Fréttablaðið - 12.03.2011, Side 80

Fréttablaðið - 12.03.2011, Side 80
12. mars 2011 LAUGARDAGUR52 Tónlist ★★★★ Tríó Reykjavíkur Hafnarborg Ónefndur gagnrýnandi hneykslað- ist einu sinni á því að Tríó Reykja- víkur skyldi ekki halda tónleika sína í Reykjavík. Tríóið kemur jú alltaf fram í Hafnarborg í Hafnarfirði og hefur gert það frá byrjun, eftir því sem ég best veit. Mér finnst það fínt. Hafn- arborg, sem er gallerí, er skemmti- legur tónleikasalur. Salurinn er svo opinn og víður, en samt er maður í notalegri nálægð við tónlistarfólkið. Gunnar Kvaran, sellóleikari Tríós- ins, kynnir ætíð dagskrána og gerir það vel. Hann hefur þægilegan tal- anda, er hátíðlegur – en þó er stutt í kímnina. Stemningin er eins og að vera heima í stofu hjá listafólkinu. Ekki í kuldalegum, ópersónulegum tónleikasal. Þetta eru kammertón- leikar, þ.e. stofutónleikar í orðsins fyllstu merkingu. Tónleikarnir á sunnudagskvöld- ið voru engin undantekning. Dag- skráin hófst á stórbrotnu verki eftir Beethoven, Erkihertogatríóinu svo- kallaða. Það heitir þessu nafni eftir erkihertoganum í Austurríki. Hann sótti tónsmíðatíma hjá Beethoven sem tileinkaði honum verkið. Tón- skáldið spilaði á píanóið þegar tríó- ið var frumflutt og það heppnaðist vægast sagt illa. Beethoven var að verða heyrnarlaus, og hann lamdi píanóið til að heyra í sjálfum sér. Þetta var í síðasta sinn sem hann kom fram opinberlega sem píanó- leikari. Flutningurinn nú tókst mun betur! Peter Maté, píanóleikari hópsins, spilaði mjúklega, en samt af viðeigandi krafti, leikur hans var skýr og öruggur og í prýðilegu jafnvægi við raddir hinna hljóðfær- anna. Þau Gunnar Kvaran og Guðný Guðmundsdóttir fiðluleikari léku líka fallega, af fölskvalausri ein- lægni og næmri tilfinningu fyrir framvindu og heildarmynd tón- smíðarinnar. Útkoman var sérlega lífleg; þetta var grípandi túlkun. Nýtt verk leit dagsins ljós á tón- leikunum, „Eflaust“ eftir Halldór Smárason. Undirtitillinn var „gera allir einhvern tímann hluti sem þeir síðar sjá eftir“. Halldór er fæddur 1989 og sigraði í samkeppni sem Tríó Reykjavíkur efndi til á meðal tónsmíðanema í Listaháskólanum. Tónlistin hans var flott, byggðist á áleitnum hugmyndum sem þróuðust skemmtilega. Þær fóru í gegnum spennandi umbreytingar og hlutu óvænt örlög, sem samt voru rök- rétt. Dramað sem titillinn vísaði til skilaði sér í sannfærandi strúktúr, óhugnanlegum á köflum. Halldór er greinilega efnilegt tónskáld. Lokaatriði dagskrárinnar var hið kraftmikla tríó op. 67 eftir Sjostakóvitsj, ein aðgengilegasta kammertónsmíð tónskáldsins. Hún er tileinkuð minningu vinar hans, Ivan Sollertinsky. Hann var gyðingur og Sjostakóvitsj byggði því hluta verksins á klezmer-tón- list, eins konar þjóðlegri danstón- list gyðinga. Í verki Sjostakóvitsj er sorgin þó yfirgnæfandi og líka óhugnaður. Enda lést Sollertinsky árið 1944, þegar fréttir voru farnar að berast af örlögum ótal gyðinga í fangabúðum nasista. Þessi myrka stemning var heillandi í meðförum Tríósins. Túlkunin var tilfinningaþrungin, og tæknileg atriði á borð við samspil, hraðar tónahendingar og óljós, en merkingarþrungin blæbrigði, voru glæsilega útfærð. Óneitanlega var þetta rafmagnaður flutningur. Jónas Sen Niðurstaða: Vel samsett dagskrá, vandaður flutningur og nýtt, spenn- andi verk var frumflutt. Eflaust glæsilegt Sýning á 25 verkum úr textasam- keppni Hugvísindasviðs Háskóla Íslands var opnuð í Kringlunni í gær. Samkeppnin er haldin í til- efni af aldarafmæli skólans og var öllum nemendum, kennurum og öðru starfsfólki Háskólans boðið að taka þátt. Hátt í tvö hundruð textar bár- ust í keppnina og valdi dómnefnd 25 texta af ýmsu tagi til sýning- arinnar. Í dómnefnd sátu Oddný Eir Ævarsdóttir, Rúnar Helgi Vignisson og Sigurbjörg Þrast- ardóttir. Við val á textum reyndi dómnefndin að endurspegla sem mesta fjölbreytni; í textunum er fengist við persónulega reynslu jafnt sem akademíska hugsun og það í ýmsum formum, til dæmis ljóðum, smáprósum, örsögum og stuttum einþáttungum. Sýningin er beint fyrir framan ÁTVR á 1. hæð í Kringlunni. Hún stendur til 19. mars en þá verða úrslit keppn- innar tilkynnt. Þrjú bestu verkin að mati dómnefndar verða síðan birt í Fréttablaðinu. Textasýning í Kringlu FRÁ SÝNINGUNNI Alls bárust um 200 verk í textasamkeppni Hugvísindasviðs HÍ en dómnefnd hefur valið 25 verk sem sýnd eru í Kringlunni. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN Sun. 13. mars kl. 20.00 Fim. 17. mars kl. 20.00 Sun. 20. mars kl. 20.00 Fös. 8. apríl kl. 20.00 - í HOFI, Akureyri. Lau. 9. apríl kl. 20.00 - Í HOFI, Akureyri. MIðasala á www.midi.is og í síma 562-9700 Allra síðustu sýningar! Þetta er lífi ð ... og om lidt er kaffen klar! E.B. Fréttablaðið J.V. V. DV. K.H.H.Fréttatíminn. J.S.Bach BWV 245 Sunnudaginn 3. apríl 2011 kl. 17 Minningartónleikar um Áskel Jónsson söngstjóra f. 5. apríl 1911. Hallgrímskirkja Reykjavík Menningarhúsið Hof Akureyri Laugardaginn 2. apríl 2011 kl. 17 Föstudaginn 1. apríl 2011 kl. 20 Jóhannesarpassía FRÉTTIR VIÐSKIPTI ÍÞRÓTTIR LÍFIÐ UMRÆÐAN MEIRI FRÓÐLEIKUR Meiri Vísir.

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.