Sameiningin

Árgangur

Sameiningin - 01.12.1927, Blaðsíða 23

Sameiningin - 01.12.1927, Blaðsíða 23
373 aði á meÖ undrun. Honum rann upp ljós. Gagntekinn gleði sagði hann: “Alla æfi rnína hefir það valdið rnér vanda hverju eg ætti að trúa, en nú sé eg að það sem varðar er hverjum á að treysta.’ Líf var að hefja lif. “Enfremur munum vér fljótlega sjá að því nær honum sem vér höldum oss, því nær hver öðrum munurn vér verða í kenningu. Setjurn svo að kjarni kristindómsins sé alger hollusta við Jesúm, og að fylgja honurn trúlega sé prófsteinn þess að vera lærisveinn, mun ekki kenningin um endurfæðinguna fá nýja merkingu? Ef eg á að fylgja eftir þvílíkum sem hann er, hlýt eg að verða að endurfæðast og fæðast ólikur því sem eg er nú. Ný fæðing er nauðsynleg byrjun á þessu nýja lífi. Og hvað snertir 'kenninguna um helgun og fyllingu andans, getur hún fráskilin frá honum orðið innantóm hræsni, eins og það í reyndinni oft hefir orðið, en í þeirri viðleitni að fylgja Jesú eftir verður hún ekki hámark þess, sem maður á að ná, heldur lámark þess, er maður þarf á að halda. Ef eg á að fylgja honurn, mun hann krefjast alls af mér, og eg mun ekki vilja bjóða honum minna. Heilagleiki hefir oft verið prédikaður þar til hann hefir fengið sömu merkingu og að vera óheill. Orðið hefir verið aðskilið frá Kristi og tapað merkingu sinni. Ef það hefði haldist nærri honum, mundum vér hafa pré- dikað minna um heilagleika, en meira Krist, sem gerir menn heilaga. “Sannarlega er það ekki erfitt að trúa endurlausnarkenning- unni, þegar vér hugsum til Krists. Mundi slíkur kærleikur sleppa oss? Leggið hina ýtrustu merkingu í orðið endurlausn, og það táknar ekki nema að litlu leyti það, sem Jesús vildi gera fvrir mennina.” “Hvað snertir innblástur ritningarinnar, þá fær hún dýpri merkingu frá honum. Þegar aðferðin er rædd fráskilin Jesú verður það oft og tíðum orðaþref, en sé innblásturinn ræddur með augu vor á honum verður hann nauðsyn. Það er óhugsan- legt að slík persóna sem Jesú hafi komið úr bók, sem ekki er inn- blásin eða einungis eins og hver önnur bók. Hugsjónirnar, hug- myndirnar og persónan er alt of háleitt til þess að vera upphugs- að af mannlegum vitsmunum á hvað háu stigi sem þeir kynnu að hafa verið. Alveg eins og hann, þvílíkt undur, sem hann var, gerði kraftaverk umhverfis sig á mannlegu eðli og efnisheimum. Þannig einnig mundi umherfis hann gerast kraftaverk á mann- legum vitsmunum og glöggskygni, þar til þeir hlutir mundu verða birtir heiminum undir áhrifum persónu hans, “sem auga sá ekki og eyra heyrði ekki, og ekki kom upp í hjarta nokkurs manns.”

x

Sameiningin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sameiningin
https://timarit.is/publication/673

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.