Sameiningin - 01.05.1924, Blaðsíða 30
156
“Jæja, Davíö minn. Og þegar kyröin og þögnin var sem
mest, heyröir þú skrölt á veginum aö baki þér. Þú leizt við og
hugðir, að einhver kæmi akandi á ei'tir þér, en sást engan. Þú
leizt við hvað eftir annað, og þér fanst þetta vera undarlegast af
öllu, sem fyrir þig hafði borið. Þú heyrðir skröltið skýrt og
greinilega. En hvaðan kom það ? Þetta var um hábjartan dag.
Ekkert gat skygt á, á neinn veg, og ekkert annað hljóð heyrðist.
Þar gat ekki verið um að villast. Þú skildir ekki, hvernig það gaf
átt sér stað, að þú heyrðir skrölt og hjólatíst, en sást engan vagn-
inn. En þú vildir alls ekki kannast við, að* neinar kynjar væru á
seiði. Hefðirðu hugsað á annan veg, þá hefði mér tekist að láta
þig sjá mig. áður en það var um! seinan.”
Davíð mundi nú glögt eftir öllu saman. Hann mundi, hvernig
hann hafði skimað i allar áttir, gægst yfir girðingar og leitað í
skurðum, til þess að komast á snoðir um, hvað væri að elta hann.
Loksins hafði gripið hann geigúr, svo að hann flúði undan þess-
um ófögnuði heim á einn bæinn. Þegar hann kom út þaðan aftur,
var alt þagnað.
“Þetta var nú í -eina skiftið, sem eg sá þig árið sem leið,"
segir Grímur. “Eg leitaði allra ráða, sem eg kunni, til þess að þú
fengir séð mig; en eg kornst ekki nær þér en svo, að þú heyrðir
skröltið. Það var eins og bundið væri fyrir augun á þér.”
“Það er satt, sem hann segir,” hugsar Davíð; “eg heyrði skrölt-
ið. En hvað sannar það? Ætlast hann til að eg trúi þvi, að það
hafi verið hann, sein ók á eftir mér á veginum? Hver veit nema.
eg hafi haft orð á þessum fyrirburði við einhvern, og sá aftur sagt
Grími frá?”
Grímur laut nú ofan að Davíð og talaði við hann svo innilega,
sem hann væri að koma vitinu fyrir óværan krakka.
“Davíð minn,” segir hann. “Þér er ekki til neins að þverskall-
ast. Það er til of mikils ætlast, að þú skiljir, hvað fram við þig
er komið ^jálfan. Hitt veiztu fullvel, að eg, sem nú á tal við þig,
er ekki lifandi maður. Þú hefir sannfrétt látið mitt, en vilt ekki
kannast við það. Og þó að þú hefðir ekki frétt það, þá hefirðu
nú séð mig koma akandi í kerrunni þarna. Þú veizt, Davið, að í
henni ferðast enginn maður lifandi.”
Og hann bendir honum á kerruskriflið sitt, “Horfðu ekki á
kerruna eina út af fyrir sig,” segir hann. “Líttu um leið á trén
hinu megin við hana.”
Davið gerir svo; og þá fyrst verður hann að kannast við það
með sjálfum sér, að það er dularfult, sem fyrir hann ber. Því að
hann sér -trén í gegn um kerruna.
“Þú hefir heyrt málróminn minn mörgum sinnum1,” segir
Grímur. “Þú hlýtur að taka eftir því, að nú er hann öðruvisi en
áður.”
Davíð verður að kannast við það. Grímur hafði alt af haft
fallegan málróm, og það hafði þessi ökumaður líka, en þó með alt