Sameiningin

Árgangur

Sameiningin - 01.10.1925, Blaðsíða 30

Sameiningin - 01.10.1925, Blaðsíða 30
284 ljómi sálna aS efsta dó'mi”. Sú trú er sameign allra þeirra kirkjudeilda, sem teljast vilja liðir i þeirri 'heild, sem heitir almenn, kristileg kir-kja. f kvæði Stefáns verður naumast fundinn eimur af því, sem sérstaklega er kaþólskt, svo sem sakramentisleg eðlisbreytingarkenning eða Maríudýrkun og heilagra manna. Kaþólskt er þaS aftur á móti, þegar allsherjar- fundur kaþólskra í Amsterdam á síSastliSnu ári vill gjöra hinn kaþólska sakramentislærdóm aö höfuöbjargráöi fains dauöþreytta, órólega og leitandi nútíöar-mannkyns. *). Og kaþólskt er þaö, þeg- ar Vilhjálmur van Rossum, samkvæmf eigin frásögn, krýpur hrygg- ur í huga og grátbiöur heilaga Birgittu, aö hún gerist árnaöarmaS- ur Svíþjóöar hjá Guöi og láti aftur sína andlegu ætt, hina kaþólsku kirkju, endurlifna í föðurlandi sínu ('bls. 39). Engis'slíks verSur vart í kvæfii Stefáns. Sú trú, sem þar verður vart, er hin sameig- inlega trú allra kristinna manna á Guö fööurinn og son hans Jesú Krist, í kaþólskri umgerö, kjarni kristindómsins í umbúöum Róma- kirkju. Nokkuö ööru máli er að gegna um bók Halldórs Kiljan Lax- ness. Þar er hiö kaþólska viöhorf sett í letur meö heldur afdrátt- arlausri hreinskilni. Þar sjáum vér hina kaþólsku kenning i sinum strangasta ósveigjanleik. Á blaösíðu 21 og 22 í þeirri bók svífur andi Piusar 9. yfir vötnunum, andinn frá Vatíkanþinginu 1870, þeg- ar óskeikulleiki páfans er geröur aö trúarsetningu ÓDogma), sem enginn sannkaþólskur maöur má efast um. Það er svo sem enginn efi á því, að þessi samþykt Vatikanþingsins er bein afleiðing, sögu- leg og rökrétt,. af allri þróun kaþólskrar kirkju' á, undanförnum öld- um, sem stefnir beint að blindri “autoritets”-trú, þar sem æðstu völd og síðustu úrslit allra vandamála trúar og siðferðis eru lögö í hendur einum manni, hinum óskeikula páfa. En ekki hefir'Hall- dóri mínum tekist að sveigja minn hug til hlýðni við þessa kenn- ingu kaþólskrar kirkju, þótt honum mælist skörulega. Eg verð aldrei meiri mótmœlandi en þá, er eg les og heyri aöra eins staöhæfingu og þessa, að “þótt heilögust embætti kirkjunnar væru lögð á herðar óarga dýrum, og þótt páfinn í Róm væri varúlfur, þá gæti hann ekki íýst neinu yfir í nafni kirkjunnar, sem ekki væri sannleikur......... Og hver sem páfinn er, hvort sem hann er heilagur maöur eða var- úlfur, þá er það, sem hann bindur og leysir, bundið og leyst í nafni himnanna og fyrir faimneskt vald” fKaþólsk viöhorf bls. 21—22). Og Halldór segir: “Það er bábilja og hneyksli, að hyggja, að Guð hafi stofnað kirkju, sem geti fariö vilt og kent lýgi” fSama bók, bls. 22). Eg mundi geta samþykt þetta, ef Halldór sannaöi mér, að hin sýnilega kirkja meö sínu mannlega skipulagi og mannlegu ann- mörkum, og þá sérstaklega hin rómversk-kaþólska kirkja, sé eitt og hiö sama sem hin sanna kirkja eftir Guðs hjarta og samkvæmt *) Sbr. Kristendomen och. vá.r tid, 19. árg., 11.—12. hefti bls. 352 og áfram.

x

Sameiningin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sameiningin
https://timarit.is/publication/673

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.