Sameiningin

Árgangur

Sameiningin - 01.05.1924, Síða 7

Sameiningin - 01.05.1924, Síða 7
133 hjálp, og lánaði hann fé sitt meS vægari kjörum, en clæmi eru til alment, óg var mörgum hlýtt til hans fyrir aö hlaupa undir bagga með sér í erfiSum kringumstæÖum, og gæta ekki a<5 eins síns hags, heldur líka þei'rra. Elcki heldur skorti þaS, aS hann væri gjafmildur á fé sitt, þegar honum fanst ástæða til. Hann vildi liÖsinna hverju góöu málefni i heimabygð sinni, og koma þeim til hjálpar, er erfitt áttu. Alkunnar eru lika árlegar gjaf- ir hans til Betel í mi'nningu um konu hans, og fylgdi eitt árið líka rausnarleg gjöf til Jóns Bjarnasonar skóla. — Systur sinni, er dó á fyrstu árunum hér vestra, reyndist hann frábærlega vel, og reisti minnismerki á gröf hennar, þó 'þá væri ekki af miklu aí5 taka efnalega. Þórður hafÖi miki<5 yndi' af því, sem talaði til fegurSartil- finningar hans. Hann var blómavinur og var búinn aÖ afla sér nákvæmrar þekkingar á ræktun þeirra, svo aS honum tókst í þeim efnum flestum almúgamönnum betur. Urtagar'ð átti hann á bújörð sinni, sem hann lagði mikla rækt við og naut mikillar ánægju af. Það var ekki einungis nytsemin, sem talaði til hans, heldur líka ánægjan yfir þeirri fegurð, sem birtist sem árangur af starfi' hans. Hann var ekki síður glaður yfir þessum reit að vorinu, þegar alt stóð í blóma, en að haustinu, þegar alt var hlaðið ávöxtum. En þá er eftir að nefna það í fari þessa látna samferða- manns, sem ekki sízt auðkendi lif hans. Hann var alvarlega trúhneigður maður, og fylgdist með af miklum áhuga i öllu því, er kristindómsmálin snerti. í mörg ár fékst hann við sunnudagsskóla kenslu, >og einnig hafði' oft veriö til hans leitaö í sambandi við undirbúning unglinga undir fermingu. Við þetta starf lagði hann hina mestu alúð, og veitti það honum hina mestu ánægju. Hann hafði og mikiö lesið um trúmál, en það staðfesti hann alt í þeirri fullvissu, að ekkert gæti haggað því, að Jesús Kristur og fagnaðarerindi hans væri hinn eini trausti grundvöllur fyrir mennina aS byggja líf si'tt á í siöferöislegu og andlegu tilliti. Endur og eins birtust frá honum örfá orö opinberlega um þessi mál, og munu þau staðfesta það, sem að ofan er sagt. Alt kristilegt starf og félagskap vildi hann styðja, og lét heldur ekki sitja við orðin tóm í því efni'. Það er ekki ofsagt, aö Þóröur Sigmundsson hafi notið al- mennrar virðingar í heimabygð sinni, og þar sem hann var kunnur. Viö fráfall hans er á bak aö sjá góðurn íslending, sönnum mannvini og kristnum starfs'bróöur, sem rnikil eftirsjá

x

Sameiningin

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sameiningin
https://timarit.is/publication/673

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.