Sameiningin

Volume

Sameiningin - 01.05.1924, Page 18

Sameiningin - 01.05.1924, Page 18
144 heimtumaSur, fyrirlitinn af þjóð ■sinni; auSugur, en veraldlegar eignir eru þrándur í götu margra í hjálpræðisefnum fsjá si'ðustu lexíu) ; mannþröngin var mikil, og 'hann var maöur lítill vexti. Þó gafst hvorugur upp. Og báðir ööluSust það, sem þeir leituSu eftir, og miklu meira. Sá ‘fer aldrei tómhentur heim aftur, sem leitar frelsarans fMatt. 7 ,7n; Jóh. 6, 37). “Sigursæll er góöur vilji.” c) Og meira aö segja, þaö voru einmitt ófullkomleikarnir, vand- kvæöin, sem komu mönnum þessum til aö leita Jesú. Bartímeus ‘hrópaöi svo ákaft, af því>að hann var blindur. Zakkeus leitaöi ríkt eftir þvi, að fá komiö auga á frelsarann, líklega fyrir þá sök, aö hann >sjálfur tilheyrði þeint fyrirlitna flokki, sem Jesús haföi svo oft áður verið mildur við. Og hann hóf sig upp yfir mannfjöld- ann, upp í eikina, af því að'ihann var lítill vexti og gat ekki komið auga á frelsarann með öðru móti. Þannig á hver nýtur maður aö láta ófullkomleikana knýja sig áfram. Og þvi meiri sem þörfin er og óverðleikinn, því meiri ástæðu; höfum vér til að leita frelsarans þMatt. 11, 28n; 2. Kor. 12, 9). d) Fólkið, mannfjöldinn, var báðurn til hindrunar, þegar þeir vildu nálgast Krist. Þó var mannfjöldinn í fylgd með Jesú. Þaö kom oft fyrir, að lærisveinarnir, í vanvizktt og skammsýni, vildu gjöra þá afturreka, sem leituðu á fund frels- arans þsjá t. d. Mark. 10, 13). Það getur kornið fyrir enn, aö jafnvel kristnir menn verði okkur til hneykslunar, eða hindri okkur á einhvern hátt í.iþeirri -leit. Og þar er auðvitað annar mann- fjöldi, heimsins börn, alt af til hindrunar. En það er ekki komið undir öðrum mönnum, hvort við finnum frelsarann eða ekki. Þeg- ar hjartað leitar hans, þá kemst þar enginn inaður upp á milli. ej Bartímeusi var sagt, að Jesús frá Nazaret færi hjá. Svo gullvægt tækifæri gat sá maður ekki látið ganga úr greipum sér. Jesús frá Nazaret “fer hjá” á hverjum degi, svo lengi sem við lifurn. Hvað gjörum við? f) Jesúsi ilætur sér ant um hvern einstakan. Veitir þeim blinda sjón, kallar á Zakkues með nafni, sækir hann heini og veitir honum andlega viðreisn. Hið isama sjáum við alstaðar í æfisögu frelsarans. Honum er umhugaðj |um einstaklingana—uim okkur eins og aðra. g) Það sem Jesús gjörði fyrir þessa tvo menn, það vill hann, í andlegum skilningi, gjöra fyrir okkur -alla. Hann er ljós okkar, líf og frelsi JJóh. 1, 4.-9; 8, 12. 31n). Hann sækir oklcur heim; vill veit heimili okkar hjálpræði JJóh. 14, 23; Post. 16, 31). Farísear mögluðu, eins og vant var, af því að Jesús heimsótti tollheimtumanninn; en gleymum því aldrei, að það eru einmitt syndugir menn og óverðugir, sem Jesús vill heimsækja—til þess að frelsa þá (10. v.J. h) Gáum að ávöxtunum, sem menn þessir báru; Bartímeus fylgdi Jesú eftir og lofaði Guð. Zakkeus , gaf helming eigna sinna, og bauðst til að gjalda ferfalt, ef hann hefði i haft nokkuð af nokkrum. Sálmar: 146, 237; 224, 154.

x

Sameiningin

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Sameiningin
https://timarit.is/publication/673

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.