Sameiningin - 01.12.1927, Blaðsíða 17
367
indum sínum til þeirra, er bágt áttu. Hlann var einn heima.
Hann settist inn í litla .stofu, þar sem bækurnar hans voru og
s'krifpúltið. Nú var ekki nema um eina bók að ræÖa. MeÖ Nýia
testamentið í höndum sat hann lengi og horfÖi í gaupnir sér.
Hann þurfti ekki a8 lesa; myndirnar af Jesú, eins og þær eru í
Nýja testamentinu, stóíSu fyrir hugs'kotssjónum hans. Hann ætl-
aði sér að láta Jesús kenna sér að fyrírgefa. Og nú voru það
meir en myndir, sem hann sá. Hánn varð við það var, að ein-
hver var hjá honum í herberginu. Hánn fann að sá, sem kominn
var, var Jesús Kristur. Hann varð ekkert órór og ekki hræddur.
Undursamlegur friður tók að fylla sálu hans, og hugsanir hans
urðu skýrar og fastar. Allur æfiferill Jesú leið honum fyrir
sjónir eins og kvikmynd. Svo staðnæmdist myndin og hann sá í
huga sínum Jesúm standa fyrir framan sig. J'esús hafði á höfði
þymikórónu, sem vondir menn höfðu fléttað um enni hans; í
höndum Jesú voru blóðug för eftir nagla, sem óvinirnir höfðu
rekið í gegn um þær, þegar þeir negldu hann á tréð, en svipur
Jesú var blíður eins og svipur saklauss barns og yfir honum
hvíldi tign þess anda, sem sigurinn hefir unnið. Nú opnast varir
Jes'ú og af tungu hans hljóma, með krafti alvörunnar og kær-
leikans, þessi orð: “Faðir, fyrirgef þeim, því þeir vita elcki
hvað þeir gjöra.”
Hann var kominn í nýjan heim. Hér í návist Jesú hafði
hann etið af slcilningstrénu—og lifað. Og nú var auðvelt að
fyrirgefa, því nú skildi hann það, að mennirnir vita ekki hvað
þeir gjöra, þegar þeir breyta illa. Þeir eru þá blindir, sjúkir ó-
lánsmenn. Þeir, sem illa breyta, eru aumastir allra manna. Og
angurblíð meðaumkun gagntók hjarta hans. Einn eftir anr.an
komu þeir í huga hans, sem honum höfðu gjört rangt til, þeir,
sem höfðu öfundað hann og þeir, sem höfðu móðgað hann. Hann
fann hjá sér heita löngun til þess, að gera öllum þeim mönnum
eitthvað gott, vera bróðir þeirra allra, taka í höndina á þeim öll-
um og leiða þá. Nú hafði hann fyrirgefið þeim öllum. Og
gremjan yfir rangsleitni mannfélagsins hvarf úr huga hans.
Honum skildist það, að mannfélagið er ekki annað en afarstórt
sjúkrahús, þar sem mennirnir þjást af syndum sínum. Jesús
hafði komið til að táka við yfirlæknis-embættinu í sjúkrahúsi
mannfélagsins, og nú þráði hann ekkert annað en það, að fá að
vera aðstoðarmaður Jesú, halda undir þvottaskálina og bera
handklæðið, þar sem Jesú kraup við fætur mannanna og þó fæt-
ur þeirra.
Nú yar hann búinn að fyrirgefa öðrum, og nú tók loksins