Sameiningin

Árgangur

Sameiningin - 01.10.1925, Blaðsíða 3

Sameiningin - 01.10.1925, Blaðsíða 3
Mánaðarrit til stuðnings kirtyu og kristindómi íalendings gefiff út af hinu ev. lút. kirtyufélagi fsl. % Vestrheivn XL. árg. WINNIPEG, OKTOBER, 1925 Nr. 10. Höfuðatriði kristindómsins. III. JESÚS SJÁLFUR. Svo sem aÖ var vi'kiÖ í þættinum hér á undan, er atSal- atriöiö í guðfræhi Jesú sjálfur .hann, eÖa þaö, ,sem hann kennir um sjálfan sig. Það gildir lítið, hvaö aörir kenna um Jesú, — endá er það öljum mönnum ofætlun og gera grein fyrir honum og eðli hans. Þaö gildir eitt, ,sem Jesús hefir kent um sjálfan sig. Um það hlýtur öllum lærisvinum hans að koma saman: aö taka kenningu hans sjálfs gilda,. Þaö sem liggur fyrir mönnum, er ekkert annað en það, að lesa guöspjöllin og athuga það, sem Jesús kennir um sjálfan sig. Hér verður vikið að þvi helzta, sem Jesús hefir kent um sjálfan sig. i. Köllun Jesú. Þegar frá upphafi var Jesús sér meövitandi þess, að hann væri sendur af Guði. Fyrir því flutti hann kenningu sína eins og sá, er vald haföi, en ekki eins og fræðimennirnir fMark. I, 221; Matt. 7, 89; Lúk. 4, 32). Svo fast kveöur Jesús að oröi um þaö, að vald s'itt hafi komið frá Guði, aö hann segir, aö hver sem meðtaki sig, meðtaki þann, sem sendi hann, og hver sem hafni sér, hafni þeim, sem sendi hann þMark. 9, 37; Matt. 10, 40; Lúk. 9, 48; 10, 16J. í dæmisögunni likir Jesús sér viö elskaða son- inn, sem víngarðeigandinn sendi til vínyrkjanna. fMark. 12, 6; sbr. Matt. 23, 34-37; Lúk. 13, 34J. Um Messías höfðu Gyð- ingar talað sem þann, er koma ætti fMatt. 11, 3J, og þau um- mæli heimfærði Jesús upp á sig (Matt. 23, 39J. Jesús tekur það skýrt fram, til hvers hann sé sendur og kominn í heiminn.

x

Sameiningin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sameiningin
https://timarit.is/publication/673

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.