Sameiningin

Árgangur

Sameiningin - 01.12.1927, Blaðsíða 8

Sameiningin - 01.12.1927, Blaðsíða 8
358 fylgja gjöfinni. Það gerir hinum fátæka auðveldara að þiggja gjöfina og gerir honum hana margfalt dýrmæt- ari. Stundum valda sjálfsagðar gjafir til fátækra meira umtali á fundum félaga, er þá styrkja, en lieppilegt er. Setjum oss í þeirra spor og sýnum þá nærgætni, er vér sjálf mundum meta. — Engin mótsögn er í því, að vilja draga úr fátæktarbölinu með gjöfum, en vilja þó um leið útrýrna því ranglæti í heiminum, sem oft styður að fátækt eða er orsök til hennar. Iivorttveggja er í samræmi við anda jólagestsins. Jólakveðjur á prentuðum myndaspjöldum ha'fa mjög færst í vöxt hin síðustu árin. Sú hug.sun að minn- ast fjarlægra vina á jólunum er fögur. Og staðhættir og stundleysi samtíðarinnar gerir aðra aðferð lítt mög*u- lega. Lítill vafi þó, að einnig þetta hefir lent í öfgar, eins og hver önnur tízka. En í réttu hófi getur það haft sitt gildi. En það má vekja eftirtekt, að með öllum þeim aragrúa, sem er á boðstólum af slíkum spjöldum, hevrir það til stökustu undantekningar að á þeim finnist nokk- uð, sem stendur í nokkru sambandi við hið kristilega^ fagnaðarefni jólanna. En ef jólakveðjurnar eiga ekki einungis að vera tízka, heldur að sýnn kristilegan jóla- anda, ættu þær hjá kristnum lýð ekki að sneið:a hjá því að kannast við og minna á Jesúm Krist og fagnaðar- erindi hans sem liið sanna gleði-efni jólanna. Að útiloka jólagestinn úr jólakveðjunum. minnir ónotalega á það í frásögunni um fyrstu jólin, þegar ekki var húsrúm í gestaherberginu. Þegar Kristur ekki rýmist í jólahald- inu er illa farið. •— En svo er annað með þessar jóla- kveðjur. Þær eru stundum látnar duga þar sem hlýrri og efnismeiri kveðjur ættu við. Einmana móðir eða faðir, sem eiga börn í fjarlægð frá sér, myndu meta meira bréf með eigin hendi en kalda prentaða kveðju. Svo er um fleiri, sem menn ættu að minnast. Þetta og þvílíkt leiðréttist við það, að leggja sem mest af áhrifum Jesú Krists inn í þennan jólasið. Ekki verður lijá því komist að minnast á þá hættu, sem kristilegu jólahaldi er búin af þeim anda, sem skoð- ar jólin einungis sem veraldlegan skemtidag til nautna

x

Sameiningin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sameiningin
https://timarit.is/publication/673

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.