Sameiningin

Árgangur

Sameiningin - 01.12.1927, Blaðsíða 26

Sameiningin - 01.12.1927, Blaðsíða 26
3 76 flutningstæki hugsana og hreyfinga dregist saman, svo fjarlægð er að engu orÖin.” Þannig skýrir ritgerÖin frá. Mun þetta vera ætlað sem samdráttur á ummælum dr. Jones í IV. kafla bókar- innar. En næsti kaflinn byrjar á þessa leiÖ: “Myndin sú er dregin hefir verið í næsta kafla hér á undan, þarfnast nokkurar leiÖréttingar, þvi þótt Gandhi hafi átt talsverðan þátt í því að gera alþýðlega hina huldu hugsun í sál Indlands, þá hafa það samt sem áður verið trúboðarnir og fylgj endur þeirra, sem í gegn- um þessa áratugi með ágætu liferni, sjálfstjórn og stöðugri kenslu, hafa lagt þessa hugsun inn í hjarta Indlands. Eg hefi stöðugt fundiö til þess, er eg hefi ferðast stað úr stað, í hvílíkri þakklætisskuld eg er fyrir að taka við eftir starf annara. Þeir sáðu þar sem mér hlotnuðust þau hlunnindi að uppskera. Þeirra var erfiðara hlutskiftið.” Þessi ummæli dr. Jones skil eg þannig að hann alveg hik- laust þakki trúboðunum fyrst og fremst hin kristilegu áhrif á Indlandi. Skiftir það miklu máli, því annars færi að verða vafa- samt hvort trúboöið hefði nokkra þýðingu. En því finst mér dr. Jones hvergi halda fram í téðri bók. Á öðrum stað x sömu ritgerð í “Sam.” eru samandregin orð dr. Jones á þessa leið, eftir að hann hefir réttilega bent á að hindrunin mikla á leið trúboðsins, sé vöntun kristilegs lífs hjá þjóðunum, sem kristnar kallast: “ef þér þvestrænu þjóðirnarj viljið kristniboði sinna, ef þér viljið nokkuð til þess vinna, að Asiuþjóðirnar finni frelsarann þá beinið trúboðs-starfi yðar fyrst og fremst að því að kristna yður sjálf og breytið þið eftir kenningu frelsa'rans . Þann dag, sem þið verðið kristin, verður Asía kristin.” Eg verð að kannast við að eg hefi ekki getað fundið neitt i VI. kafla bókarinnar, sem beint svarar til þessara ummæla. Vil eg biðja lesendur að taka til samanburðar orð dr. Jones á bls 120—121 í bók hans: “Eitt viðvörunarorð. Sumir sem bera lítinn kærleika til umbóta viðleitni í þarfir þeirra, sem eru utan við þeirra eigin kynstofn, grípa ef til vill tii þessa kafla til rétt- lætingar þvi aö láta alt falla niður, er snertir aðra, og draga a!t saman í eigin þarfir, gleymandi því að þetta er háskaleg villa, því um leið og vér hættum að veita öðrum hlutdeild með oss, þar sem engin von er um arð eða endurgjald fyrir okkur sjálf, á því augnabliki hættum vér að vera kristin. Vér getum ekki verið kristin og beitt okkur sjálfum með sameinuðum kröftum einungis við okkur sjálf. Ameríka getur aldrei verið kristin án þess að sinna skyldu sinni gagnvart heiminum.”

x

Sameiningin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sameiningin
https://timarit.is/publication/673

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.