Sameiningin - 01.10.1925, Blaðsíða 34
288
Váxjö og Pfannenstill dómprófasti og prófessor í Luncfi fyrir Svia,
og Gummerus biskupi og Dr. Dehtonen fyrir Finna. Má af því
ráöa, aö hér hafa hinir beztu menn fundiö ástæSu til a’8' svara vegna
kirkju sinnar, og vegna systursafna^anna í Þýzkalandi, -sem eiga
nú mjög í vök að v-erjast gegn framsókn kaþólskunnar. Væri aö
vísu freistandi, aö taka upp ýmislegt úr svörum þessum, en til þess
vinst eigi tími.
En ef yður, viröulegu starfsbræöur, sýndist ástæöa til að senda
siíkt svar, mætti á ýmsan hátt koma því fyrir. _ Vafasamt er aö
nefnd úr synodus gæti lokiö því héöan af, að semja slíkt svar. ’En
stjórn Prestafélagsins gæti gert þaö, líkt og t. d. í Svíþjóö. Og
eins mætti fela biskupi þaö á hendur, aö gera þaö, s-em honum
þætti viö eiga í þessu máli, eöa þá kennurum guöfræðideildar há-
skólans o. s. frv. En áður en þér þvertakið með öllu fyrir það, aö
senda slíkt svar, þá ihugiö, aö beztu menn systurkirknanna á Norð-
urlöndum hafa álitið þaö fulla nauösyn, aö senda svar, og skýra
frá evangelisku viöhorfi. Sýnist yöur ekki hið sama? Ef ekki,
þá hugsið að minsta kosti um það, að á meðal vor færist starf ka-
þólskrar kirkju í aukana. Og þó að vér gleymum eigi hinum guð-
dómlega kjarna kristindómsins, sem vér eigum sameiginlega með
henni, þá munum iíka hitt, hvílí-ka einstr-engings-áherzlu hún leggur
á sín, einmitt sín ytri form og -sínar kröfur, bæöi um kenningar,
guðsþjónustusiðu og ytri lífsbaráttu. Og með þetta fyrir augum,
skulum vér, sem elskum vora evangelisku kir-kju, vera vakandi og
uppörfa hverir aðra með orðum postulans, sem fela í sér hið evan-
geliska viöhorf kristindómsins: “Til frelsis frelsaði Kristur oss;
standið því fastir og látið eigi leggja á yður ánauðarok.!”
—'Prestafélagsritiff.
6éSameinin£in”
biður þá, sem enn hafa ekki borgað
hana, að gera nú skil hið bráðasta svo
þeir verði skuldlausir við nýár.