Sameiningin

Volume

Sameiningin - 01.05.1918, Page 3

Sameiningin - 01.05.1918, Page 3
itmrinmgm. Mánaða,rrit til stuðnings kirkju og lcristindómi íslandinga. gtjið út af hinu ev. lút. kirkjuftlagi ísl. í Vestrheimx 33. ÁRG. WINNIPEG, MAÍ 1918 NR. 3 Kirkjuþingið. Eins og- auglýst hefir verið, kemur kirkjuþing saman í Pyrstu lútersku kirkju í Winnipeg, miðvikudaginu 19. Júní, og' verður sett kl. 11 f. h. Fer fyrst fram opinber guðsþjónusta og altarisganga, sem ætlast er til að allir kirkjuþingsmenn taki þátt í. Eftir hádegi sama dag verða lesnar ársskýrslur em- bættismanna og kosnir embættismenn fyrir komanda ár. Að kveldi sama dags flytur séra Priðrik Hallgríms- son fyrirlestur. Að kveldi fimtudagsins flytur séra Kristinn Iv. Ólafsson fyrirlestur. Á föstudagskveldið verður söngsamkoma (concert) í kirkjunni. Eftir liádegi á laugardag verður skemtiför farin til Gimli og hátíð haldin í Betel, gamalmenna-heimili kirkju- félagsins. A sunnudaginn verða guðsþjónustur á venjulegum tírna og prédika aðkomnir prestar. Að kveldi mánudagsins verða trúmála-umraeður. Efnið sérstaka, sem rætt verður, er sakramentin. Séra Hjörtur J. Leó flvtur ítarlegt erindi um það efni og vorður erindi það upphaf umræðanna. Þingfundir byrja kl. 9 f. li. alla daga nema fyrsta daginu. Guð gefi, að þing jietta verði kirkju Drottins Jesú Krists til blessunar og heilögum Guði til dýrðar.

x

Sameiningin

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Sameiningin
https://timarit.is/publication/673

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.