Sameiningin

Ukioqatigiit

Sameiningin - 01.05.1924, Qupperneq 17

Sameiningin - 01.05.1924, Qupperneq 17
143 Sunnudagsskóla-lexíur. (Deild þessa annast séra Gutt. Guttormsson.) 39. LBXÍA : Jesús kemur til Jeríkó—Lúk. 18, 35—19, 10. MINNIST.: Eg er Ijós heimsins, hver sem fylgir mér, mun ekki ganga í myrkrinu, heldur hafa Ijós lífsins.—Jóh. 8, 12. ÞaS var eins og skuggi krossins hvíldi yfir Jesú og lærisvein- um hans á ferðalaginu isu'Sur eftir Pereu, áleiðis til Jerúsalem. Allir vissu þeir um hættuna JJóh. 11, 8. 16. 53n). Jesús gekk ör- uggur á undan, en þeir fylgdust meö, hræddir og hikandi JMark. 10, 32). Jesús vildi ekki láta þeirn vera ókunnugt um eldraunirnar, sem fyrir hendi voru; sagöi hann þeim enn á ,ný um píslardauöa sinn og upprisu; en þeir gátu ekki látið sér skiljast, aö hann færi þar með bókstaflegan sannleika, 'svo rík víst í hugum þeirra vonin um það, aö hann rnyndi einhvern veginn á endanum vinna verulegan sigur á óvinum sínum og stofna voldugt Gyöingaríki hér á jörðinni JLúk. 18, 34). Með þetta í huga komu þeir til hans Jakob og Jó- ihannes, Zebedeussynir, ásamt móður sinni þMatt. 20, 20J, og báðu hann að veita sér æðstu virðingarnar í þessu fyrirhugaða heims- veldi. Önnur eins beiðni frá læriisveinunum, sem næstir honum stóðu, liefir hlotið að auka mikið á hrygð frelsarans; en þrátt fyrir það veitti hann þeirn ekki harðar ávítur, heldur leiddi þeim fyrir sjónir, fyrst, að enginn skykli hugsa til að rikja með meistaranum, sem ekki vil'di líða með honum, og í öðru lagi, að i guðsríki væri allur frami kominn undir trúrri og hógværri þjónustu, en hvorki undir valdi eða metorðum. Á ferðalagi þessu mun Jesús hafa farið vestur yfir Jórdan ná- lægt Jeríkó, sem var all-glæsileg borg þar niðri í dalnurn við ána, um 18 mílur austur frá Jerúsalem. Frá tveim atvikum, sem þar gjörðust, er skýrt í texta lexíunnar. Frásagan þarf varla skýring- ar,við, og skulum við þvi snúa okkur að lærdómunum, sem þar er að finna. a) Jesús fer ekki að mannvirðingum. Blindi maðurinn, sem hét Bartímeus JMark. 10, 46J, var bláfátækur beiningamaður. Zakkeus ivar auðugur að fé. Báðir þurftu þeir frelsarans við, og hann hjálpar þeim báðum án manngreinarálits. Hann er guðlegur i þessu sem öðru fPost. 10, 34; Gal. 2, 6J. Ríkur og fátækur, vold- ugur og' lítilsigldur, eru jafnir fyrir honum; jafnir að .vanmætti og náðarþörf. Við eigum ekki að láta jarðneska velsæld villa okkur sjónir, ,eins og enginn þurfi Guðs við, nema liann lifi við fátækt eða sorgar-kjör. Og sjálfir eigum við að læra það af frelsaranum, að meta mennina eftir hjartalagi fremur en lífskjörum eða útliti fjak. 2, 1—9J. b) Þessir tveir menn létu ekkert aftra sér frá , að leita frelsarans. Annar var blindur og gat ekki séð Jesúm, i og fólkið vildi þagga niður í honum, þegar hann hrópaði. Hinn var toll-

x

Sameiningin

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sameiningin
https://timarit.is/publication/673

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.