Sameiningin

Árgangur

Sameiningin - 01.12.1927, Blaðsíða 13

Sameiningin - 01.12.1927, Blaðsíða 13
363 Þegar Kristur kom í heiminn var mentun komin á hátt stig í mörgum greinum. BæSi heinxspeki og sumar tegundir listarinnar höfðu náð afarmiklum þroska. Menn hafa vafalaust á þeirri tíð verið rétt eins stæri- látir af þekking sinni, eins og sumir eru þann dag í dag. En þrátt fyrir alla þekkinguna, alla mentunina, grúfði þó myrkur vanþekkingarinnar yfir jörðunni. Nærri engir vissu hvað til friðar heyrði. Aðeins lítill hluti liinnar útvöldu þjóðar var reiðubúinn að taka á móti Kristi. Allar aðrar þjóðir voru, að því er hjálpræðis þekking snertir, í kolsvarta myrkri. Svö er sagt, að prestarnir í hofum Bómverja á þeirri tíð og rétt áður, hafi eigi þorað að líta. hvor framan í annan, þegar þeir voru að þjóna í hofunum, því þá gætu þeir með engu móti varist hlátri, svo fáfengilegt fundu þeir að starf þeirra var. Um þekking sáluhjálpar hjá þeim var auÖ- v.itað ekki að tala. Þeir voru hvorki betur né ver stadd- ir en aðrir. Yanþekkingar myrkur heiðninnar breiddi sig yfir alla jörð. En svo rís Béttlætissólin úr hafi og færist hátt á loft. Geislar þess röðuls rjúfa myrkrið 0g sundra því á alla vegu. Þá birtir yfir mannlífinu. Þá fara menn að fá vitneskju um hvað til friðar heyrir. Guðs vegur til hjálpræðisins fer að sjást. Þekkingin, sem Pétur og aðrir postular Jesú eignuðust og talað er um hjá Jóh. 6:68,69: “Herra, til hvers ættum vér að fara? Þú hefir orð eilífs lífs, og vér höfum trúað og vitum, að þú ert hinn heilagi Guðs,” og hjá Matt. 16:16: “Þú ert Krist- ur, sonur hins lifanda Guðs, ” sú þekking fór frá einum mannhópi til annars, frá einni borg til annarar, fir einu landi í annað. Þessi þekking, þessi upplýsing, var það sem mennirnir þráðu, 0g öðlast fyrst í verulegum skiln- ingi þegar Jesús er kominn í mannbeim. Og enn er það skilyrði fyrir því, að vita hvað til friÖar heyrir, >að þekkja veg lijálpræðisins, að maður þekki Drottin Jesú, að nmður gangi og fari þann veg er birtan þaðan vísar svo glögt. Um leið og Béttlætissólin sundrar vanþekkingar myrkrinu í mannlífinu, um leið fæst hin eina lækning,

x

Sameiningin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sameiningin
https://timarit.is/publication/673

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.