Sameiningin - 01.12.1927, Blaðsíða 14
364
sem til er við böli og syncl. “Sjá það Guðs lamb, sem
ber heimsins synd!” Svo liljóða orð þess, er skírði lýð-
inn iðrunarskírn í Jórdan forðum, þess manns, er fékk
]>að háleita hlutverk að vera brautryðjandi Jesú sjálfs.
En það er ekki einasta, að Kristur taki á sig syndabyrði
alls heimsins, ber hana og líður fyrir synduga menn,
heldur er hann sá eini, er birtir mönnunum alfullkomið
réttlætis lögmál, þá kennirig réttlætis og miskunnar, er
ein nægir til að endurfæða hinn einstaka mann og fegra
og betra alt mannlíf. Ef þjóðirnar vildu framganga í
því ljósi, sem Réttlætissólin varpar yfir heimsmálin, þá
yrði sannarlega friður á jörðu 0g velþóknun Guðs yfir
mönnunum.
En það er ekki það einasta, að Réttlætissólin dreifi
vanþekkingar myrkrinu og' synda myrkrinu, sýni liinn
rétta veg hjálpræðisins og hvernig mannlífið geti orðið
réttlætt fyrir Guði, heldur rís hún upp með græðslu und-
ir vængjum sínum. 0g mannlífið er sífelt í sárum. Þau
sundurflakandi sár einstaklinga og heilla þjóða, er
Jesús einn megnugur að græða. Heimsstríðið mikla
veitti mörgum stór sár, er seint vilja gróa. Auk þess er
mannlífið á jörðunni óaflátanlega sorgum hlaðið. Sárin
0g sorgirnar læknar Jesús og hann einn. Einungis með
því að vera í för með honum, er manni óhætt. Undir
merki hans ber oss öllum að vera.
Þetta heilaga mál um Réttlætissólina, í hinum síð-
asta Messíasar-spádómi hins eldra sáttmála, minnir mjög
sterklega á fagnaðarefni jólanna. Birtan, fögnuðurinn,
lofsöngurinn 0g boðskapurinn á Betlehemsvöllum, hina
fyrstu jólanótt, er alt í nákvæmu samræmi við þenna
dýrðlega spádóm. Pagnaðarefnisins, er báðar frásög-
urnar flytja, þurfum vér að geta notið og það ríkulega
og hjartanlega.
Fyrir óumræðilega elsku Föðurins blessaða, í nafni
Sonarins elskaða og með endurfæðandi og helgandi
náðarupplýsing í Heilögúm Anda, verður oss þá alt
frelsismál Guðs að sönnum veruleika.
Þá verður fæðingarhátíð Drottins oss öllum sann-
arlega—gleðileg jól.