Sameiningin

Volume

Sameiningin - 01.05.1924, Page 32

Sameiningin - 01.05.1924, Page 32
158 Grímur leggur sig því meir í líma til að sannfæra ihann. “Þú veröur aö -athuga þaö,’’ segir hann, “aö hér er ekki uni það aö ræöa, er hjá megi sneiða. Eg er enn ekki. mjög fróður um það, hvernig hagar til hinu megin. Eg er enn, að kalla má, milli vita. En svo mikiö hefi eg séð og heyrt, að eg veit, að hér er enga til- slökun að fá. Við verðum að hlita því, sem áskapað er, hvort sem okkur er ljúft eða leitt. Aftur horfir hann inn i augu Davíðs. En þar var ekki annað að sjá, en ferlegt myrkur og fok-vonzku. “Þ'ví verður ekki neitað,” segir hann, “að engum hefir veriö faliö ógurlegra verk en það, að sitja í kerrunni þarna og keyra klárinn þenna bæ frá bæ. Og hvar sem hann kemur, bíða hans kvalir og kveinstafir. Aldrei fær hann annað að sjá, en sjúkleik og sóttarfar, böl og blóðug sár. Og þó er þetta ekki það versta. Hitt er enn sárara að sjá, sem! innan rifja er: ótta, iðrun, og kvíða fyrir því, er koma muni. Og eitt er þó allra verst: Eg hefi sagt þér, aö ökumaðurinn er enn milli vita. Honum: finst eins og mönn- unutn, að ekki sé annað að sjá en óréttvísi, misgrip og misdæmi, ráðleysi og rugling. Hann sér ekki svo djúpt inn í annan heim, að hann finni þar vit og handleiðslu. Hann grillir í það stöku sinnum, en oftast verður hann að feta sig áfrarn í myrkri óvisstmnar og efans. Og eitt er athugavert, Davíð. Ökumaðurinn er víst ekki dæmdur til að aka Helreiðinni nema eitt ár. En hér er tíminn ekki mældur eftir jarðnesku tímatali, og til þess að ökumaðurinn komist yfir að vitja allra, sem honum er ætlað, verður að teygja svd úr tímanum, að eina árið hans verður á við hundrað önnur, eða þúsund.. Ofan á alt þetta bætist það, að ökumaðurinn hefir andstygð á athöfnum sínum, enda þótt hann geri ekkert annað en það, sem honum er skipað. Enginn getur lýst þeim viðbjóð, sem hann fær á sjálfum sér og embætti sinu; honum finst hann vera af- hrak annara sálna. En eitt er þó ökumanninum allra—allra sárast, Davíð. Afleiðingar þeirra illræða, er hann sjálfur hefir framið á jarðlífsgöngu sinni, verða svo oft á vegi hans. Því að, hvernig yrði 'hjá því komist,” segir hann, og rödd hans varð nærri því eins og vein, og hanrt neri saman höndunum af angist. En í sama bili hlýtur hann að hafa veitt því eftirtekt, að ekki var öðru að mæta hjá kunningja hans gamla, en kaldranalegu háði. Þá sveipaði hann að sér kápunni, eins og hann næddi. Enn talar hann þó innilega til hans. “Davíð minn,” segir hann. “Hvað erfitt, sem það kann að verða, er þú átt í vændum, þá ættirðu ekki að þrjóskast. Eg segi þér satt; meö því gerir þú ilt verra, og spillir fyrir okkur báðum. Því að eg má ekki skilja svona við þig og láta þig afskif'talausan. Það er .mér ætlað, aö kenna þér verk þitt, og eg er hræddur um, að það ætli að verða þyngsta þrautin, sem fyrir mig er lögð. Þú getur, ef þú vilt, orðið mér svo óþæg- ur, að eg megi ekki sleppa ljánum úr hendi mér vikum saman eða mánuðum; meira að segja, þú getur haldið í mig til næsta nýárs.

x

Sameiningin

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Sameiningin
https://timarit.is/publication/673

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.