Sameiningin - 01.12.1927, Blaðsíða 9
359
og eigin þjónustu. Svo langt gengur þetta víða hér í
landi að kirkjurnar virðast ekki áræða að halda uppi
guðsþjónustum á sjálfan jóladaginn. Ríkið löghelgar
fæðingardag höfundar kristninnar, en kirkjan notar ekki
tækifærið til þess að minnast á þeim degi jólaviðburðar-
ins eða nokkurs kristilegs. Því miður mun þetta vera
talsvert alment í hinni ungu sameinuðu kirkju í Canada.
Einn vottur þess að hlutverk þjóðflokkanna, sem iiingað
flytja og hér setjast að, er ekki einungis að samþýðast
hugsunarlaust öllu er hér verður fyrir þeim, heldur að
færa inn í þjóðlífið hér það bezta, er þeir eiga í fórum
sínum. Einungis þannig eru þeir trúir sjálfum sér og
þjóðinni, sem þeir eru að sameinast. 1 þessu efni eigum
vér sem lúterskir, kristnir Yestur-lslendingar fegurri
og meira viðeigandi hefð. Sú helgi og sá friður, sem
livíldi yfir íslenzku jólahadi, þegar það naut sín bezt, er
helg endurminning í hugum margra. Og því fer betur
að það liefir átt mikinn þátt í því að móta jólahaldið hér
vestra hjá oss. Þetta helgi þurfum vér að varðveita með
vakandi hug'. Það er gimsteinn kristilegs jólahalds. Og
til viðvörunar ætti það að vera þegar ekkert er farið að
auðkenna daginn frá öðrum dögum en átveizlur, íþrótta-
samkepni og gauragangur. 1 einum smábænum í þe.ssu
nágrenni var kappakstur á hundum aðal viðburður jóla-
dagsins fyrir ári síðan. Að því kepti hvert mannsbarn,
sem vetlingi gat valdið, að horfa upp á þetta. Að slíku
verður lotið þegar betri og fagrari siðvenjur hafa giat-
ast. Það jólahald verður verra en fánýtt frá krisilegu
sjónarmiði, sem gengur á snið við alt, er sönn kristileg
jól ættu að minna á og hefja. Að átta sig á þeim áhrif-
um, sem eru að togast á um jólahaldið, er fyrsta sporið
til þe.ss að geta beitt sér eindregið með ])ví heilbrigða.
Og e'kki er því að neita að öflug og sterk ítök á sá andi
víða, að vilja umfram alt láta jólahaldið hefja ágæti
þeirra áhrifa, sem birtast í lífi og kenningu Jesú Krists.
1 kirkjum vorum og á heimilum vorum þarf þess um
fram alt að gæta.