Sameiningin - 01.12.1927, Blaðsíða 16
3,66
stund ársins. Svo var enn. S'tofan var vel prýdd, ljósadýrS
mikil á jólatrénu, *og umhverfis það var hlaðið jólagjöfunum.
Þar safnaðist hann og konan hans, börnin þeirra, kát og glöð, og
önnur ástmenni. Hér var enginn skuggi. Hér sat ástin í önd-
vegi. Priður og fyrirgefning héldu hér höndum saman. “Svip-
að þessu verður það í himnaríki,” hugsaði hann.
En þegar stundin var liðin, búið að slöbkva jólaljósin og
börnin voru sofnuð, vakti hann og gat ekki varist sárum hugjs-
unum útaf óvild mannanna og rangsleitni mannlífsins. Seinast
hélt það vöku fyrir honum, að gera sér myndir af þeim ömurlegu
örlögum, sem höfðu vafið sig utan um fólkið í leiguhúsinu hinum
megin götunnar og enga jólagleði átti nema þá, sem konan hans
hafði fært þeim í körfunni um kvöldið. Ennþá gat hann ekki
fyrirgefið mönnunum vonsku þeirra.
Jóladagurinn var runninn, bjartur og bitur. Áður en hann
gekk í kirkju þurfti hann víða að koma, því smábög'larnir voru
margir, sem þau hjónin höfðu búið til handa fátæku fólki og litl-
um olnbogabörnum, sem jólin höfðu gengið fram hjá.
Guðsþj'ónustan var með afbrigðum hátiðleg. Safnaðarsöng-
ur og fcórsöngvar lyftu hjörtunum til hæða. Jólaguðspjallið var
enn í dag jafn-ungt og heilagt sem í upphafi. Hann fann þegar
helga hrifning gagntaka sálu sína, og hann tók hjartanlega þátt í
athöfninni. RæSa prestsins hreif huga hans og færði honum
fögnuð og gleði. Tilbeiðslan við altarið var sönn svölun sálu hans.
Þar fylgdist hann með af öllu hjarta. Aldrei hafði hann annað
verið en einlægur, og svo var enn. Við altarið las presturinn
faðir vor og fólkið tók undir. Líka hann las upphátt faðir-vorið;
en þegar koma að fimtu bæninni, fór það augnablikið lítilshátt-
ar titringur um taugar hans, svo orðin “fyrirgef oss vorar skuld-
ir, svo sem vér og fvrirgefum vorum skuldunautum” voru um gárð
gengin, þegar hann aftur gat tekið undir. Yfir alla hluti fram
hafði hann þráð að fylling fyrirgefningarinnar veittist sálu sinni
á jólunum, en nú fór sjálf fyrirgefningarbænin ósjálfrátt fram
hjá honum í kirkjunni.
Gestir voru boðnir til jólamáltíðar heima hjá honurn. Naut
hann þar meS kærum vinum inndællar stundar. Enda er fátt á
þessari jörðu sæluríkara, en samfundur sannarlegra vina á helg-
um jólum. Samt var eins og óglögg ókyrð væri honum innan-
brjósts, svo raunar þótti honum ekkert fyrir, þegar gestirnir
kvöddu og hann fékk að vera einn.
Það var síðla jóladagsins. Börnin voru farin í heimboð til
vina sinna. Konan hans var komin út í bæ í venjulegum líknarer-