Sameiningin

Ukioqatigiit

Sameiningin - 01.05.1924, Qupperneq 23

Sameiningin - 01.05.1924, Qupperneq 23
149 sem þeir höföu ekki aöhylst, en látið þó hlutlausan þMatt. 21, 23-27). Síöan sagöi hann þeim þrjár dæmisögur til aö Ieiða þeim fyrir sjónir, hve mjög þeim væri áfátt andlega. Fyrsta líkingin, um syn- ina tvo, átti að >sýna mönnum þessum', að þeim væri brýn þörf á iðrun og yfirbót ("Matt. 21, 28-32ý. Hinar .sögurnar, um víngarðs- mennina og um brúðkaupið, sýna ótrúmensku Gyðinga, vanþakklæti, og lítilsvirðing á gæzku Guðs þMatt. 21; 32—22, 14). Dæmisögur þessar eiga að vera okkur til áminningar líka, og viðvörunar. Nú komum við að lexíu-textanum. Farisear, strangasti kirkju- flokkur Gyðinga, sem ömuðust við öllu útlendu, og Heródesarmenn, sem lítið hirtu um gyðinglega hluti, komu sér saman um, að leggja þrætuspurning eina fyrir Jesúrn; ekki i einlægni, heldur til að veiða hann í orði. Var leyfilegt, spurðu þeir, að gjakla rómverska keis- aranum skatt? Strangir Gyðingar töldu það óhæfu, að lýður Drottins væri háður heiðnu valdi útlendu. Ef nú Jesús svaraði spurningunni, játandi, þá ætluðu þeir sjálfsagt að rægja hann við fólkið; segja, að hann gjörði sig ánægðan með niðurlæging þjóðar- innar, og væri því engin frelsishetja, enginn Messías. En ef hann neitaði, þá gátu þeir kallað hann uppreistarmann, og kært hann fyrir landstjóranum rómverska. Tesús vissi vel um illgirnina, sem undir þessu bjó. Hann bað þá að sýna sér skattpeninginn, sem auðvitað var rómverskur, og mótaður mynd og nafni keisarans. Með því að hafa slíkan pening að. löglegum gjaldeyri, þá voru Gyðingar auðvitað sjálf-játaðir þegnar veldisins rómverska i borgaralegum efnum. En í trúarefn- um gátu þeir að sjálfsögðtt verið háðir Guði einum, eftir sem áður; sá sannleikur er ógleymanlega tekinn fram í svari Jesú. ^Sjá minn- istextann). Athugum nú það helzta, sem í þeim orðum liggur: aj Skattpeningurinn bar mynd keisarans. Hann var áþreif- anlegur vottur um rómversk yfirráð, rómverska stjórnarskipun, rík- isvernd og löggæzlu. ‘Þessa nutu Gyðingar. Hví þá að mælast undan skattgjaldinu ? Það er ókristilegt og ómannlegt að þiggja hlunnindi lands og þjóðar, en hafna skyldunum. b) Guð vill, að við höfum lög og stjórn og sýnum hvorutveggja lotning og hlýðni. Sá, sem er illur þegn í landi sínu, hann er mótsnúinn vilja Drottins jRóm. 13, 1-í; 1. Tím. 2, 1-3; 1. Pét. 2, 13-17). c) En riki Guðs og Krists er ekki af þessum heimi (]oh. 18, 36). Guð heimtar það ekki af okkur, að við lifum undir einhverri sérstakri stjórnarskipun. í þeim efnum er okkur heimilt að gæta þess, að fara eftir; eigin viti og reynslu. Að eins eigum við að gæta þess, að vera góðir borg- arar. d!j En fyrst ríkið guðlega er ekki jarðneskt, þá flýtur það af sjálfu sér, að við höfum ekki fullnægt öllu réttlæti; íþó önnur þegnskylda sé vel af hendi leyst. Það er illa farið, þegar menn vilja gjalda keisaranum alt, en Guði ekkert. ej Við höfum pening með Guðs mynd á : það er sálin (1. Mós. 1, 27). Þá mynt eigum við

x

Sameiningin

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sameiningin
https://timarit.is/publication/673

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.