Sameiningin - 01.10.1925, Blaðsíða 24
278
gerist í viöureign kirknanna erlendis, svo aS vér látum eigi undir
höfuö leggjast aö gera 'það, sem í, voru valdi stendur, til þesss a'ð
styrkja hinn evangeliska málstaS hvar sem er. —i
— Og þá kem eg aö því, sem var eiginlegal fyrsta tilefni þess,
aö eg tala hér í dag. Mér barst í nóvember í vetur bréf frá þýzkum
presti, Wendt að nafni, ritara félags þar í Þýzkalandi, er heitir:
“Die evangelische Gesellschaft :fur Deutschland”, og eg hefi haft
lítilsháttar samband viö. Meö bréfi þessu sendir hann mér bók
Vil'hjálms kardíná'la van Rossum um ferð hans hingað' til Norður-
landa sumariö 1923, sem frumútgefin er á hollenzku, en heitir í
þýzku útgáfunni: “Die religiöse Lage der Katholiken i den nordis-
chen Lándern”. Skýrir bréfritarinn frá því, að: fcók þessi sé notuð
til þess aö safna meðal kaþólskra í Þýzkalandi og Hollandi fé og
annari hjálp til þess að hefja nýja sókn á Norðurlöndum og leggja
■bæði ísland og önnur Norðurlönd aftur undir vald páfans, Mælist
bréfritarinn til þess, að send séu héðan að heiman ákveðin og skor-
inorð mótmæli gegn vissum atriðum í ferðasögu kardínálans. Kveðst
hann hafa sent samskonar tilmæli til kirkjumanna x Danmörku,
Noregi, Svíþjóð og Finnlandi. Kveður hann það mikilsvert, að frá
öllum þessum löndum komi svo skorinorð og skýr mótmæli frá kunn-
ugum og málsmetandi mönnum, að þau eyði aftur þeim- glæsivonum
kaþólskra, sem orð og ummæli kardínálans hafi vakið, þegar bók
hans kom út og varð kunn, en henni var dreift út í Hollandi og
Þýzkalandi í stórum stíl. Er mér nú kunnugt um, að svör Norð-
manna, Svía og Finna hafa komið og verið birt í Þýzkalandi, og
hefi eg sjálfur við hendina hin sænsku og finsku svör. Um við-
horf Dana í þessu máli hefi eg ekki heyrt. En hér er nú að ræðá
um viðhorf vort og vorrar kirkju.
Kem eg þá fyrst að för Vilhjálms kardínála hingað til Iands og
frásögn hans sjálfs um það, sem hann sá og heyrði hér. Kardínál-
inn kom hingað til lands i júlímánuði 1923 frá Danmörku, og fór
svo héðan yfir Noreg, Svíþjóð og Finnland. Hér var honum tek-
ið með kostum og kynjum, enda hafði almenningur úr evangeliskri
átt verið búinn undir komu hans og hvattur til að taka svo merkum
og sjaldgæfum gesti vel, enda ekkert móti því að segja, það þvert á
móti sjálfsögð kurteisi, og jafnframt nauðsyn vegna orðstírs þjóð-
arinnar út á við. Hjartanlegastar voru að sjálfsögðu viðtökur
þær, sem kardínálinn hlaut 'hjá sínum fámenna söfnuði hér í borg-
inni. En einnig af annara hálfu var honum fullkomin virðing sýnd,
enda kom hann öllum fyrir sjónir sem hámentað prúðmenni. Vera
má þó, að kurteisi sú, sem honum var sýnd af opinberri hálfu og
sumra blaðritara, hafi nálgast þarflaust dekur, því að til slíks hætt-
ir oss íslendingum mjög, þar sem tignir gestir útlendir eiga í hlut.
Og slíkt dekur getur stigið ókunnugum svo til -höfuðs, að þeir taki
að gera sér skakkar hugmyndir um hugarfarið, sem bak við liggur.
Og þannig er það sálfræðilega mjög skiljanlegt, að tiginn fulltrúi
-stórrar stofnunar færi henni til tekna þá undirgefni, sem honum