Sameiningin

Árgangur

Sameiningin - 01.12.1927, Blaðsíða 15

Sameiningin - 01.12.1927, Blaðsíða 15
365 Fyrirgefning, Það var komið fast a<5 jólum. Hann var að leitast við að fyrirgefa í hjarta sínu mönnunum og mannfélaginu. Hann fann það, aö engin jól gætu verið, nema svo, að hjart- að væri sátt við alla menn—og við tilveruna í heild sinni. En — honum veitti örðugt að fyrirgefa. Honum veitti örðugt að fyrirgefa mannfélaginu misbresti þes's og ranglæti. Gremjan gagnvart mannfélaginu hafði að nvju þyrlast upp í huga hans í gær, þá hann hafði' reynt að verja lítil- magnann fyrir yfirgangi stórvaldanna. Á fundinum í fyrra- kvöld hafði hann verið stórorðum út af hræsninni og óhreinind- unum í mannfélaginu. Nú sá hann hálfpartinn eftir því, af því jólin voru að koma, og allir eiga a:ð vera sáttir við lífið um jólin. Honum veittist örðugt að fyrirgefa sumum þeim mönnum, sem hann hafði verið með á lífsleiðinni. Mönnum, sem hann þekti að prettvísi og undirferli, þótt þeir leituðust við að hylja þá skapbresti undir blæju vandlætingarsemi og guðhræðslu, þeim átti hann bágt með að fyrirgefa. Og ekki gat hann varist gremj- unni, þegar hann mintist þess, að sumir þeir menn, sem hann hafði gert vel til, bæði hjálpað þeim áfram og tekið málstað þeirra, höfðu endurgoldið honum með lítilmensku og óvild. Út af fyrir sig var sársaukinn, sem hann kendi í hjartanu út af því, hve honum fanst s'umir gamlir vinir sínir hefðu misskilið sig og vanrækt. Allir þessir hlutir lögðust þungt á huga hans, nú þeg- ar jólin áttu að koma með frið og fyrirgefningu til mannanna. Örðugast af öllui vedtti honum þó að fyrirgefa sjálfum sér. Það rifjaðist upp fyrir honum, hvað hann hafði í rauninni verið mörgum mönnum vondur, og oft þeim, sem sízt skyldi. Hvað hann hafði verið uppstökkur og vanstiltur stundum! Hann hafði átt í deilum við meðbræður sína og1 sært þá með orðum sínum. Sárast var hvað hann hafði vanrækt skyldur sínar. Marga hafði hann látið hjálparþurfandi frá sér fara. Breiskum bræðrum og föllnum mönnum hafði hann stundum sýnt fyrirlitningu. Með sjálfum sér hafði hann hrokast upp af velgengni sinni. Því meir sem hann hugsaði um þetta efni, því meiri varð gremja hans við sjálfan is'ig. Og nú fóru jólin í hönd, og ekki var unt að halda þau, nema maður gæti fyrirgefið öllum, — líka sjálfum sér. Nú kom jólanóttin. Ávalt hafði honum veriö aðfangadagskvöldið hugljúfasta

x

Sameiningin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sameiningin
https://timarit.is/publication/673

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.