Sameiningin

Árgangur

Sameiningin - 01.12.1927, Blaðsíða 25

Sameiningin - 01.12.1927, Blaðsíða 25
375 hugsun og líf Indlands í hvívetna, er hiÖ gamla að bresta og dauð form að leysast upp. Oss virðist sem nú sé upprisa að eiga sér stað. “Það er engin veruleg hætta að Jesús tapist þannig meðal hinna mörgu, og að þaS endi með því að hann lendi í algyðishof Hindúismans. Grikkland og Róm reyndu það og algyðishofin ("Pantheons), sem hann var settur í eru horfin—en Jesús lifir. Plann er afls'töð, brýtur af sér og frá sér eins og hinar afarsmáu rótarangar, sem lcljúfa minismerki mannlegs hroka. Eins og smáræturnar fer hann með kyrð og án þess á þvi beri inn i afkima mannlegrar hugsunar, og sjá, gömul form og venjur leysast upp. Svelgja hann upp? Þú mátt eins vel tala um að deig moldin að vorinu svelgi upp sæðið. Sæðið drekkur í sig frá jörðinni, því það er lif. Jesús er líf. Hann er megnugur að annast um sig. “ ‘Gefið oss Jesúm,’ sagði Plindúi við mig, ‘einungis Jesúm. Óttist ekki að vér munum gera úr honum mannlegan Jesúm, því guðdómur hans mun lýsa af sér af sjálfu sér.’ “Að minsta kosti hefir Jesús aldrei verið þannig staddur að ekki hafi verið yfirráðin í hans hendi, og aldrei fremur en á ikrossinum og jafnvel í gröfinni. Hans munu verða yfirráðin á vegum Indlands—já, jafnvel á vegamótum Indlands, þar sem samkeppandi trúarjátningar og stríðandi hugsanir beita hver ann- ari mótstöðu.’’ —K. K. Ó. Trúboðið og “Kristur á Indlands vegum.” Mér þykir vænt um að annar meðritstjóri minn við “Sam.” gat hinnar ofangreindu ákætu bókar í næstsíðasta númeri blaðs- ins. Getur hann margs úr bókinni, sem ætti að vera vekjandi fyrir kristinn lýð. En ekki fæ eg varist því—og er eg bókinni vel kunnugur—að láta mér finnast að niðurstaða höf. bókarinnar, dr. Jones, viðvíkjandi trúboði, komi tæplega nógu ljóst fram í ritgerðinni. Ritgerðin skýrir mjög vel frá því hvernig á'nrif Krists séu að gagnsýra þjóðarhugsun Indands, og hvernig lotning fyrir Kristi sé að setja merki sitt á marga, sem ekki teljist kristnir. “Þessi undursamlegu áhrif Krists persónulega á leiðtoga og lýð Indlands þakkar Mr. Jones ekki fyrst og fremst kristniboðanum, heldur isýnir hann fram á það, að Kristur hafi komið til Ind- lands eins og sjálfkrafa, nú er heimurinn hefir fyrir hin nýju

x

Sameiningin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sameiningin
https://timarit.is/publication/673

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.