Fréttablaðið - 10.03.2011, Blaðsíða 33

Fréttablaðið - 10.03.2011, Blaðsíða 33
veislumatur ●FIMMTUDAGUR 10. MARS 2011 5 ● VEISLUSAMSETNING AR Víða er að finna gagnlegar upplýsingar um fermingarveisl- ur. Neðangreint er tekið saman á vefsíðunni kirkjan.is: ÁRVERÐUR BRUNCH ● Matarmikil súpa ● Góð brauð ● Álegg ● Ávextir ● Fermingarterta HÁDEGISHLAÐBORÐ ● Kaldur fiskréttur ● Kaldur kjötréttur ● Heitur kjötréttur ● Pastasalat ● Brauð ● Meðlæti með réttunum ● Fermingarterta KAFFIHLAÐBORÐ ● Marsípanterta ● Marengsterta ● Súkkulaðiterta ● Brauðterta ● Snittur ● Heitur réttur SÍÐDEGIS OG KVÖLDVERÐAR HLAÐBORÐ ● Tveir forréttir, til dæmis annar með fiski og hinn með kjöti ● Einn kaldur fiskréttur ● Einn kaldur kjötréttur ● Tveir heitir kjötréttir ● Pastasalat ● Meðlæti ● Fermingarterta F A B R IK A N OSTAVEISLA FRÁ MS Stóri Dímon Hvít- og blámygluostur. Þéttur ost- ur þar sem myglan er einnig inni í ostinum. Milt og rjómakennt bragð. Langt eftirbragð. Ómissandi ostur hjá öllum ostaaðdáendum. Einn af stóru ostunum frá MS. Fylltir ostar Gullostur fylltur með rommlegnum rúsínum, þurrkuðum apríkósum og sultuðum fíkjum. Síðan er sætu apríkósumauki smurt yfir ostinn. Stóri Dímon fylltur með fersku basil, grilluðu eggaldini og ofn- eða sól-þurrkuðum tómötum. Pinnum með ferskum tómötum, basil og steyptum ítölskum osti er síðan stungið ofan í ostinn. Dala-brie með gráðaostafyllingu, þ.e. 2 msk. af stöppuðum gráðaosti ásamt 2 msk. af mascarpone-osti. Skreytið ostinn með pekanhnetum og hellið síðan hunangi yfir. Ostasamlokur ·Með bræddum Óðalsosti, skinku, sætu sinnepi, basil og papriku. ·Með heitum camembert, hálfum rauðum vínberjum, fínsöxuðu rósmaríni og svörtum pipar. ·Með Dala-Yrju, eggaldini og hráskinku, sýrðum rjóma og basil. Ostasnittur ·Með salati, krydduðu mangó, stórri ostsneið, Dalahring, tveimur risarækjum, límónu og kóríander ·Með sól- eða ofnþurrkuðum tómat, grillaðri papriku, ólífu, basillaufi, hráskinku og sneið af Dalahring. ·Með salati, sneið af hvítum Kastala, grillaðri papriku og grilluðu eggaldini. Ostabakki - à la franskur Dalahringur, steyptur piparostur, gráðaostur, kryddaður Havarti, hvítur Kastali og Stóri Dímon. Undirstaðan á þessum ostabakka eru ferskir ávextir, gott og frekar gróft brauð, hunang, hnetur, ávaxta- mauk og portvín. Það er um að gera að prófa sig áfram með hina ýmsu osta og bragðsamsetningar. ● NYTSEMI OG NÁUNGAKÆRLEIKUR Oft verða miklir afgangar eftir ferm- ingarveislur, kökur og annað, sem fólk veit varla hvað það á eiginlega að gera við. Á það skal bent að heilla- ráð getur verið að búa til úr kökum skemmti- lega eftir- rétti með ís kvöldið eftir, eða láta náungakærleikann ráða för og gefa gestunum nesti með sér í kveðjuskyni. Svo er auðvit- að alltaf hægt að frysta afgang- ana og borða með góðri lyst síðar meir. ● UNGMENNAVÍGSLA Fermingin er eins konar ungmennavígsla og sem slík er hún sennilega jafn gömul mannlegu samfélagi. Félags- hópar, fjölskyldur og þjóðfélög aðgreina stöðu og hlutverk einstak- linga á margvíslegan hátt með siðum og venjum til þess að tryggja félagslega reglu og samhæfða verkaskiptingu. Unglingavígslan tengist kynþroskatímabilinu og táknar það að einstaklingurinn er ekki lengur barn heldur ungmenni sem mætir í alvöru viðfangsefnum hinna full- orðnu og öðlast bæði réttindi og skyldur. Það er eins og það sé inn- byggt í samfélög manna að þessi tímamót verði eftirminnileg. Alvaran sem fylgir vígslunum undirstrikar félagslegt mikilvægi þeirra en þeim fylgir einnig hátíð og samfagnaður sem fjölskyldan og samfélagið sem slíkt á aðild að. Heimild: visindavefur.hi.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.