Sameiningin - 01.12.1927, Blaðsíða 6
356
1 þessu er fólgin viðurkenning þess, uð jólahald í
anda Jesú Krists væri dýrmætt. Að áhrif hans væru
dýrmæt mannlegu lífi, ef þau væru þegin. Og ekkert
getur hrakið þann áhurð, að andi Jesú Krists sé horf-
inn iír nútíðarlífi og jólahaldi nema það, að lærisveinar
hans geri úr því alvöru að sýna hið gagnstæða í lífi sínu.
Til þess er hver einstakur kristinn maður og öll
kristnin kvödd enn aftur um þessi jól. Sönn jól verða
einungis haldin þar, sem menn þrá að sýna anda hans
og áhr.if. Og viðleitni í þá átt er mikilsverð, þó ófull-
komin sé. Yé.r hinir smáu í hópi kristninnar getum ekki
gert neinar stórar breytingar á mannlífi. En þó höfum
vér vort hlutverk að sýna trú vora. á það, að áhrif Jesú
Kr.ists jafnvel í því smáa séu þýðingarmikil. Jafnvel
að gleðja einn einstæðing með nærgætni og bróðurhug,
miðar meira í horfið en allir sleggjudómar um kristin-
dómsleysi og hræsni annara. frá áhorfendapalli þeirra,
sem ekkert hafast að sjálfir. Að .byrja af alvöru á slíkri
viðleitni, gefur von um áframhald.
En til þess eru kristnir menn einnig kvaddir á jóla,-
tíðinni, að standa á verði gegn óheilbrigðum anda og á-
hrifum í jólahaldi og siðum. Þó hver einstakur sé ekki
mikils megnugur, þarf hann að finna til ábyrgðar á af-
stöðu sinni. Þá getur hann, þó hann ekki láti mikið á
sér bera, stutt að því á margan hátt að vernda um sönn
kristileg jól.
Nefna má jólahald kirknanna, sérstaklega hvað
snertir tilhald þeirra fyrir börn. 1 flestum kirkjum er
um jólin samkoma sem sérstaklega er helguð börnunum.
Fer vel á því. Æ'ttu börnin þó að sjálfsögðu að vera með
við aðal jólaguðsþjónustuna. En svo skiftir miklu máli
hvernig samkomn barnanna er liáttað. Tvær stefnur
ríkja aðallega í því efni. Önnur gerir samkomu þessa
að mestu eða öllu leyti veraldlega samkomu, þar sem
varla gætir nokkurs um jóla-atburðinn eða jólagestinn.
Aftur er þar mildð um sankti Kláus, og þegar verst
gegnir bein skrípalæti. Hin stefnan vill tengja alt á
samkomu þessari við jólagestinn og jóla-erindið.