Sameiningin

Árgangur

Sameiningin - 01.10.1925, Blaðsíða 26

Sameiningin - 01.10.1925, Blaðsíða 26
280 spyrnu alþýðu gegn siSskiftunum, kemst hann svo að orði: “Vegna ákveöins vilja þjó'ðarinnar neyddust ofbeldismennirnir (þ. e. siö- skiftafrömuöurnirý til þess aö gefa þjóðinni presta, sem 'þó engir prestar voru. Af djöfullegri slægvizku voru til þess valdir fyrir- litlegir, fáfróöir menn, menningar- og mentunarsnauðir, til þess smám saman aö koma inn hjá þjóöinni sjálfri fyrirlitningu fyrir guösþjónustunni.” .... “Aldirnar liöu, og vegna þess að algerlega skorti biskup, presta og vigða menn, vegna þess að kaþólsk fræösla fékst engin, en lúterskunni án afláts rudd brautin, vegna þess féll hin gamla trú í gleymsku og dá, vegna þess glataðist hin sanna guðsþjónusta og hiö kaþólska líf.” “En” 'heldur hann áfram — “þrátt fyrir þetta elur þjóðin í brjósti ihlýjan vinarhug til kaþólskr- ar trúar, horfir með lotningu upp til hinnar kaþólsku kirkju, elskar hina kaþólsku helgisiði og viðhöfn þeirra, og hlustar fúslega og fjálglega á hina kaþólsku prédikun” f'bls. 26). Fulldjúpt viröist líka hans hágöfgi taka í árinni, þegar hann kemst svo að oröi, að því hafi verið tekið með hinum mesta fögn- uði, eigi aðeins af kaþólskum mönnum, heldur og gervallri hinni ís- lenzku þjóð fder ganzen Bevölkerung Islands), þegar Island var gert að sjálfstæðu umdæmi og postullegur prefekt skipaður yfir það f'bls. 26). Þannig er eitthvað öfgakent við; frásögn hans alía, éins og söguskýringarnar koma undarlega fyrir. Siðast tekur kardínálinn það fram, að raunar sé nú ekki kaþ- ólskir á íslandi nema hundrað manns, en hætir) síðan við: “Upp- skeran er mikil, ef ekki skortir hjálparmeðölin til að ná henni sam- an. Önnur trúboðsstöð í hinum snotra kaupstað Hafnarfirði er í undirbúningi. Kaþólska trúboðið á þar hentuga lóð og hús með litilli kapellu, þar sem guðsþjónustur eru haldnar við og við. Þang- að á svo að flytja litlu timburkirkjuna úr Reykjavík, og reisa svo 5 höfuöstaðnum sjálfum Guöi samboðið musteri, og mun það eflaust hrífa hugi íslendinga, svo kirkjuræknir sem, þeir eru og listelskir” '/bls. 27). Þetta er niðurlag þess kafla úr ferðasögu kardínálans, sem snertir ísland sérstaklega. — Og í sama anda er frásögn hans og bollaleggingar um hin Norðurlöndin, og trúar- og kirkjulífið þar. Og í 7. kafla bókarinnar, þar sem hann dregur “niðurstöður” sínar saman í eina heild, segir hann: “Sýna nú ekki þær staðreyndir, sem hér hefir verið skýrt frá, hvaða stefnubreyting er að gerast i trúar- lífi Norðurlanda? Meir og meir snúast menn frá mótmælenda- kirkjunni, snúa huga sínum og hjarta aS kaþólsku kirkjunni” fbls. 44). Þetta er aðalniðurstaðan. Og með þessum fagnaðarboöskap eru kaþólskir úti um beiminn kvaddir til að efla norræna trúboðið sem mest. Það er aðaltilgangur bókarinnar, samkvæmt niðurlags- orðum hennar í 8. kafla. — — Hvað eigum vér nú að segja? Hvað eigum vér að segja um það, að islenzk kristnisaga er útskýrð þannig, að hún verður að harðasta áfellisdómi um vora evangelisk-Iútersku kirkjudeild? Hvað eigum vér að segja um það, að íslenzk þjóð er talin þess albúin, að

x

Sameiningin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sameiningin
https://timarit.is/publication/673

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.