Fréttablaðið - 12.03.2011, Side 74
12. mars 2011 LAUGARDAGUR46
krakkar@frettabladid.is
46
Svör:
Þú getur sent brandara til krakkar@frettabladid.is
1. Hvenær sást
Mikki mús fyrst
opinberlega?
2. Hvenær á hann
afmæli?
3. Hvað hét
myndin sem
hann birtist í?
4. Hvernig leit
hann upp-
haflega
út?
5. Hverjir eru
helstu félagar
Mikka?
6. Hvað er Mína
mús gömul?
7. Hvað hefur Mikki
mús kom fram í
mörgum þáttum?
Magga fór að kaupa skó.
„Hvernig eru þessir?“ spurði
skókaupmaðurinn.
„Þeir eru dálítið þröngir,“
sagði Magga.
„Prófaðu að toga tunguna
út,“ sagði skókaupmaðurinn.
„Nei, þeið eðu ennþá þðöng-
ið,“ sagði Magga.
Örn Ingi og Ari voru að tala
saman um mat.
Örn: -Ég er búinn að borða
nautakjöt alla mína ævi og er
sterkur eins og naut!
Ari: -Skrítið, ég hef borðað
fisk alla mína ævi og ég kann
samt ekki að synda!!!
Móðir við son sinn:
Jón læsti lyklana sína inni í
bílnum í gær. Við vorum öll
mjög áhyggjufull vegna þess
að það tók tvo tíma að ná
okkur pabba þínum út.
1. Í teiknimynd árið 1928, eða fyrir heilum 83 árum!
2. Hann á afmæli hinn 18. nóvember.
3. Gufubáturinn Villi var fyrsta hljóðteikni-
myndin.
4. Hann var með alsvört augu og fékk ekki
hvítu í augun fyrr en árið 1938, þegar hann var
tíu ára gamall. Ástæðan var sú að Andrés Önd
var þá orðinn vinsælli og rétt þótti að lappa upp
á útlit Mikka. Um leið fékk hann betri föt.
5. Hann hangir oftast með Guffa, Plútó
og Mínu mús, sem jafnframt er kær-
astan hans.
6. Mikki mús og Mína mús eru
nákvæmlega jafngömul, 83 ára. Þau
komu bæði í fyrsta skipti fram í teikni-
myndinni Gufubáturinn Villi.
7. Hann hefur komið fram í yfir 150 þáttum og óteljandi
blöðum.
Hvenær byrjaðir þú að leika?
Ég bara man það ekki. Það
hefur verið í einhverju skóla-
leikriti fyrir löngu síðan. En ég
byrjaði að fara á leiklistanám-
skeið hjá Leynileikhúsinu þegar
ég var 9 ára. Þar var ég í þrjár
annir og svo eina önn í Borgar-
leikhúsinu.
Hvert var fyrsta hlutverkið?
Fyrsta hlutverkið sem ég fékk
eftir að hafa farið í prufu var
rosa skemmtilegt í mjög skrítnu
leikriti. Ég lék pabba sem átti
son sem var að fara að gifta sig.
Svo fór allt í steik og meðal ann-
ars voru plöntur á sviðinu sem
voru að borða alla. Vinir og ætt-
ingjar mínir eru enn að tala um
hvað þetta hafi verið skemmti-
lega skrítið og fyndið.
Hvert er eftirminnilegasta hlut-
verk þitt, fyrir utan bíómynd-
ina? Ég verð að segja að það var
skemmtilegast að fá að leika
Hrapp í Óliver Twist í Þjóð-
leikhúsinu árið 2009. Það er
örugglega það skemmtilegasta
sem ég hef gert í mínu litla
lífi.
Ætlarðu að verða leikari? Ég
er ekki alveg viss, ég þarf
að hugsa það. En ég er svo
ungur að ég hef nægan tíma
til að ákveða mig.
Okkar eigin Osló er fyrsta
myndin sem þú leikur í.
Varstu stressaður fyrir
framan myndavélarn-
ar? Nei, ég var ekkert
stressaður því það var
svo skemmtilegt og
gott fólk sem ég var
að vinna með. Mynda-
tökumennirnir, leik-
stjórinn, hinir leikar-
arnir, sminkurnar,
þetta var allt svo ynd-
islegt fólk þannig að
þetta var bara eins og
að teikna á blað, auðvelt
og skemmtilegt.
Var ekkert erfitt að leika á
móti öllum þessum stjörnum?
Nei, nei. Alls ekki. Þau er
öll svo frábær. Svo þekkti ég
líka Þorstein fyrir. Hann er
giftur einni af bestu vinkon-
um mömmu og hann er svo
skemmtilegur að ég vissi alveg
að þetta yrði ekkert mál.
Fór einhvern tímann eitthvað
úrskeiðis við tökur á myndinni?
Þetta gekk allt rosalega vel og
það voru engin stór vandamál.
Í einu atriðinu fór ég reyndar
alltaf að hlæja þegar ég átti
ekki að hlæja, þegar ég var að
leika á móti Maríu Hebu Þor-
kelsdóttur.
Svo var reyndar eitt atriði,
svona matarboð, þar sem ég átti
að vera að borða snakk. Fyrst
var ég rosalega ánægður
með að fá að borða snakk
og drekka kók í senunni
en eins og oft þá þurfti
að taka senuna upp oft.
Alla vega tíu sinnum eða
oftar. Ég borðaði og borð-
aði og þegar við vorum
búin þurfti ég að hlaupa
út og ældi næstum því.
Stóð bara þarna og kúg-
aðist, var búinn að borða
allt of mikið af snakki.
Hvað ráðleggur þú
þeim krökkum að gera
sem langar að leika?
Farið í Leynileikhúsið.
Það er algjör snilld.
Þar eru frábærir
kennarar og rosalega
skemmtileg námskeið.
Krakkarnir eru líka
æðislegir. Svo er líka
að fylgjast vel með
og fara í prufur. Það
gengur kannski ekkert
alltaf en maður fær
reynslu í hvert skipti
sem maður fer.
Að lokum, ef þú mætt-
ir leika hvaða hlut-
verk sem er, hvaða
hlutverk myndir þú
vilja leika? Ef ég væri
ógeðslega massaður,
ógeðslega nettur og rosa kyn-
þokkafullur, þá væri ég alveg til
í að leika James Bond.
LANGAR AÐ LEIKA BOND
Valgeir H. Skagfjörð fer á kostum í bíómyndinni Okkar eigin Osló, sem er nú í
bíóum víðs vegar. Þrátt fyrir að vera bara 13 ára hefur hann leikið heilmikið.
WWW.CRUCIAL-CREW.ORG/WHAT-IF/ er erlend vefsíða fyrir
krakka þar sem hægt er að æfa viðbrögð við ýmsum hættum.
Ég verð að
segja að það
var skemmtilegast að
fá að leika Hrapp í
Óliver Twist í Þjóð-
leikhúsinu árið 2009.
Það er örugglega það
skemmtilegasta sem
ég hef gert í mínu
litla lífi.
Á Vísi er hægt að horfa
á myndskreyttan upp-
lestur úr þessum sígildu
ævintýrum.
Hlustaðu á Dísu ljósálf
og Alfinn álfakóng á Vísi
Ævintýrið um Dísu ljósálf kom fyrst út á íslensku árið
1928 í þýðingu Árna Óla og hefur margsinnis verið
endurprentað. Dísa ljósálfur er ein klassískra sagna holl-
enska meistarans G.T. Rotman, sem fylgt hafa íslenskum
börnum í tugi ára.