ekki í Óskalandinu. Veiklunda pólitíkusar hafa verið iðnir við að notfæra sér veikburða gjaldmiðil til þess að að ná fram skammtíma- markmiðum. Eru einhverjar líkur á því að það muni breytast? Svari hver fyrir sig. Eygló hittir naglann á höfuðið þegar hún segir að „með upptöku evru sé ábyrg stjórnun efnahags- mála jafnvel enn brýnni“. Þetta er mergurinn málsins. Stór víðtæk- ur gjaldmiðill sem nær til margra landa neyðir stjórnvöld og hags- munasamtök til traustra lang- tímaaðgerða í efnahags- og pen- ingamálum. Og saga sænsku krónunnar er ekki bara ein sólskinssaga. Nú kvarta stór útflutningsfyrirtæki yfir of sterkri krónu. Svo er það stórpólitíska hlið- in á þessu máli. Þar á ég við það sem Íslendingar vilja helst ekki ræða. Eistlendingar tóku nýlega upp evru. Eistland er eitt af mörg- um löndum í Evrópu þar sem fólk man hörmungar stórstyrjalda. Á Íslandi eru hvergi fjöldagrafir. Íslendingar græddu stórfé í síð- ustu heimsstyrjöld. Evrópusam- bandið og sameiginlegur gjaldmið- ill er líka tæki til að reyna að koma í veg fyrir að saga Evrópu endur- taki sig hvað varðar styrjaldir og fjöldamorð. Eygló og evran Ísland og ESB Ingimundur Gíslason augnlæknir, starfar í Svíþjóð
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.