Sameiningin - 01.05.1924, Page 29
155
tæri við mig, mundir þú alt af hafa verið sæmdarmaður og útslátt-
arlaus. Þá hefðuð þið hjónin haft ykkur áfram og kornist í efni.
Þið voruð bæði tvö ung og ötul, og ekkert hefði ábjátað fyrir ykk-
ur. Eg segi þér satt, Davið minn, alt þetta ár, sem aldrei ætlaði
að enda, hefir enginn dagur liðið svo, að eg hafi ekki hugsað til
þess með skelfingu, að eg tældi þig af réttri braut og kendi þér
mína ósiði.” Hann stundi við, og brá hendinni yfir andlitið á
Davíð. “Og eg er hræddur um,” segir ihann, “að þú hafir farið
afvega enn þá hrapallegar en eg veit til. Eða hví væru annars
þessar voða-rúnir ristnar á andlit þér, í kring um augu og munn ?”
Nú var Davíð nóg boðið, þó-tt ihann góðlyndur væri. “Hættu
nú, Grímur minn, að gera að gamni þínu,” hugsar hann. “Farðu
heldur og sæktu einhvern til að hjálpa þér að koma mér upp í
kerruna þina, og farðu með niig í sjúkra-hælið hið bráðasta.”
“Þú veizt víst, Davíð mi’nn,” segir Grímur, “hvað eg hefi haft
fyrir stafni árið sem leið. Þú þekkir víst hestinn og kerruna, sem
eg kem á. Og eg þarf víst ekki heldur að fræða þig um það, hver
sá er, sem af mér tekur við ljánum og aktaumunum. En mundu
það, Davíð, að ekki er það eg, sem liefi ákveðið, að þetta skuli lenda
á þér. Eg veit, að þú átt hræðilegt ár í vænduin. En eg ætla að
biðja þig, að láta þér aldrei til hugar koma, að mér hafi verið í
sjálfs vald sett að sleppa þér í nótt. Þú mátt reiða þig á, að eg
hefði gert mitt til, ef þess hefði verið nokkur kostur, að þú þyrftir
ekki að lenda í því sama sem eg.”
“Vera má,” hugsar Davíð, “að Grímur >sé í raun og veru orðinn
brjálaður. Að öðrum kos-ti ætti honum að skiljast það, að um líf
mitt er að tefla, -og engin mynd á að tefja svona tímann.”
f sama bili, sem ih-onum dat-t þetta í hug, leit Grí-mur á hann
með sorgarsvip. “Ekki þarftu þess að sakna, Davíð, að þig vantar
læknishjálp og hjúkrun. Þegar eg vitja sjúklinga, þá er um sein-
an, að vitja annars- ilæknis.”
“Eg hel-d, að allir djöflar og forynjur leiki lausum hala í nótt,”
hugsar Davíð. “Þegar loksins maður rekst á mig, sem ráð hefir
á að bjarga mér, þá er hann annað hvort vitlaus eða svo vondur, að
hann lætur sig engu varða, þó að eg drepist hér.”
Grímur tók til máls. “Eg vi'ldi mega minna þig á nokkuð,”
segir hann, “sem bar við í sumar. Það var á sunnudagskvöld. Þú
koms-t gangandi þjóðveginn eftir breiðum dal; á báðar hendur voru
akrar stórir, og fallegir bæir í allar áttir með blómlegum trjálund-
um. Það var um há-sumar -og steikjandi ,hiti. Bg h-eld að þú hafir
tekið ef-tir því, að enginn var 4 kreiki í öllum dalnum, nema þú
einn, hvorki menn né skepnur. Kýrnar hímdu í högunum og héldu
sig i skugga trjánna. Og fólkið hafði flúið undan hitanum í húsa-
skjól. Var ekki svo, Davíð ? Manstu ekki eftir þessu?”
“Það má vel vera,” hugsar Davíð, “eg hefi -ekki sett það á
mig. Eg hefi svo oft verið úti á gangi. bæði í heitu veðri og köldu.”