Fréttablaðið - 12.03.2011, Page 36

Fréttablaðið - 12.03.2011, Page 36
2 matur HAGABAKARÍ Í HRAUNBERGI HIRÐSIÐIR SUNNUDAGA Júlía Margrét Alexandersdóttir SKÝRINGAR Á UPPSKRIFTATÁKNUM: matur kemur út mánaðarlega með laugardagsblaði Fréttablaðsins. Ritstjórn: Roald Eyvindsson, Sólveig Gísladóttir og Vera Einarsdóttir Hönnun: Silja Ástþórsdóttir Forsíðumynd: Valgarður Gíslason Pennar: Gunnþóra Gunnarsdóttir, Júlía Margrét Alexandersdóttir, Ragnheiður Tryggvadóttir og Þórdís Lilja Gunnarsdóttir. Ljósmyndir: Fréttablaðið Auglýsingar: Hlynur Þór Steingrímsson hlynurs@365.is Hver og einn hefur vitaskuld sína sögu að segja, en í minningunni voru sunnudagar einu sinni hátíðlegir tyllidagar. Útvarpsmessan, ilmandi sunnudagssteik, hanskaklæddar frúr með hatt í göngu- túr og gripið í einn ólsen ólsen. Síðast en ekki síst er bökunarilmur í loftinu á þessum sunnudögum. Pönnukökur, vöfflur eða sparibúin og fögur rjómaterta á miðju borðstofuborði seinnipartinn. Fjölskylduvinir sem detta óvænt inn úr dyrunum og leggja vindlareyk og þungt frúar- ilmvatn til andrúmsloftsins. Þessir sunnudagar eru hálfgerð óskabörn þjóðarinnar, tilheyra fortíð sem flestum þykir vænt um. Kannski hefur það eitthvað með aukinn ágang hversdagsleikans, þar sem sparistellið liggur óhreyft inni í skáp nema á jólum eða þá hitt – að allir dagar eru sunnudagar, þar sem litlu skiptir heimilisfólk hvort það er þriðjudagur eða sunnudagur upp á að gera sér dagamun. Á vissu aldursskeiði þóttu mér sunnudagar heldur lubbalegir. Helgin að klárast og hversdagsleg skólavikan fram undan. Ég man hins vegar vel eftir sunnudögunum þegar þeir voru perlur vikunnar. Amma í betri kjóln- um, grillaður kjúklingur í hádeginu, ísbíltúr og danskur þáttur í sjónvarpinu. Mig langar svolítið að eignast betrikjóla-sunnudagana aftur og tækla þetta hnignunarskeið af festu. Að vísu er hefð fyrir því að stórfjöl- skyldan sameinist og snæði saman seinni hluta dagsins en það mætti punta daginn eitthvað fyrr. Kveikja á útvarpinu snemma dags, fara í lakkskó og kjól, greiða hárið upp eða ef karl- menn vilja það síður; setja á sig slaufu og sprauta heldrimannarakspíra í skyrtukragann. Fara í göngutúr kringum Tjörnina, koma heim inn úr kuldanum og setja á sig blúndusvuntu (já eða bretta upp skyrtuermarnar). Gera svo eins og viðmælendur Matarblaðsins að þessu sinni gera; velja af kostgæfni forvitnilega tertuuppskrift (skreyta með hindberjum til að fara alla leið), skella í eplaköku eða bjóða upp á himneska og holla döðluköku. Bjóða til borðs og grípa í spil að loknu kaffi. Ég er alinn upp við að allt sé heimabakað,“ segir Albert Eiríksson, sem á sumrin rekur kaffihús í safni um veru Fransmanna á Íslandi á Fáskrúðsfirði. „Svo fór ég að prófa mig áfram og sá hvað þetta var auðvelt og líka hvað allir elska heimabakað. Það er einhver ömmu- hlýja sem fylgir því, sem allir kunna að meta.“ Albert bakar allt brauð á sínu heim- ili og er óhræddur við að prófa nýjar kökuuppskriftir. „Ég nota oft gaml- ar uppskriftir en breyti þeim dálítið, geri nútímalegri og heilsusamlegri sem kemur yfirleitt vel út. Þessa uppskrift fékk ég hjá samstarfskonu minni og hef verið að þróa svo hún sé hollari, en ég hef uppgötvað að kökur verða jafn góðar þótt maður minnki sykurmagnið um helming. Annað sem skiptir máli er að nota aðeins 70% hreint, úrvals súkkulaði.“ Albert bakar líka allt sjálfur fyrir kaffihúsið á Fáskrúðsfirði. Hvernig kemst hann yfir þetta allt saman? „Þetta hefur bara þróast þannig að ég baka allt á staðnum, enda vekur það hrifningu gestanna að fá heima- bakað í öll mál. Það er ekkert mál að baka þrisvar á dag, bara spurning um skipulag. Ég blanda þurr efnin fyrir fram og á tilbúin. Þá tekur enga stund að bæta eggjum og mjólk út í. Ánægjan sem fólk hefur af því að borða brauðin og kökurnar er marg- falt fyrir hafnarinnar virði.“ - fsb Ömmuhlýja „Kökur verða alveg jafn góðar þótt maður minnki sykurmagnið um helming,“ segir Albert, hér með döðlukökuna góðu. HOLL OG HIMNESK DÖÐLUKAKA 1 bolli döðlur, smátt skornar 1 bolli valhnetur, smátt skornar 1 bolli dökkt 70% súkkulaði smátt skorið ½ bolli hrásykur 3 msk. spelthveiti 3 msk. vatn 2 egg 1 tsk. vínsteinslyftiduft ½ tsk. salt Blandið öllu hráefninu vand- lega saman og látið standa við stofuhita í um það bil 15 mínútur til að brjóta sig. Setj- ið í lausbotnaform og bakið í 35 til 40 mínútur við 150° C. Kakan er svo borin fram með þeyttum rjóma. Við hátíðlegri tækifæri er tilvalið að dreypa Grand Marnier yfir kökuna og bera hana fram sem eftirrétt. FYLGIR HEIMABÖKUÐU Albert Eiríksson er síbakandi og fúlsar við öðru en heimabökuðu. Hér býður hann upp á girnilega döðluköku sem hann hefur fært í heilsusamlegra horf. Í kökuna fer aðeins úrvals hráefni, hollustu og hágæða súkkulaði. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI Í Hraunbergi í Breiðholtinu hefur verið starf- rækt bakarí áratugum saman. Árið 2008 fékk það nafnið Hagabakarí þegar Benedikt Hjartar- son bakarameistari tók við rekstrinum. „Við byggjum á gömlum gildum og bjóðum meira úrval en flestir af rúnstykkjum,“ segir hann. „Einnig bökum við þessi gömlu góðu brauð eins og Normalbrauð og Maltbrauð. Þetta er fullorðið hverfi og hér sækir fólk í þetta gamla og góða.“ Hagabakarí bakar einnig dönsk rúgbrauð, sem slegið hafa í gegn hjá viðskiptavinum, og lumar á fleiri gerðum sem ekki fást annars staðar. „Páskapínsa er sérstakt brauð sem ég lærði að baka í Austurríki. Það samanstendur af hvítvíni og fleiri fínum vökvum og kemur í hillurnar hjá okkur þegar nær dregur páskum.“ Benedikt er mikill sjósundgarpur og bakar sérstaka orkubita fyrir íþróttafólk. „Við köllum þá Gullabita, eftir Gulla langhlaupara. Þessa bita á að borða á leiðinni í langferðum eins og fjallgöngum og langhlaupum en við bökum þá eftir sér- staklega samsettri uppskrift fyrir íþróttafólk. Ég fullyrði að þetta er eini orkubitinn sem virkar.“ Orkubitar fyrir íþróttafólk S. 440-1800 www.kælitækni.is Okkar þekking nýtist þér ... Mylur alla ávexti, grænmeti klaka og nánast hvað sem er Hnoðar deig Býr til heita súpu og ís Uppskriftarbók og DVD diskur fylgir Vita Mix svunta og kanna fylgja með á meðan birgðir endast Blandarinn sem allir eru að tala um! FRÉTTIR VIÐSKIPTI ÍÞRÓTTIR LÍFIÐ UMRÆÐAN KOMDU Í ÖLL HELSTU PARTÝIN MEÐ OKKUR m.visir.is Fáðu Vísi í símann! Meiri Vísir. Meira sjónvarp, meira útvarp, meiri fréttir, meiri upplýsingar, meiri umræða, meira líf, meiri íþróttir, meiri virkni, meira úrval. Þú færð meira af öllu á Vísi. Hvunndags/til hátíðabrigða Kökur Sætindi

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.