Sameiningin

Árgangur

Sameiningin - 01.12.1927, Blaðsíða 27

Sameiningin - 01.12.1927, Blaðsíða 27
3 77 MeS þessu er ekki dregiÖ úr því aÖ vestrænu þjóðirnar þurfi að vera betur kristnar í líferni og breytni en þær eru, en með því er heldur ekki dregið úr því að þær eigi að sinna kristni- boðsskyldunni beint, ekki einungis með því að kristnast sjálfar sem bezt, heldur með því að fara og kenna austurlanda þjóðun- um að gæta alls þess, sem frelsarinn hefir boðið. Enda telur höf. kristniboðsskylduna óaðskiljanlega frá kristindóminum sjálfum. “Ef kristindómurinn er ekki þess verður að flytjast út, er hann heldur ekki þess verður að halda við hann. Ef vér ekki getum veitt öðrum hlutdeild i honum, getum vér ekki haldið honum sjálf.” Áhugamál dr. Jones hvað trúboðið snertir virðist vera að það megi vera rekið með sem beztum árangri. Áherzluatriðið er ekki að færa austurlanda þjóðunum vestræna menningu, eins og í henni sé að finna fullkomin áhrif kristindómsins. Þvert á móti kannast höf. við að enn þá sé ekki til nein kristin þjóð. “Það eru til kristnaðir einstaklingar og hópar, en hið sameigin- lega líf hefir ekki hjá nokkurri þjóð verið grundvallað á við- horfi Jesú. Við erum einungis kristnuð að nokkru leyti. Það þýðir ekki að vér ekki metum og séum þakklát fyrir þá kristnun sem hefir átt sér stað, né heldur að vér séum blindir fyrir þeirri staðreynd að menning vor er ef til vill ;sú bezta, sem enn hefir verið framleidd í sögu mannky.nsins, en vér erum ekki að mæla okkur sjálfa með okkur sjálfum, heldur í hinu hvíta ljósi per- sónu Jesú.” Með auðmýkt og virðingu fyrir menningu Austur- landa eiga því vestrænu þjóðirnar að færa þeim kristindóminn, með þeim skilningi að bæði austræn og vestræn menning þurfi á Kristi að halda og áhrifum hans. Að það geti tekist með dr. Jones og hina mörgu aðra ágætismenn, sem starfandi eru á sviði trúboðsins, er von og bæn lifandi kristni alstaðar. K. K. Ö. Jólagjöfin hans. (Saga) Eftir Jacob August Riis. (í sögu þessari segir höf. frá sönnum aitburðum I leiguhverfum New York borgar. Hann hefir eflauet breytt nöfnum og umgerð, eina og oft tíðkast fyrir söguhöfundum. En að aðal ofninu til »r sagan sönn, eftir þvi sem höf. ökýrir £rá). “Hinn ákærði stand'i upp,” drógst silalega úr ritaranum í hinum almenna sakamálarétti. “Filippo Portoghese, 'þú ert fundinn sekur

x

Sameiningin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sameiningin
https://timarit.is/publication/673

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.