Sameiningin

Árgangur

Sameiningin - 01.10.1925, Blaðsíða 16

Sameiningin - 01.10.1925, Blaðsíða 16
270 kvöldinu, hefir breiðst út um landiS á þessum fjórum áratugum; fólkiö kennir hana börnum sínum, og hún er stööugt aö útbreiöast. Ekki veit eg um neinn kraft undir himninum, er geti hamlaö út- breiöslu hennar, eöa um nokkurn kraft, er geti svo mikiö sem breytt henni. Eg segi ykkur það satt, að eg er ekki fremur skáld en kindin er geit, en á þessu sama kvöldi þýddurn viö yfir á Tonga-málið styzta sálminn, sem til er á ensku. Styzti sálmurinn er: “Komi’ð tií Jesú” — þrjú orö. Viö vorum sparsamir; við komum hugsuninni fyrir í tveim oröum:. “Vómó Jesú.” Við höfðum svo ibæflarstund morgun- inn eftir og sungum' sálminn í dúr,t eni það er tónstig, sem kristnar þjóðir hafa aldrei þekt. Seinna kendurn við þeim að syngja: “Sálar minnar sanni vin,” og “Hærra, minn Guð, til þín,” og þeir sálmar hafa nú breiö&t út um afar víðlent flæmi. Fólkið, sem syngur þá, skiftir hundruðum þúsunda. Næsti dagurinn átti sér líka morgunstund. Eg var að koma hirzlum fyrir og þurfti að nota sög. Tók eg þá fjalarbút og hrip- aði á hann meö blýanti: “Fáðu drengnum sögina,” og sendi svo drenginn með fjölina til konunnar minnar. Það var pilturinn, sem hafði talað til mín á súlúsku kvöldið áður. Hann tekur fjölina, heldur henni sem lengst burtu frá sér, eins og hún væri einhvers konar “meðal” eða töfragripur, sem hann gæti skaðað sig á; fer með hana þangað, sem lconan mín var að vinna, stendur þar tein- réttur, teygir frá sér fjalarbútinn. og fær henni hann. Konan lítur á fjölina, fleygir henni niður, og sendir drenginn til min með sög- jna. Hann kom til mín aftur, hélt söginni frá sér sem allra bezt, og undrunarsvipurinn skein út úr andlitinu. “Um hvað ert þú að hugsa, drengur minn?” spurði eg. Hann rétti úr sér, litur beint framan í mig, og segir: “Hvíti maður, gefðu mér ögn af þessu meðali.” Þetta var í fyrsta skifti, sem nokkur. maður í hans þjóðflokki varð þess vís, aö hugsun yrði látin í ljós á annan hátt en munnlega. Það var honum alveg ný hugmynd. Og heiðnin sýndi mæta-vel hugsunarhátt og sjónarmið svertingjanna. Þeir kæra sig ekkert um okkur hvítu mennina. Þeim lízt ekki tbetur á okkar hörundslit, heldur en okkur á þeirra. En það vita þeir, að við, búum yfir þekkingu, sem þá skortir. Höfðingjar þeirra koma til okkar, falla á kné, hakla út báðum höndum og segja: “Hvíti maður, gefðu okkur meðalið, sem lætur okkur vita alt, sem hvítu mennirnir vita!” Það vilja þeir eignast. Og litlu síðar segja þeir: “Ó hvíti maður, gefðu okkur meðalið, sem lætur okkur lifa og lifa um allar aldir!” Ein- mittt sá hlutur, sem Kristur vill veita þeim, það er “meðalið,” sem þeir biðja um. Eftirsóknin eftir þessum “meðulum” oklcar hvítu mannanna er ekki lítil. Það er oft urmull af fólki á jörðinni alt í kringum okkur. Fólk, fólk alstaðar. Sandurinn svartur af fólki. Mætti með sanni segja það, að akrarnir væru svartir til uppskerunnar. Fólkið bíður

x

Sameiningin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sameiningin
https://timarit.is/publication/673

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.