Sameiningin

Árgangur

Sameiningin - 01.12.1927, Blaðsíða 31

Sameiningin - 01.12.1927, Blaðsíða 31
38i trúboösins í Japan, er tilkynnir O., a® ráöið sé aö hann flytji til Kobe og starfi þar; en aS danski presturinn, J. M. I. Winther, sera sé á leið frá Danmörku til Japan, taki viö Kurume svæðinu. Segir Mrs. Thorl. að 'þessi tíöindi hafi veriS sér sem sólargeisli, er rofiS hafi skýjaþykni og látiS verða sólbjart. Nærri munu flestir geta um það, hvaS þaö hafi kostaö foreldrana aö ætla sér aö dvelja lang- vistum svo fjarri hvort ööru. En hvaö gera ekki foreldrar fyrir börnin sín. Ein af ástæöunum fyrir þessari ráö-stöfun nefndarinnar var sú, aö trúboðsstööin í Kurume var upprunalega dönsk og talin enn til- heyrandi dönsku sýnódunni, þótt Sameinaða kirkjan lút. tæki hana yfir, þegar Winther hvarf heim fyrir nokkrum árum; en hann var sá, sem hóf trúboðið þar fyrir 26 árum. Nú haföi hann látið til- leiðast að koma aftur. Var þá ekki nema eölilegt að hann tæki við trúboðsstöð sinni. En önnur ástæða mun hafa verið sú að trúboðinu í Kóbe hafði hnignað upp á síðkastið, en starf trúboðanna oklcar hafði blessast frábærlega í Kurume. Þeim hafði gefist að hefja það upp úr órækt, sem það -hafði komist í síðustu árin áður en þau komu þangað og köma því í gott horf, að það vakti sérstaka eftir- tekt einnig meðal kristniboða annarra kirkna. Benti síðasta skýrsla trúboðanna í þessa átt og ekki sízt ein mynd, er sýnd var á síðasta kirkjuþingi og hlotið hefir að vekja umhugsun hjá þeim, sem veittu henni eftirtekt^—myndin af safnarráði Oct. iHefði hún átt að hafa birst í 'Sam. og hefði sennilega verið gert, ef fjárhagur blaðsins hefði verið betri. Þessi færsla á trúboðum' ok'kar er sýnilega flutningur upp og viðurkenning á starfi þeirra. Svæðið er miklu stærra og fyrir trú- boðsstarfið yfirleitt þýðingarmeira, vegna þess að svæðið, vegna legu og afstöðu má teljast miðstöð ríkisins. Kobe liggur við Osaka flóann og hefir ágæta höfn og í leið skipa, er til Japan koma á ferð til Kína. Þangað koma fleiri skip en til nokkurs annars hafnar- bæjar í Japan og þar er keisaraleg skipgerðarstöð. Það var fyrsti bærinn, sem opnaður var fyrir erlendúm þjóðum, eftir að landið hafði verið lokað þeim í fleiri hundruð ár. Og þar urðu búsettir fyrstu fulltrúar þeirra. Fyrir meir en 30 árumi sameinaðist honum bær jafnstór, sem honum var samvaxinn, og telur Kobe nú yfir 700 þús. íbúa. E'kki langt þaðan við sama flóa er önnur stærsta borg Japan, Osaka, er telur talsvert á aðra miljón. Og ekki langt fyrir norðan er borgin Kyoto, mikill iðnaðarbær, háskólabær og musteris- bær mikill. Var höfuðborg Japans um 1100 ár, fram að endurreisn- ar árinu 1868, þegar nýtt tímiabil myndaðist í sögu Japans. Þá varð Tokyo gerð að höfuðborg. Ekki all-langt fyrir norðaustan Kyoto er bærinn Nagoya, þar sem trúboðarnir okkar störfuðu á undan heimfarar-ári sínu, eins og margir munu minnast. Útlit er fyrir að þetta >sævði verði að einhverju leyti undir um- sjón O. En þótt fýsilegt sé fyrir framgjarnan og ötulan mann að

x

Sameiningin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sameiningin
https://timarit.is/publication/673

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.