Sameiningin - 01.10.1925, Blaðsíða 15
269
urinn ykkar; og alt, sem mér 'hefir tekist aS gjöra', það hafiöi þiö'
gjört. Fyrir því segi eg aö þið hafiö unniö þetta verk með mér.
Á því fyrsta kvöldi var mikill mannfjöldi saman kominn i kring
um okkur. Fólkið sat á jöröinni. Fæstir menn læra aö sitja í stól-
um, fyr en þeir hafa lært aö segja: “Faöir vor.” Þeir nota hælana
fyrir sæti. Mér fanst, aö viö ættum aö hafa kvöldbænastund áöur
en mannfjöldinn tvístraöist. — Eg var uppalinn hjá afa mínum;
hann var góður Fresbyteri, og haföi jafnan stuttar bænagjöröir
kvölds og morgna, og alt af haföi eg meira gott af aö; vera þar viðj
heldur en að vera í burtu — ef afi minn tók eftir því.
En hvernig átti eg aö stýra bænagjörðinni, þar sem eg kunni
ekkert orö i tungumáli fólksins? Engin var oröabókin, engin mál-
fræöin, enginn í öllum mannfjöldanum þekti svo mikiÖ sem einn
bókstaf eöa vissi deili á einni trúarhugmynd. Áöur haföi eg verið
í Natal um tíma. Þar læröi eg tungu Súíúanna, og hafði eg talað
á því máli i ein fjögur ár. En þessi lýður kunni ekki Súlúamáliö.
Eg hafði tekið eftir því, að þegar tveir menn mætast, sinn af
hvorum þjóðflokki, og hvorugur skilur annan, þá reyna þeir eðli-
lega fyrir sér á öllum þeim málum, sem þeir kunna, í þeirri von, aö
á einhverju máli tækist þeim að ræöa saman. Reyndi eg þá að fara
með bænir á Súlúskunni, en fólkið skildi ekki eitt orö í þeirri tungu.
Þaö heyröi oröin og hreiminn í bænagjöröinni, en enginn var til aö
túlka. Þó hlustaði mannfjöldinn með mikilli lotning og gaumgæfni,
og var þó guðsþjónustan alls ekki stutt.
Eftir bænagjörðina ikom til mín unglingspiltur og ávarpaöi mig
á bjagaðri súlúsku. Mér tókst að skilja hann, og baö eg hann undir
eins að setjast niður í sandinn hjá mér — en sjálfur sat eg á kassa.
Svo spurði eg hann á súlúsku: “Hvernig segir þú á Tonga-máli:
‘Faðir vor, þú sem ert á himnum?’ ” Eg fór meö orðin á súlúsk-
unni: “Bata vetú ó sezúlvíní.” Hann svarar á augabragöi: “Bate
vatú a kú mó njajíní.” Og þar vorum við búnir að útleggja upp-
hafsorðini í “Faðir vor.” Svo hélt eg áfram á súlúsku: “ ’Ma ií
híonítýve ígama lakó’ ” — hvernig segir þú það?” “Eí na rúngújve
lína lagó’,’ segir hann. Og eftir klukkutíma höföum við lokið við
að þýða “Faðir vor” á Tonga-mál; og það var í fyrsta skifti, sem
nokkur orð í þeirri tungu voru færð í letur.
Svo góð reyndist þýðingin, að á þeim fjörutíu árum og betur
til, sem liðin eru frá þessu kvöldi, þegar hún var færð í letur, þá'
hefir aðeins einu oröi veriö breytt í henni; og það er orðið, sem
þið sjálfir getið ekki komiö ykkur saman um, orðið: “skuldir”. Og
hvað kemur til þess, aö þið eruð elcki á eitt sáttir um það? Þið
annaðhvort getið það ekki eða viijið það ekki. Eg er hræddur um,
að hið síðara sé kollgátan.^ý — Bænin, sem þar var útlögð á fyrsta
*) Hjá Matteusi stendur orðið "skuldir”, e.n hjá Lflkasi "syndlr”,
t fimtu hænln.ni 1 Faðir-vor ('Matt. 6, 11; Lúk. 11, i). Sumar kirkju-
deildir notk fyrra orðið, sumar hitt.—pýð.