Sameiningin

Árgangur

Sameiningin - 01.12.1927, Blaðsíða 10

Sameiningin - 01.12.1927, Blaðsíða 10
360 Þegar því kemur að fæðingarhátíð frelsarans, þá látum engan „slaigga falla á það, að hún á að vera honum helguð. Minnumst hans eins og hann var—sveinn er óx og styrktist, fullur vizku, og náð Guðs var yfir honum; þátttabandi í starfi og stríði mannanna; læknirinn mikli á líkamlegum og andlegum meinum þeirra; kennarinn ó- viðjafnanlegi; barnavinurinn; sigurvegari dauðans og frelsari mannanna. Minnumst hans eins og hann var. En einnig eins og hann er. Hann lifir með sinni kristni. Áhrif hans eru hin sömu. Að vera hans læri- sveinn er að lifa með honum. Reynum að láta jóiahald vort vera honum þóknan- legt. K. K. Ó. “Vér hyllum þig, ó blessað barn, þú brosir yfir dauðans hjarn, svo kuldinn ber osb kærleiks arð, og klakinn snýst í aldingarð. í þér vér sjáum þýðing lífs, i þér vér fáum bætur 'kífs og skipan hneigjum skaparans, er skilja vegir Guðs og manns. Þú herrans barn, sem boðar jól og birtir hverju strái sól: Ó, gefðu mér þann gæfu hag að geta fæSst með þér í dag!” “Ljá mér, fá mér litla fingur þinn, ljúfa smábarn; hvar er frelsarinn? Fyrir hálmstrá herrans jötu frá hendi eg öllu: lofti, jörðu, sjá ”

x

Sameiningin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sameiningin
https://timarit.is/publication/673

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.