Sameiningin - 01.12.1927, Blaðsíða 21
37i
Hvað virðist yður um Krist?
Undir ofangreindri fyrirsögn langar mig til að tilfæra í þýð-
ingu meginmálið af síðari hluta IX. kaflans í bókinni, “Kristur á
Indlands vegum” eftir dr. Jones. Mér finst efni þess svo tíma-
bært fyrir vora íslenzku kristni beggja megin hafsins—eins og
líka fyrir kristnina alment.
“Hér er höfundur kristindómsins: Kristur. HöfuðundriS er
ekki upprisan eða fæðing Jesú af mey, né heldur nokkuð annað
af kraftaverkunum. Höfuðundrið er einmitt þessi persóna, sem
hefur sig yfir mannlífið í syndlausri tign. Hann er lífs'ins synd-
lausa undantekning, og þessvegna undur. Snúum nú frá þessu
höfuðatriði að hinum smærri kraftaverkum, og þau verða trúan-
leg í Ijósi persónu hans. Vegna þess hver hann var, væri það
furðanlegt ef hann hefSi ekki snert augu hinna blindu og læknað
hina lömu. Þessi kraftaverk eru í samræmi við höfuðundur per-
sónu hans. Vegna þess hann var undur, væri það undur ef hann
hefði ekki framkvæmt undur. Kraftaverkin halda ekki Jesú
uppi. Það sem hann var, heldur uppi því, sem hann gerði. Per-
sónan heldur uppi því, sem birtir hann. En nefnið kraftaverk
fráskilið frá honum og það verður truflandi.
“Frá þessu sjónarmiði skulum vér nálgast hið örðuga við-
fangsefni—meyjarfæðinguna. Ef hún er rædd fráskilið Jesú,
virðist hún ótrúleg fjarstæða, en í sambandi við hann er hún í
samræmi við alt annað og verður trúleg. Eg skal strax taka
fram, að eg grundvalla ekki guðdóm hans á því með hverjum
hætti hann er í heiminn kominn. Ef frá því hefði verið skýrt,
að hann væri fæddur á venjulegan hátt, en eg sæi þó í honum það,
sem eg sé nú, mundi eg samt sem áður trúa á hann sem guðdóm-
legan. Ekki það hvernig hann kom í heiminn, heldur hvað hann
var, er hingað var komið, er aðalatriðið. En í ljósi persónu hans
sé eg alls engan erfið-leika á því að trúa fæðingu hans af mey.
Úr því hann hóf sig yfir lífið í syndlausri tign, verður unt að
trúa því að hann hafi verið hafinn yfir hið venjulega í sambandi
við fæðing sína. ‘Hið hreina líf Jesú gerir það mögulegt að trúa
á meyjarfæðing Jesú’ éThe virgin life of Jesus makes it possible
to believe in the virgin ibirth of Jesus). Arya Samajisti spurði
mig eitt sinn, hvort eg gæti tilfært nokkuð annað dæmi upp á
meyjarfæðinguna í sögu mannanna. Eg svaraði að það væri mér
ekki unt, því eg gæti ekki bent á annan Krist. Hann var einstak-
ur og gerði því það, sem einstakt var.