Sameiningin

Árgangur

Sameiningin - 01.10.1925, Blaðsíða 33

Sameiningin - 01.10.1925, Blaðsíða 33
287 minna en það, að leggja Island aftur undir páfastóUnn, og að hun gerir sér hinar glœsilegustu vonir um að það muni takast, ef nóg' er lagt fram af fé og mannafla til þess að au'ka starfiÍS og efla. NiS- urstaðan er enn fremur sú, a‘5 kaþólska kirkjan hafi unniö á undan- fariö og vinni sífelt á, þótt hægt fari, já, vinni jafnvel bezt á, þah sem hún fer hægast og gætilegast, og kemur a5 mönnum grun- lausum. En stefna þessara hugleiöinga eöa tilgangur er sá, aö vekja prestastétt íslands og aöra kristna áhugamenn þjóöarinnar til íhug- unar um þetta fnál, og til einhverra aðgeröa, ef unt væri og þörf þætti. Aö sjálfsögðu getur framsókn .kaþólskar kirkju gefið oss bendingar um ýmislegt, sem betur mætti fara hjá oss, svo sem þaö, að kirkjuhúsunum lútersku ætti að sýna meiri rækt og sóma, að auka ætti á lotning og hátíðarblæ viö guðsþjónustur vorar, að ekki ætti að láta hina köldu skynsemi slökkva trúna á 'hiö dásamlega og dul- arfulla, aö auka ætti kærleiksafskifti kirkjunnar af sjúkum og þjáö- um og öllum, er mæðast tmdir þungum byrðum, aö vinna ætti enn meira starf af kirkjunnar hálfu fyrir trúarlegt og siöferðilegt upp- eldi barna og unglinga, og að vinna ætti að því aö breyta skóla- og iræðslufyrirkomulagi voru í þá átt. Margt annað fleira mætti sjálfsagt nefna. En eg nefni að eins eitt enn, þaö sem felur alt ,þetta og annaö í sér, aö íslenzk-evangelisk kirkja iprédiki Krist, ,kraft Guös og speki Guðs, í orði og verki, utan kirkjuhúss sem inn- an, prédiki Krist þannig, aö hann höndli og haldi föstum hjörtum landsins barna nieð sigurmætti sannleikans, hann sjálfan, án nokk- urrar mannlegrar milligöngu eða mannadýrkunar. Kaþólskir vildu láta allsherjar þing sitt í Amsterdam 1925 verða Kirsti og páfanum til dýrðar.*J — En sannevangeliskir menn vilja, að allar þeirra samkomur og alt þeirra líf megi verða Kristi og honum einum til dýrðar. Það sýnir mun hins kaþólska og evangeliska viöhorfs frá einni hliö. Og eg efast eigi um, að hið evangeliska viðhorfiö er vort, og að vér viljum í samræmi við það gæta Guðs hjarðar. En svo var það í öðru lagi tilgangur þessa erindis, að beina því til biskups og pretsastefnunnar, hvort það álitist æskilegt eða mögulegt, að verða við þeirri beiðni þýzkra mótmælenda, að senda héðan í nafni íslenzkrar kirkju og þjóðar mótmæli gegn röngum staðhæfingum van Rossums, er oss snerta. — Eins og eg gat um i upphafi, hafa þrjú Norðurlöndin, sem eg veit um með vissu, sent sín svör. En um Danmörku er mér ekki eins kunnugt. Svörin frá andlegum stéttum Sviþjóðar og Finnlands hefi eg við hendina, og eru þau hin ákveðnustu, og bera vott um þunga vandlætingu og réttláta gremju vegna þeirra undarlegu staðhæfinga, sem van Rossum hefir látið frá sér fara um þjóðir þeirra. Og undirrituð eru þessi svör af ágætum mönnum, svo sem Lindberg biskupi í *) Sbr. Kristendomen och v&r tid, 19. árg., 11.-12. h„ hls. 353.

x

Sameiningin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sameiningin
https://timarit.is/publication/673

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.