Fréttablaðið - 12.03.2011, Qupperneq 70
12. mars 2011 LAUGARDAGUR42
timamot@frettabladid.is
ÞÓRBERGUR ÞÓRÐARSON RITHÖFUNDUR (1888 eða 9-1974) átti afmæli þennan dag.
„Ríki vísindamannsins er bæði af þessum heimi og öðrum. Hann hangir í lausu
lofti milli tveggja heima.“
„Ég býst við að gera mér einhvern
dagamun en hann verður á hóflegu
nótunum,“ segir Páll Magnússon, bæj-
arritari Kópavogs, sem stendur á fer-
tugu í dag. Hann kveðst ekki eiga von
á neinum stórum breytingum við það
að komast yfir á fimmtugsaldurinn.
„Það er líkt með mig og marga aðra
að ég tek ekkert eftir því að ég eldist.
Sé bara fólk í kringum mig stækka og
eldast,“ bætir hann við glaðlega og á
þar eflaust ekki síst við strákana sína,
Magnús Má tólf ára og Pétur Arnar sjö
ára, sem hann á með konu sinni Aðal-
heiði Sigursveinsdóttur.
Hjarta Páls slær í Kópavoginum. Þar
hefur hann verið bæjarritari frá 2006.
Bernskuheimili hans stóð við Lundar-
brekkuna og nú er hann kominn upp í
efri byggðir bæjarins, nánar tiltekið í
Salahverfið. „Þar er sko alvöru vetur
núna,“ segir hann hlæjandi.
Þótt Páll sé ungur enn segir hann
hafa verið öðruvísi umhorfs í Aust-
urbæ Kópavogs þegar hann var strák-
ur en nú er. Þéttbýlið hafi til dæmis
ekki náð niður fyrir Nýbýlaveg. „Þar
sem göturnar Ástún og Daltún eru stóð
býlið Ástún. Við krakkarnir kölluðum
það svæði alltaf Biggatún eftir bóndan-
um á bænum og sóttum mikið þangað,
fengum aðeins að kynnast búskapnum
og lékum okkur á túninu,“ rifjar hann
upp. „Níu ára var ég reyndar send-
ur í alvöru sveit og var fimm sumur
í Breiðafirðinum hjá frænda mínum,
fyrst eitt á Hvallátrum og svo fjög-
ur í Flatey. Þar voru kýr og kálfar en
féð var að mestu farið í sumarhagann
þegar ég kom vestur á vorin. Þarna
var líka eggja- og dúntekja og veiðar
bæði á fugli og fiski, mjög fjölbreytt
líf sem ég tók þátt í eftir því sem ég
hafði vit og getu til og þykir gaman að
hafa kynnst.“
Í Flatey kveðst Páll hafa búið í Póst-
húsinu er stendur á brekkubrúninni
þar sem gatan liggur ofan í þorpið.
„Þangað kom fólk sem var í sumar-
húsunum til að hringja og fá póst-
afgreiðslu,“ rifjar hann upp.
Páll á að baki hefðbundna skóla-
göngu í Snælandsskóla og varð stúdent
frá Menntaskólanum í Kópavogi. Hann
er einnig með BA-próf í guðfræði og
meistaragráðu í opinberri stjórn-
sýslu frá Háskóla Íslands. Nítján ára
var hann kominn á kaf í pólitík. „Það
var eiginlega óvænt,“ segir Páll, sem
var þriðji maður á lista Framsóknar
í Kópavoginum fyrir sveitarstjórnar-
kosningarnar 1990 og sat sem vara-
bæjarfulltrúi tvö kjörtímabil. Árið
1999 varð hann aðstoðarmaður ráð-
herra í iðnaðar- og viðskiptaráðuneyt-
inu og starfaði þar með þremur ráð-
herrum. „Áhugi á pólitík hafði fylgt
mér frá barnæsku enda var faðir minn,
Magnús Bjarnfreðsson, bæjarfulltrúi í
Kópavogi á sínum tíma,“ segir hann en
tekur fram að hann sé ekki í pólitísku
starfi í dag. „Ég kúplaði mig að mestu
út úr stjórnmálunum 2006 en það er
vissulega erfitt að má af sér stimpil-
inn.“
gun@frettabladid.is
PÁLL MAGNÚSSON BÆJARRITARI KÓPAVOGS: ER FERTUGUR Í DAG
Sé fólkið í kringum mig eldast
BÆJARRITARINN FERTUGUR „Þar sem göturnar Ástún og Daltún eru nú stóð býlið Ástún. Við
krakkarnir kölluðum það svæði alltaf Biggatún eftir bóndanum á bænum og sóttum mikið
þangað,“ rifjar Páll upp um æskuárin í Kópavogi. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA
Innilegar þakkir til allra þeirra sem
sýndu okkur samúð, hlýhug og vináttu
vegna andláts og útfarar móður okkar,
tengdamóður, ömmu, langömmu og
langalangömmu,
Nönnu Helgu
Ágústsdóttur
til heimilis á Hrafnistu, Hafnarfirði.
Sérstakar þakkir færum við starfsfólki á deild 2B á
Hrafnistu fyrir frábæra umönnun og hlýhug.
Fyrir hönd fjölskyldunnar,
Margrét Ámundadóttir Guðmundur Gunnar Einarsson
Jón Örn Ámundason Erna Hrólfsdóttir
Elskulegur bróðir okkar,
Oddur Helgason
mjólkurfræðingur frá Gvendarstöðum,
síðast til heimilis að Hraunbæ 150,
lést að Sóltúni þann 6. mars. Útförin fer fram frá
Lágafellskirkju kl. 15.00 þriðjudaginn 15. mars.
Blóm og kransar eru afþakkaðir en þeim sem vildu
minnast hans er bent á Hjúkrunarheimilið Sóltún.
Rannveig Helgadóttir
Jórunn Helgadóttir
Kristín Helgadóttir
Minningarathöfn um elskulega systur
okkar,
Önnu Guðnýju
Brandsdóttur Olsson
fyrrv. ballettdansara í Svíþjóð,
sem andaðist hinn 24. febrúar sl., verður í
Lágafellskirkju föstudaginn 18. mars kl. 15.00. Jarðsett
verður frá Barkåkrakirkju í Skepparkroken kl. 13.00
sama dag.
Fyrir hönd aðstandenda,
Margrét Brandsóttir
Guðrún Brandsdóttir
Okkar ástkæri
Ólafur Agnar Jónasson
fyrrverandi yfirflugvélstjóri,
verður jarðsunginn frá Fossvogskapellu miðvikudaginn
16. mars kl. 15.00. Blóm og kransar vinsamlega
afþakkaðir, en þeim sem vilja minnast hans er bent á
Barnaspítalasjóð Hringsins.
Guðrún Jónsdóttir
Ása Jónsdóttir Guðmundur Hannesson
Óli Hilmar Briem Jónsson Kristín Salóme Jónsdóttir
barnabörn og barnabarnabörn
Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar,
tengdafaðir og afi,
Guðjón Viggó
Guðmundsson
sjúkraliði, áður til heimilis
í Mosfellsbæ,
lést á heimili sínu í Horsens í Danmörku
fimmtudaginn 10. mars.
Lára Ólafsdóttir
Greta Guðjónsdóttir Ólafur Ingvar Guðjónsson
Salgerður Jónsdóttir Ólafur Ásmundsson
Lára Vigdís Ólafsdóttir Guðjón Valur Ólafsson
70 ára afmæli
Jón Marteinn
Guðröðarson
Ég er að verða 70 ára og af því tilefni
verður síðasta sjóferðin.
Það verður ýtt úr vör í þessa ferð 19. mars
frá Haukahúsinu í Hafnarfi rði.
Brottför áætluð kl. 19.00. Þeir sem vilja
vera í áhöfn eru vinsamlegast beðnir
um að lögskrá sig og sína sem fyrst á
jonmartein@gmail.com
eða sms 862 5008, sími 845 3555
Kveðja
Jón Marteinn Guðröðarson
Útfararþjónustan ehf.
Stofnað 1990
Símar: 567 9110 & 893 8638
www.utfarir.is • runar@utfarir.is
Alhliða útfararþjónusta
Rúnar
Geirmundsson
Sigurður
Rúnarsson
Elís
Rúnarsson
Þorbergur
Þórðarson
Innilegar þakkir færum við öllum þeim
sem sýndu okkur samúð, hlýhug og
vináttu við andlát og útför vinar okkar
og frænda,
Þórólfs Valgeirs
Þorleifssonar
Blikahólum 12, Reykjavík.
Ingibjörg Benónísdóttir
Matthildur Eiríksdóttir
systkinabörn og aðrir aðstandendur
Ástkær eiginkona mín, móðir okkar,
tengdamóðir, amma og langamma,
Erna E. Olsen
Eiðistorgi 5, Seltjarnarnesi,
sem lést 5. mars, verður jarðsungin frá Dómkirkjunni
mánudaginn 14. mars kl. 15.00. Þeim sem vilja minn-
ast hennar er bent á FAAS – samtök aðstandenda
Alzheimersjúklinga. Við viljum þakka Jóni Snædal
lækni og starfsfólki Landakotsspítala, deild L-4, fyrir
alúðlega og hlýja umönnun.
Jón Ágúst Ólafsson
Ellen Ragnheiður Jónsdóttir Hjörtur Cyrusson
Arnar Jónsson Steinunn H. Hannesdóttir
Róbert Jónsson