Fréttablaðið - 12.03.2011, Síða 32
12. mars 2011 LAUGARDAGUR32
Söngelskir skóla-
krakkar slá í gegn
Sjónvarpsþættirnir Glee segja frá framhaldsskólanemum í söngklúbbi sem
starfar undir stjórn spænskukennarans Will Schuester. Bryndís Hjálmars-
dóttir hitti nokkra af leikurum þessara vinsælu þátta í London.
Matthew Morrison leik-ur spænskukennarann
jákvæða Will Schuester sem
vill hefja Glee-klúbbinn í Pro-
spect High School aftur til vegs
og virðingar. Það gengur hins
vegar ekki þrautalaust fyrir
sig. Fyrirmyndina að kennar-
anum segist Matthew sækja til
tveggja kennara sinna í fram-
haldsskóla sem hann er enn
í góðu sambandi við. Sjálfur
segist Matthew hafa verið í
svipuðum klúbbi og Glee þegar
hann var í framhaldsskóla, þar
sem áhersla var lögð á dans og
söng. Spurður hvernig hann hafi
verið í skóla segir Matthew:
„Ég var nú bara ósköp venju-
legur í skóla, eyddi miklum
tíma í fótbolta og í leikfélaginu
og átti vini úr báðum hópum
þannig að ég upplifði bæði líf
fótboltastrákanna og leiklistar-
krakkanna. Ég
verð reyndar að
viðurkenna að
ég var valinn
ballkóngur
[prom king]
á lokaársball-
inu í fram-
haldsskóla,“
segir hann og
hlær vandræða-
lega.
Matthew er
mikill fótbolta-
áhugamaður og
spilaði sjálf-
ur í fram-
halds-
skóla.
Hann
minn-
ist þess
að hafa
þurft
að velja
á milli
fótboltans og leiklistarinnar.
Hann sjái svo sannarlega ekki
eftir því að hafa valið leiklistina
því hún gefi honum svo mikið.
Það sem meira er: Matthew tók
leiklistina fram yfir ástina. „Ég
vinn svo stíft að ég hef eigin-
lega ekki tíma til að sinna neinu
sambandi. Í upphafi þáttarað-
arinnar átti ég kærustu en þar
sem ég var stanslaust að vinna
gekk það ekki upp. Ég hef lært
að leiklistin getur verið ein-
manaleg atvinnugrein en hún er
þess virði þar sem ég hef brenn-
andi áhuga á henni.“
Í fyrra sat Matthew fyrir
í myndatöku fyrir tímaritið
Vogue þar sem grjótharðir
kviðvöðvar hans sáust og vöktu
myndirnar mikið umtal. Spurð-
ur hvernig hann nái að halda
sér í svona góðu formi segist
Matthew hafa æft ótrúlega stíft
þegar hann vissi að hann væri
á leið í myndatöku. „Ég ætlaði
ekki að sýna á mér bumbuna við
hliðina á fyrirsætunum. Um leið
og myndatakan var búin fór ég
hins vegar og át hamborgara
því ég hafði verið svangur síð-
astliðinn mánuðinn.“
Spurður hvaða leikarar hafi
haft áhrif á hann segir Matt-
hew: „Marlon Brando og Paul
Newman hafa haft
mikil áhrif
á mig sem
leikara og
ég er líka
sérstak-
lega mik-
ill aðdá-
andi
James
Dean.“
■ Tók leiklistina fram yfir ástina
Amber Riley leikur hina hæfileikaríku en skapmiklu
Mercedes Jones. Riley finnst
hún sjálf oft vera eins og stóra
systir Mercedes, hún skilji hana
svo vel. „Skólinn sem ég var í
lagði meiri áherslu á íþróttir en
leiklist og neyddist ég því til að
gera hluti upp á eigin spýtur,
átti vini í hinum ýmsu hópum og
var meðlimur í leikfélaginu.“
Riley segist muna eftir öllum
karakterunum sem Glee gefur
innsýn í úr sínum eigin fram-
haldsskóla, klappstýrurnar,
íþróttastrákana, þá sem hafa
áhuga á leiklist og svo fram-
vegis. Glee-þættirnir varpi ljósi
á lífið í bandarískum grunn-
og framhaldsskólum en Riley
vonar að þættirnir geti hjálpað
unglingum að sigrast á fordóm-
um. „Þættirnir gefa innsýn í
líf krakka sem eru öðruvísi en
maður sjálfur og vonandi hjálpa
þeir krökkum að öðlast betri
skilning á öðru fólki. En ég tel
að ein aðalástæða þess að þátt-
unum hefur vegnað svona vel
séu lögin sem eru sungin í þátt-
unum. Handrit og tónlistarval
Ryans Murphy [höfundar þátt-
anna] er stórkostlegt og fléttast
ótrúlega vel saman.“
Margir gestaleikarar hafa
komið fram í þáttunum. Þegar
Amber er spurð hvern hana
langi mest að fá sem gestaleik-
ara segist hún vilja fá Queen
Latifah í þáttinn sem móður
Mercedes eða frænku. Amber
sjálf kemur úr tónelskri fjöl-
skyldu. „Móðir mín ól mig upp
við margs konar tónlist og ég
varð svo heilluð að ég byrjaði
strax að syngja og kom fyrst
opinberlega fram þegar ég var
tveggja ára.“
Amber segir að meðleikarar
hennar úr Glee séu orðnir eins
og hennar önnur fjölskylda. „Við
gerum allt saman frá því að
vinna, hanga yfir bíómyndum
og borða pitsu og stundum ríf-
umst við eins og systkini.“
Fáir vita að Amber fór í
áheyrnarprufur fyrir Amer-
ican Idol en var hafnað. Eftir
að hún sló í gegn með Glee hitti
hún Randy Jackson, einn dóm-
ara American Idol, og stríddi
honum á því að hafa hafnað
henni. „Hann ætlaði varla að
trúa því að mér hefði ekki verið
hleypt í gegn og hann bætti svo
við að ef ég hefði sungið fyrir
hann hefði hann pottþétt hleypt
mér í næstu umferð. Ég svaraði
í gríni að hann hefði misst af
tækifærinu en gæti bætt mér
það upp með því að bjóða mér
að koma sem gestadómari í einn
þáttinn.“
■ Komst ekki áfram í American Idol
HRESS Krökkunum í Glee er fátt óviðkomandi þegar tónlist er annars vegar. Hér sjást þau taka lag úr Rocky Horror Picture Show.
Glee-klúbbar hafa þekkst í enskum
og amerískum skólum um aldabil.
Upphaflega skipuðu þá karlar sem
sungu þríraddað en smám saman
tóku hefðbundnir kórar við víðast
hvar á Bretlandi. Klúbbarnir hafa
þó lifað í bandarískum framhalds-
skólum. Elsti glee-klúbburinn í
Bandaríkjunum var stofnaður í
Harvard-háskóla 1848 svo dæmi
séu tekin. Sjónvarpsþættirnir Glee
gerast í Prospect High School, sem
sagt í framhaldsskóla þar sem
nemendur eru á aldrinum 14 til
SÖNGHÓPAR SEM BYGGJA Á GAMALLI HEFÐ