Sameiningin - 01.10.1925, Blaðsíða 7
2C1
að hann væri sendur af GuSi, aS hann væri í .sérstakri merkingu
Guðs sonur (guðssonurww), að hann væri Messías (mannssonur-
inn) og að í þeirri trúí skyldu þeir útbreiða ríki hans um alla ver-
öldina. -------------
Af þeim einu heimildum, sem1 vér höfum fyrir lífi og kenn-
ingu Jesú, er það ljóst, að Jesús hefi.r tileinkað sér eiginleika guð-
dómsins, og þeir, sem þektu hann ibezt, segja svo frá, aS hann
hafi gert sig jafnan föðurnum. Jesús' opinberar Guð með því
aS sýna mönnunum sjálfan sig. Fyrir því er hann sjálfur aðal-
atriði guðfræðinnar.
Þessari kenning Krists um sjálfan -hann hafa lærisveinar
hans trúað alt til þessa dags. Þvi sannfærðari sem menn hafa
orðið’ um guðdóm frelsarans', því betur hafa þeir unnið að því,
að boða hann heiminum og fá mennina til að gefa sig- undir vald
hans. í trúnni á guðdóm Krists hefir kirkjan staðið um allar
aldir og breiðst út um veröldina. Margt má segja um sundur-
lyndi innan kirkjunnar og deilur milli kirkjuflokkanna. Því
undursamlegra er það þá, að nærri undantekningarlaust hefir
allri kristni ávalt komið saman um þetta eina: gufídóm frels-
arans. Um það bera samhljóða vitnisburð játningar allra
kirkjudeildanna á öllum tímum. Og hvað sem menn annars
segja um gildi trúarjátninganna, kemur öllum saman um, að
þær séu vitnisburður um trú játenda sinna. Allar stórdeildir
fornkirkjunnar, gríska kirkjan, rómverska kirkjan og Armeníu-
kirkjan, viðurkendu ummæli Níkeu-játningarinnar um guðdóm
Jesú. Þegar siðbótin lcom, var mörgu hafnað af kenningum
kaþólsku kirkjunnar, en allar deildir Mótmælenda kirkjunnar
voru sammála um það, að gera. guðdóm Jesú að hornsteini trú-
arinnar. Svo er enn í öllum löndum kristninnar, nær því und-
antekningarlaust, og gildir ja.fnt um nýja guðfræði og gamla.
Mótmæli gegn þessum samhljóða vitnisburði Krists sjálfs,
postula hans til) forna og kristninnar á öllum öldum, geta verið
með þrennu móti:
i. Það má halda þvi fram, að Jesús hafi haft rangt fyrir
sér — hafi misskilið bæði Guð og sjálfan sig. Það virðist
manni vera nokkuð hrottaleg tilgáta. Með því er það fullyrt,
að vitrasti og bezti fræðari mannanna, höfundur þeirra trúar-
bragða, sem lyft hafa anda mannsins hæst, og hafið mann’kyn-
ið á það æðsta stig, menningar og siðgæðis, sem það hefir náð,
—i hafi verið sjálfur blektur af draumórum, sem ekki hafi viö
nokkur rök að styðjast. Hann hafi misskiliS Guð, misskilið
sjálfan sig, misskiliö guðssambandið; og með honum og fyrir