Sameiningin - 01.12.1927, Blaðsíða 18
368
jólafögnuðurinn að streyma inn í sálu hans. En einhversstaðar
stóð loka fyrir og stiflaði farvegi friðarstraumanna. Óunnin var
þyngsta þrautin. Hann átti eftir að fyrirgefa sjálfum sér.
Hann leit til Jesú. Jesús hafði með eftirdæmi sínu kent hon-
um að fyrirgefa öðrum. En Jesús hafði aldrei reynt það, að
fyrirgefa sjálfum sér. 1 fari sjálfs hans hafði aldrei verið neitt
að fyrirgefa; þar gat Jesús e'kki gefiS neitt eftirdæmi.
Honum félst næstum hugur. Hann fann að sjálfur gat
hann elcki fyrirgefið sér,—sjálfur ekki læknað sig. Og brotin
gegn sjálfum sér gat þó sannarlega enginn fyrirgefið nema
sjálfur hann. Jesús var hjá honum og hann sá hann eins og lif-
andi mann. En hvernig gat Jesús hjálpað honum til að fyrir-
gefa sjálfum sér? Fyrirgefningu sjálfs sín gat hann ekki fengið
að; hún varð að koma úr sjálfs hans sál. Þeir voru tveir einir
saman, hann og Jesús. Þeir horfðust í augu. Jesús tók fyr til
máls: “Eg í þeim og þeir í mér”—“sá, sem etur mitt hold og
drekkur mitt blóð, sá er í mér og eg í honum.” Á ný neytti hann
ávaxta af skilningstrénu guðdómlega, og hann skildi á þeirri
stundu dýrlegasta leyndardóm lífsins. Og nú fann hann að dyr
sálar sinnar opnuðust sjálfkrafa og Jesús gekk um þær dyr inn í
sálu sína. Og orð frá gamálli tíð brutust af vörum hans með
sannfæringar-krafti svo miiklum og unaðsríkum, að slíkan kraft
hafði hann aldrei vitað í sálu sinni: “Nú lifi eg ekki framar,
heldur lifir Kristur í mér.”
Hann fann að annar sterkari var kominn, sem hafði svift
sig hertýgjunum og rekið illu andana út úr sálu sinni. Andi
Jesú hafði lagt sálina undir sig. Jesús var orðinn sjálfur hann.
Sjálfur var hann orðinn nýr maður. Þeir voru orönir eitt, hvor
með öðrum, hann og Jesús Kristur. Hinn maðurinn var farinn,
sá sem verið hafði vondur og þurft hafði að láta fyrirgefa sér,
svo hann hefði nokkurn stundlegan frið. Þessi nýi maður var
fullur friðar og gleði.
Hann gat ekki gert grein fyrir því, hvernig það varð, en það
varð, að Jesús fæddist þar í sálu hans þenna jóladag, — alveg
eins og hann fæddist í jötunni forðum. Og aftur komu á varir
hans postula-orðin: “Nú lifi eg ekki framar, heldur lifir Krist-
ur í mér.”
Það augnablik, :sem Jesús fæddist í sálu hans, kom fyrir-
gefning.
Og þá komu jólin.
—B. B. J.