Fréttablaðið - 12.03.2011, Qupperneq 6
12. mars 2011 LAUGARDAGUR6
HAMFARIR Í JAPAN
• Átt þú erfitt með að sofna á kvöldin?
• Vaknar þú um miðjar nætur eða snemma á morgnana
og nærð ekki að sofna aftur?
• Finnst þér oft að þú fáir ekki nægilega góðan nætursvefn?
• Ert þú oft þreyttur eða syfjaður á daginn?
• Hefur þú miklar áhyggjur af svefnleysi og afleiðingum þess?
Fimm vikna námskeið við svefnleysi (insomnia) er að hefjast á
vegum Helenu Jónsdóttur og Sóleyjar D. Davíðsdóttur sálfræðinga
Kvíðameðferðar stöðvarinnar. Námskeiðið er byggt á aðferðum
hugrænnar atferlismeðferðar þar sem veitt er fræðsla um svefn, og
þátttakendur aðstoðaðir við að breyta svefnhegðun og hugarfari sem
grefur undan svefni. Streitustjórnun og slökun jafnframt kennd.
Námskeiðið hefst miðvikudaginn 9. febrúar klukkan 16.00
og fer skráning fram fyrir 7. febrúar hjá Kvíðameðferðarstöðinni
í síma 534-0110/822-0043 eða með tölvupósti á kms@kms.is.
Námskeið við
svefnleysi
Fylgstu með stærsta og fjölmennasta Reykjavíkurskákmótinu frá
upphafi. Á mótinu keppa um 30 stórmeistarar og eru þar á meðal
margir af þekktustu og sterkustu skákmönnum heims. Teflt er í
Ráðhúsinu og hefjast skákirnar kl. 16:30.
Ármúla 13a | Borgartúni 26 | 540 3200 | www.mp.is
MP banki er meginbakhjarl Vetrarhátíðar í Reykjavík
MP Reykjavíkur-
skákmótið 2011
Í Ráðhúsi Reykjavíkur, 9.-16. mars
Taktu þátt í skemmtilegri getraun á staðnum. Þú gætir unnið
gjafakort frá MP banka.
Smástund leið áður en fólk áttaði
sig á því að risajarðskjálftinn í
Japan í gær væri stærri en geng-
ur og gerist. Jarðskjálftar eru þar
svo tíðir að fæstir kippa sér upp
við smáskjálfta.
Árni Kristjánsson, doktorsnemi
við Listaháskólann í Tókýó, var
staddur á veitingahúsi í miðborg-
inni þegar skjálftinn brast á, laust
fyrir klukkan þrjú síðdegis að
staðartíma. „Þetta byrjaði eins og
þessi venjulegi hristingur, en svo
leit fólk hvað á annað inni á veit-
ingastaðnum, þegar rann upp fyrir
því að þetta væri eitthvað meira.
Eftir fyrstu tíu sekúndurnar var
það orðið mjög augljóst að þetta
var ekki venjulegur skjálfti.“
Árni hljóp út af veitingastaðn-
um og út á miðja götu. „Þarna er
mjög mikið af mjóum háhýsum,
átta til tíu hæðir, allt í kring. Þau
sveifluðust um eins og þau væru
gerð úr gúmmíi og mikil mildi að
glerið skyldi ekki brotna í rúðun-
um. Maður sá grindurnar bogna.
Þetta var alveg svakaleg sjón og
fólk greinilega frekar hrætt.“
Vegna þess að lestarkerfið í
Tókýó lá niðri eftir stóra skjálft-
ann var ekki hlaupið að því að
komast um borgina. Árni segir
leigubíla strax hafa verið tekna
þannig að hans beið tveggja og
hálfrar klukkustundar gangur
heim. „Og ég sá sem betur fer svo
sem engar sérstakar skemmdir á
leiðinni heim,“ segir hann. Þegar
heim var komið sá hann að hlutir
höfðu fallið úr hillum og færst úr
stað. Síðan sá hann í fréttunum að
annars staðar hefðu hús hrunið og
eldar kviknað í borginni, auk við-
varana vegna flóðbylgjunnar sem
gekk á land.
Á leiðinni heim sagðist Árni hins
vegar hafa orðið vel var við eftir-
skjálftana sem riðu yfir, en þeir
voru margir á stærð við og stærri
en stærstu skjálftar sem verða hér
á landi. „Maður finnur þrýstinginn
í jörðinni, en þarf að horfa í kring
um sig til að sjá hvort skjálfti er í
gangi eða ekki.
Svo kannski
heyrði ég skilti
b er ja s t v ið
næsta húsvegg.“
Árni segir eftir-
skjálfta hafa
komið með um
það bil tutt-
ugu mínútna
millibili fyrstu
klukkustund-
irnar eftir stóra
skjálftann, sem var 8,9 á Richter.
Íslendingar sem búsettir eru
í Tókýó settu sig strax í sam-
band hver við annan og sagðist
Árni ekki hafa heyrt annað en
allir væru heilir á húfi. Ástand
væri hins vegar dálítið misjafnt
eftir hverfum. Þannig virtist
lífið ganga sinn vanagang í hans
hverfi, verslanir voru opnar og
fólk í búðum. Félagi í suðurhluta
borgarinnar sagði honum hins
vegar að drífa sig í að kaupa inn,
því þar hamstraði fólk allt ætilegt
í búðum líkt og það byggi sig undir
nokkur harðindi.
olikr@frettabladid.is
Háhýsin sveifluðust
sem væru úr gúmmíi
Íslendingur í miðbæ Tókýó var í um tvær og hálfa klukkustund að ganga heim
til sín eftir risaskjálftann í gær. Fólki var brugðið. Skemmdir eru mismiklar eftir
hverfum. Heyra mátti skilti berja hús utan þegar eftirskjálftarnir gengu yfir.
© GRAPHIC NEWS
Stærstu jarðskjálftar sögunnar
Jarðskjálftinn út af norðausturströnd Japans mældist 8,9
stig og er því sjöundi öfl ugasti skjálfti sem mælst hefur.
Valdivía Síle 22. maí, 1960 9,5
Alaska Bandaríkin 28. mars, 1964 9,2
Súmatra Indónesía 26. desember, 2004 9,1
Kamtsjatka Rússland 4. nóvember, 1942 9,0
Arica Síle (þá Perú) 13. ágúst, 1868 9,0
Cascadla Kanada/Bandaríkin 26. janúar, 1700 9,0
Sendal Japan 11. mars, 2001 8,9
Maule Síle 27. febrúar, 2010 8,8
Esmeraldas Ekvador 31. janúar, 1906 8,8
Súmatra Indónesía 25. nóvember, 1833 8,8
Heimild: Jarðskjálftamiðstöð Bandaríkjanna, USGS
STÆRSTU SKJÁLFTARNIR
Atlantshaf
Indlandshaf
Kyrrahaf
Í TÓKÝÓ Mölbrotinn varningur í postulínsbúð í Tókýó eftir risajarðskjálftann í
gærmorgun. Skemmdir voru afar mismunandi eftir borgarhlutum. NORDICPHOTOS/AFP
ÁRNI
KRISTJÁNSSON
Í skoðun var fram eftir degi í gær
hvort senda ætti íslensku alþjóða-
björgunarveitina til Japans, vegna
jarðskjálftanna sem þar urðu í
gærmorgun.
Sveitin var sett á svokallað vökt-
unarstig klukkan átta um morgun-
inn. „Það felur í sér að stjórnend-
ur sveitarinnar fylgjast vel með
ástandinu og því hvort japönsk
stjórnvöld biðji um aðstoð frá
alþjóðasamfélaginu,“ segir í til-
kynningu. Um hádegi í gær voru
48 alþjóðarústabjörgunarsveitir á
því stigi.
Síðdegis var afráðið að sveitin
færi ekki af stað. Hefði komið til
þess kom fram í tilkynningunni að
það taki sveitina um fjórar klukku-
stundir að undirbúa sig áður en
haldið yrði af stað.
- óká
Vakt fram eftir degi hjá rústabjörgunarsveitinni:
Fjóra tíma að hafa sig til
Í PORT AU PRINCE Íslenska rústabjörgunarsveitin var með þeim fyrstu til Haíti eftir skjálfta
þar í janúar í fyrra. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI
Varðskipið Þór, sem er í smíðum
hjá ASMAR skipasmíðastöðinni
í bænum Conception í Síle, var
dregið út á flóann við bæinn til að
forða skemmdum vegna mögu-
legrar flóðbylgju af völdum jarð-
skjálftans við Japan í gær.
Skipið skemmdist nokkuð í
febrúar í fyrra þegar flóðbylgja af
völdum skjálfta úti fyrir ströndum
Síle reið yfir skipasmíðastöðina.
„Búnaður af skrifstofu starfs-
manna hefur verið fluttur um
borð í varðskipið og vonast er til
að með því að draga skipið út í fló-
ann sleppi það við skemmdir sem
hugsanlega gætu orðið ef skipið
væri við bryggju,“ segir í tilkynn-
ingu Landhelgisgæslunnar. - óká
Ekki hætt á skemmdir aftur:
Þór var forðað
frá flóðbylgju
Hugurinn hjá Japönum
Jóhanna Sigurðardóttir forsætis-
ráðherra sendi Naoto Kan, forsætis-
ráðherra Japans, samúðarkveðjur
fyrir hönd íslensku þjóðarinnar vegna
hamfaranna. Í tilkynningu kemur
fram að þær hamfarir sem orðið
hafi í Japan vegna jarðskjálftans séu
átakanlegar og hugur Íslendinga sé
með japönsku þjóðinni.
JAPAN