Sameiningin - 01.12.1927, Blaðsíða 29
379
Vitnin höf'öu sagt satt, en þaíS var ýmislegt, sem þau ekki vissu,
er ekki komst aö í vitnaleiíSslunni. Kona fangans var veik af sorg
og skorti. Margra ára sparifé var horfiö í ilögmannsgjald og fjöl-
skyldan var í þann veginn aö svelta. Börnin voru hungruö. Þegar
klukkurnar voru aö hringja inn hátíð gleöinnar, lá fyrir þeim heim-
ilisleysi á götunni um hávetur, því .húsaleigan var ekki goldin og
húsráöandinn neitaði allri bið. Og þetta voru önnur jólin, sem
“pabbi” var a8 heiman, og þau yrðu ef til vill mörg fleiri. Tíu haföi
lögmaðurinn og kviðdómurinn sagt. Þetta var New York en ekki
ítalía. Hann hafði einungis hugsað' sér að verja sína eigin.
Nú stóð hann fyrir dómara og kviðdómi, en sá þá þó naumast.
Hann sá einungis fangelsisdyrnar opnast fyrir sér og gráa veggina
loka sig inni frá konu og börnum í—ihvaö voru það mörg jól enn?
Eitt, tvö, þrjú—hann fór að telja þau í huganum og heyrði ekki
þegar lögmaðurinn hvíslaði aö honum og hnipti í hann með olnbog-
anum.’ Réttarritarinn endurtók spurninguna, en hann hristi aðeins
höfuðið. Hvað gat hann sagt? Hafði hann ekki sagt þessum mönn-
um það og þeir ekki trúað? Um litla Vito, sem týndist og konuna,
sem grét úr sér augun út af bréfum frá Svörtu Hendinni? Hann—
Það var komið að 'baki honum og hann heyrði rödd, sem hann
þekti, rödd Ammella nágranna síns, sem' hann hafði verið í vinfengi
við þar til þennan dag.
“Gerið þér svo vel, yðar hágöfgi, og sleppiö þessum manni. Það
eíu jól og við ættum ekki að bera óvildarhug til nokkurs manns.
Eg ber það ekki til Filippo, og eg bið yður að sleppa honum.”
Það varð mjög kyrt í réttarsalnum meðan Amrrtella talaði og
beið eftir svari. Eögmenn litu upp úr skjölum sínum forviða. Kvið-
dómendurnir teigðu sig fram í stúku sinni og horfðu með hrifinni
athygli á sakfelda manninn og þann, sem orðiö hafði fyrir áverk-
anum. Slík beiðni hafði ekki heyrst á þessum stað áður. Portoghese
stóð þögull. Honum fanst röddin ókunnugleg og fjarlæg. Hann
fann hönd lagða á öxl sér, sem var vinarhönd, og hann mjakaði sér
til eins og í óvissu, en svaraði engu. Gráhærði dómarinn horfði á
þá alvarlega en þó vingjarnlega.
“Ósk þín kemur frá góðu hjarta,” sagði hann. “En maðurinn
hefir veriö fundinn sekur. Eögunum verður að sýna hlýðni. Þar
er ekkert sem ileyfir oss að sleppa sekum manni.”
Kviðdómendurnir hvísluðuSt á og einn þeirra stóð upp:
“Yðar hágöfgi,” sagði hann, “á jólunum kom i heiminn lögmál,
sem er æðra öllum lögum, er menn hafa samiö,—að vér eigumi að
elska hver annan. Þessir menn vilja hlvðnast þessu lögmáli. Viljið
þér leyfa þeim það ? Kviðdómurinn beiðist þess sem einn maður að
þér látið miskunnsemi sitja í fyrirrúmi fyrir réttlæti á þessu helga
kvöldi.”
Brds lýsti upp andlit O’Sullivans dómara. f‘Eilippo iPorto-
g'hese,” sagði hann “þú ert lánsamur maður. Lögin bióða mér að
setja þig í fangelsi í tíu ár, og nema fyrir undursamlega tilviljun