Sameiningin

Ukioqatigiit

Sameiningin - 01.05.1924, Qupperneq 8

Sameiningin - 01.05.1924, Qupperneq 8
134 er í. Útför hans fór fram 7. apríl, og var fjölmenni viðstatt, þrátt fyrir erfiða umferð. Eigum sínum haf'Öi ÞórÖur ráÖstafað me'ð erfðaskrá, og sýnir hún hugsunarhátt hans ekki síður en framkoma hans önnur. Pyrst gefur hann tveimur ungum mönnum sína 500 dollarana hvorum. Annar þeirra, Arthur Eawrence Young, var uppalinn af Þórði og konu hans. Hinn, Harald Björnsson, er systursonur konu Þórðar. Að frádregnum ‘þessum upphæðum og útfararkostnaði, skal dánafbúinu skift í fjóra jafna hluta, og skal einn hlutinn ganga til gamalmennaheimilisins Betel á Gimli, annar til Jóns Bjarnasonar skóla í Winnipeg, þriðji til Vífilstaðahælisins á Islandi, og sá fjóröi skal gagna til stofnun- ar fátækrasjóðs í Garðarbygð, er nefnist “Samarítinn”. Tí 1 - nefndir eru þrír menn til að hafa umsjón á búinu og vera skifta- ráðendur, og eru það þeir Jón K. Olafson, Pétur O'lafson og Benedikt Helgason, allir í Garðarbygð. Eigurnar, sem um er að ræða, er ágæt jörð í Garðarbygð, og lausafé og peningar, er nema um eða yfir 10,000 dollara upphæð, ef heimtur eru góöar. Þessi ráðstöfun á eignum hins framliðna, er svo göfug- mannleg, að hún hlýtur að vekja athygli og hvetja marga til eftirbreytni. í öllum bygðum vorum er fleira eða færra af fólki, sem á efni, en engin nákomin skyldmenni til að arfleiða. Fólk, sem þannig er ástatt fyrir, ætti ekki að láta eigum sínum vera óráðstafað meðan það li'fir, heldur gera erfðaskrá og á- kveða hvernig eigunum skuli varið. Reyndar er þetta regla, sem allir ættu að fylgja, en ekki sízt þeir, sem ekki eiga neina nákomna, er sjálfsagðir eru til arfs. Og Þórður Si’gmundsson ■hefir gefið þeim öllum fagurt dæmi til eftirbreytni, sem þannig er ástatt fyrir. Hann minnist þeirra stofnana hér og heima á ættjörðinni, sem honum voru sérstaklega kærar, og stofnar sjóð í heimabygð sinni til kærleiksstarfs. Þetta dæmi mun hvarfla í hug margra, er stinga niður penna til að ráðstafa eig- um sínurft með erfðaskrá. K. K. 0. Thanatopsis. Eftir BRYANT. — Nafnið á þessu ljóði Bryants, sem skipað er í fyrstu röð ljóða þess góðskálds, stafar frá grísku orði, thanatos, er þýðir dauði. — Til verða þeir, er ekki telja upphaf þessarar þýðingar kveðskap. Vísvitandi er hún það, er nefna mætti

x

Sameiningin

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sameiningin
https://timarit.is/publication/673

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.