Fréttablaðið - 12.03.2011, Síða 94

Fréttablaðið - 12.03.2011, Síða 94
12. mars 2011 LAUGARDAGUR66PERSÓNAN „New York var alveg æðisleg.“ segir förðunarfræðingurinn Ísak Freyr Helgason, en Fréttablaðið sagði frá því fyrir áramót að Ísak hefði í hyggju að flytja af landi brott og reyna fyrir sér í tísku- bransanum erlendis. Ísak og vinur hans, Þorsteinn Blær Jóhannsson, héldu því til New York í janúar í von um að fá einhverja vinnu þar ytra. „Við náðum frekar lítið að vinna þarna úti, enda er borgin ótrúlega hröð og endalaus „aksjón“ í gangi. Ég var samt í sambandi við fullt af fólki og safnaði netföngum og tengiliðum,“ segir Ísak. Þeir félagar skelltu sér út á lífið á meðan á dvölinni stóð og rákust þá á hinn heimsfræga kynskipting Amöndu Lepore. „Amanda var alveg ótrúlega eðlileg. Hún kom og talaði við mig og ég pældi ekkert í því hvað hún væri strekkt í framan, hún virkaði bara ótrúlega jarðbund- in og fín,“ segir Ísak. Ferðinni var fljótlega heitið heim á leið, enda nóg af verkefnum fyrir Ísak hér á landi. „Það er búið að vera mikið að gera síðan ég kom heim, alls konar verkefni og svona. Ég ákvað því bara að bíða aðeins með flutninga og fara bara út þegar ég er búinn með mitt hér heima,“ segir Ísak, en hann er núna á kafi í undirbúningi fyrir Reykjavík Fashion Festival. Ísak sá einnig um að hanna förðunina fyrir dansverkið Sinnum þrír sem Íslenski dansflokkurinn setur upp í Borgarleikhúsinu nú í mars. Þrátt fyrir að hafa fílað New York í tætlur ætlar Ísak ekki að flytja þangað en er staðráðinn í að finna sig í annarri stórborg. „Ég fíla mig miklu betur í Evr- ópu, í borg eins og London, og vonast til að flytja þangað í júní eða einhvern tímann yfir hásum- arið.“ kristjana@frettabladid.is ÍSAK FREYR HELGASON: SAFNAÐI NETFÖNGUM OG TENGILIÐUM Hitti heimsfrægan kynskipting í New York MUN EÐLILEGRI EN HÚN LÍTUR ÚT FYRIR AÐ VERA Ísak hitti Amöndu Lepore á klúbbi í New York og segir hann að Amanda hafi virkað ótrúlega eðlileg og fín. „Þetta leggst mjög vel í mig,“ segir Eyjamaðurinn Magnús Berg Magnússon. Hann og nokkr- ir félagar hans sem eru búsett- ir í Kaupmannahöfn ætla í dag að minnast afreksins þegar Guð- laugur Friðþjófsson synti sex kíló- metra í land eftir að Hellisey fórst skammt undan Vestmannaeyjum. Þeir synda í 25 metra sundlaug í Frederiksberg í Kaupmannahöfn og átti sundið að hefjast klukkan sjö í morgun að staðartíma. Ferð- irnar verða 240 ætli þeir að synda kílómetrana sex. „Það er mjög auðvelt að koma sér í gírinn þegar maður hugsar út í að maðurinn synti þetta í ísköldum sjónum um hávetur. Þetta er lítið mál þegar maður er kominn af stað,“ segir hinn 24 ára Magnús Berg sem stundar mastersnám í fjármálum. Hann hefur einu sinni áður synt til heiðurs Guðlaugi í Kaupmanna- höfn. Einnig hefur hann synt í Eyjum þar sem afreksins hefur verið minnst á hverju ári síðan 1985 í Sundhöll Vestmannaeyja og hefur Friðrik Ásmundsson, fyrr- verandi skólastjóri Stýrimanna- skólans, haldið utan um það. Aðspurður hvort það sé ekki erf- itt að líkja eftir afreki Guðlaugs segir Magnús að það sé ómögu- legt. „Það er ekki hægt að líkja eftir þessu afreki eða aðstæðunum sem Guðlaugur þurfti að ganga í gegnum.“ - fb Synda Guðlaugssund í Köben SYNDIR 6 KÍLÓMETRA Magnús Berg Magnússon og félagar synda í Kaup- mannahöfn til að minnast afreks Guð- laugs Friðþjófssonar. Helga Lilja Magnúsdóttir Aldur: 27 ára Starf: Fatahönnuður Búseta: 101 Reykjavík. Fjölskylda: Foreldrar mínir heita Lovísa Fjeldsted og Magnús Böðvarsson. Stjörnumerki: Krabbi. Helga Lilja tók þátt í tískuvikunni í New York á dögunum. Hönnunarfyrirtækið Andersen & Lauth hefur ákveðið að endurgera gömul jakkaföt frá klæðskeraverk- stæðinu A&L sem starfrækt var frá árunum 1908 til 1975. „Okkur langar að athuga hvort ekki leynist enn fágæt eintök af Andersen & Lauth jakkafötum í fataskápum landsmanna. Það sem við viljum gera er að endurgera jakkafötin í sem nákvæmastri mynd og taka inn eins og tvenn slík jakkaföt í hverri línu. Við vilj- um fá að skoða jakkafötin, mynda þau og mæla svo hægt sé að sauma eftir þeim,“ útskýrir Gunnar Hilmarsson, annar eigenda And- ersen & Lauth. Hann segir mikinn fjölda karlmanna hafa keypt sér jakkaföt frá fyrirtækinu á sínum tíma og því sé hann vongóður um að finna nokkur slík. „Pabbi minn lét til að mynda sérsauma á sig jakkaföt hjá A&L fyrir skírnina mína og notaði þau svo næstu tutt- ugu árin,“ segir Gunnar. „Það er mikil saga sem fylgir þessu nafni og margir eldri herra- menn fá stjörnur í augun þegar minnst er á klæðskeraverkstæð- ið,“ segir Gunnar að lokum. Þeim sem luma á gömlum jakka- fötum frá fyrirtæk- inu er bent á að hafa samband við skrif- stofu Andersen & Lauth í síma 578- 1778. - sm Endurgerir sígild íslensk jakkaföt LEITAR UPPRUNANS Gunnar Hilmarsson hjá Andersen & Lauth segir fyrirtækið ætla að endurgera áratugagömul jakka- föt frá klæðskeraverkstæðinu Andersen & Lauth. Hér má sjá jakkaföt úr smiðju klæðskeraverkstæðisins annars vegar og ný jakkaföt frá Andersen & Lauth hins vegar. FRÉTTABLAÐIÐ/ARNÞÓR Lau 12.3. Kl. 19:00 Mið 16.3. Kl. 19:00 Fim 17.3. Kl. 19:00 Lau 26.3. Kl. 19:00 Fim 31.3. Kl. 19:00 Síð.sýn. Íslandsklukkan (Stóra sviðið) Sun 13.3. Kl. 13:30 Sun 13.3. Kl. 15:00 Sun 20.3. Kl. 13:30 Sun 20.3. Kl. 15:00 Sun 27.3. Kl. 13:30 Sun 27.3. Kl. 15:00 Sindri silfurfiskur (Kúlan) Allir synir mínir (Stóra sviðið) Sun 13.3. Kl. 14:00 Sun 13.3. Kl. 17:00 Sun 20.3. Kl. 14:00 Sun 20.3. Kl. 17:00 Sun 27.3. Kl. 14:00 Sun 27.3. Kl. 17:00 Sun 3.4. Kl. 14:00 Sun 3.4. Kl. 17:00 Sun 10.4. Kl. 14:00 Sun 10.4. Kl. 17:00 Sun 17.4. Kl. 14:00 Sun 17.4. Kl. 17:00 Ballið á Bessastöðum (Stóra sviðið) Ö Fös 18.3. Kl. 20:00 4. sýn Lau 19.3. Kl. 20:00 5. sýn Fim 24.3. Kl. 20:00 6. sýn Fös 25.3. Kl. 20:00 7. sýn Fös 1.4. Kl. 20:00 8. sýn Lau 2.4. Kl. 20:00 Fim 14.4. Kl. 20:00 Lau 30.4. Kl. 20:00 Brák (Kúlan) Fös 18.3. Kl. 20:00 Fös 8.4. Kl. 20:00 Ö Ö U Ö Ö Ö Ö Ö Ö Sun 13.3. Kl. 20:00 Lau 19.3. Kl. 20:00 Sun 20.3. Kl. 20:00 Fim 24.3. Kl. 20:00 Aukas. Fös 25.3. Kl. 20:00 Sun 27.3. Kl. 20:00 Mið 30.3. Kl. 20:00 Lau 2.4. Kl. 20:00 Hedda Gabler (Kassinn) U U U Ö Ö Ö Ö Ö Ö Ö Ö Ö Ö Ö U Ö U U Ö Ö Ö U U Ö í Perlunni 9.-13. mars Veitingahúsið Perlan · Sími: 562 0200 · Fax: 562 0207 Netfang: perlan@perlan.is · Vefur: www.perlan.is Heilsteikt öndHEIL ÖNDT 8.15 Morgunverður framreiddur 8.30 Ögmundur Jónasson, innanríkisráðherra, ávarpar fundinn 8.40 Hrefna Friðriksdóttir, höfundur skýrslu um ættleiðingar á Íslandi: Staða og framkvæmd ættleiðinga - er breytinga þörf? 9.05 Hörður Svavarsson, formaður Íslenskrar ættleiðingar: Í upphafi var orðið. Í tilefni af skýrslu um ættleiðingarlöggjöfina og framkvæmd ættleiðingarmála á Íslandi 9.25 Snjólaug Elín Sigurðardóttir, MA-nemi og kjörforeldri: Fjölskyldur ættleiddra barna af erlendum uppruna – fræðsla og stuðningur 9.40 Umræður ÆTTLEIÐINGAR Á ÍSLANDI: Í þágu hagsmuna barns Innanríkisráðuneytið boðar til opins morgunverðarfundar um ættleiðingar á Íslandi miðvikudaginn 16. mars næstkomandi. Fundurinn fer fram í Iðnó og stendur frá 8.15-10.00. Hægt verður að kaupa morgunverð á staðnum fyrir 650 krónur.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.