Sameiningin

Árgangur

Sameiningin - 01.12.1927, Blaðsíða 24

Sameiningin - 01.12.1927, Blaðsíða 24
374 “En umsögnin hér að ofan um að Jesús hafi komiÖ úr óinn- blásinni hók þarf nokkurar leiÖréttingar, því hann kom ekki úr bókinni; hún kom frá honum. Hún skapaÖi hann ekki; hann skapaÖi hana. “Og vegna þess—eins og einhver hefir ibent á—að bókment- irnar geti alclrei komist á hærra stig en lífið, því lííið gefur þeim innihald -og merkingu, þessvegna getið þér ekki eignast betri bók þar til þér eignist betra líf en líf Jesú. “Vissasti vegurinn til að halda við innblástur ritningarinnar er að halda sér við persónu hans. “Vér verðum að vekja menn til trygðar við persónu en ekki við skoðun. Vér getum haidið trygð við skoðun og þó verið í andlegu tilliti dauðir, en vér getum ekki haldið trygð við persónu hans án þess að vera andlega lifandi. Hann skapar trú. Hann er sjálfur hinn mikli trúmaður, og í ljósi trúar hans hinnar dýrð- legu getum vér ekki annað en trúað. En vér eignumst ekki Jesúm frá trúarskoðunum vorum, heldur trúarskoðanir vorar frá Jesú. Og þær þurfa nauðsynlega að vera stöðugt undir leiðrétt- ingu huga hans og anda. “Ef sumir eru hræddir viS það sem fyrir kynni að koma ef vér skyldum færa Indlandi Jesúm án fastskorðaðra hugsana- kerfa og kirkjulegs fyrirkomulags, að alt kynni þannig að spill- ast, þá stillum ikvíða vorn. Jesús er vel megnugur að annast um sig. Hann treysti hinum fyrstu lærisveinum fyrir sér, og þeir voru hvorki verri né betri en fólkið á Indlandi; og er þeir höfðu tekið við honum, gengu þeir fram í krafti í hans nafni. Þeir höfðu lítið kirkjulegt fyrirkomulag og lítið kenningakerfi, en þeir sköpuðu sitt eigiö fyrirkomulag tir ákafa þess kærleika, er þeir 'báru til hans. Þetta fyrirkomulag bar merki veruleikans, því það kom út úr skærum hita þessa kærleika. Það sýndi líf. Vér trúum því að Indland muni eignast ákafan kærleika til Krists á Indlands vegum, að sá kærleikur muni leiða til gleðiríkrar und- irgefni við hann sem frelsara og drottinn, og að frá þeirri undir- gefni kærleikans muni koma ný mynd hans í hugsun og lífi. “Okkur sem finst vér þurfa að styðja sáttmálsörkina, ber að muna að Jesús er megnugur að annast um sig einnig á þeim augna- blikum er mest virðist vera að óttast. Hann féll i hendur óvina sinna meðal Gyðinga—og sjá, það varð endurlausn og upprisa. Erum vér hrædd við að láta hann falla i hendur vina sinna á Ind- landi? Mun hann verða svelgdur upp? Látum það ekki truf.la oss, hann var eitt sinn áður svelgdur upp og það varð upprisa. Það getur orðið önnur. Eg veit einungis aS síðan hann kom inn í

x

Sameiningin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sameiningin
https://timarit.is/publication/673

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.