Sameiningin

Árgangur

Sameiningin - 01.10.1925, Blaðsíða 13

Sameiningin - 01.10.1925, Blaðsíða 13
207 af trúboÖi Williams fyrir sjónir, aS minsta kosti. Vera má, að einhverjum öðrum fagnaSarboða hefði tekist jafn vel; en á meSal þeirra tólf þúsunda, sem byggja bæinn, munu langflestir vera fúsir til að reisa Williams minnisvarða og gefa honum all- ar þakkirnar.” Fregnritinn fann Williams sjálfan að máli og bað um áilt hans á viðburðunum i Iíerrin. “Mannlega talað,” sagði Williams, “þá voga eg mér ekki að kenna neinum sérstökum manni eða félagsskap um< ástandiö. Það sem að gekk var gamla meinið: syndin hafði grafið um sig og þurfti að upprætast, áður en hægt væri að hreinsa til í bæn- um. Og það er ekki. til nema ein lækning við syndinni. Kristur er lækningin. “Mér hefir skilist, að eg ætti að fara út í heiminn og boða mönnum Ivrist. En sérhver framiboðsmaður þarf að þekkja það, sem hann hefir að bjóða. Mörg hundruð menn í Herrin, sem höfðu hatað hver annan eða lifað í svalli og saurlífi, eða ver- ið vínsmyglar, morðvargar, duflarar eða drykkjusvampar, hafa bætt ráð sitt og orðið kristnir menn. Drottinn hefir með lögum sínum og guðdómlegri miskunn sannað það, að yfirmannlegur kraftur er nauðsynlegur til að betra. mannshjartað. “Sönn siðferðisbetrun getur ekki komið á undan endurfæð- ingu hjartans. Eigi menn að' fást til að hætta drykkjus’kapnum, þá verður aö veita þeim dýpri hvöt heldur en mannlega ljöggjöf. Ef tíunda hlutanum af peningum þeim, sem nú er eytt í að elta vínsmyglana, væri varið til að reisa trúboðstjöld og senda boð- bera kristindómsins út um landið, þá mætti kveða niður ófögn- uð áfengisins á tólf mánuðum. Eg hefi séð að minsta kosti hundruð vínsmygla ski.past við boðun kristindómsins á síðustu þremur missirum, og flestum þeirra varð það fyrst fyrir að fara út og leiða aðra menn; til Jesúi Krists. “ Þegar eg kom fyrst til Herrin, þá lét eg mannfjöldann Iesa þrettánda kapítulann í fyrra Korintubréfi kvöld eftir kvöld'. Það er kærleikskapítulinn mikli. Þar segir Páll, að ef maður hafi ekki kærleikann, þá sré hann eins og hljómandi málmur eða hvellandi bjalla. Eg hefi reynt að tala í málrómi kærleikans, þótt eg fordæmi syndina hispurslaust.” Hal W. Troillion, ritstjóri blaðsins Herrin News, lagði sama dóminn á um syndir og sinnaskifti Herrinbúa.. “Ekki var það einungis niðurbrot laganna,” segir hann í blaði sínu, “sem olli ])essum ófögnuði. Því var engu síður um að kenna, að bæjar- lýðurinn í held sinni var fallinn frá sannri trú. En nú erum vér

x

Sameiningin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sameiningin
https://timarit.is/publication/673

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.