Sameiningin - 01.05.1918, Síða 5
67
ingarband megi á komandi tíð styrkjast og treystast með
íslendingum beggja megin hafsins og |>að leiða til far-
sællar samvinnu að sameigilegum kristilegum áhugamál
uni guðs ríki til eflingar á meðal vor, kveð eg yður,
árnandi kirkjufélaginu, og' kristni útfluttra Islendinga
vestan hafs yfirleitt, náðar og friðar Guðs í Drotni vor-
um Jesú Kristi.
Bróðurlegast,
Jón Helgason.
Til forseta hins ev. lút. kirkjufélags íslendinga í
Vesturheimi, séra Björns B. Jónssonar, Winnipeg.”
Tilskipun Wilson forseta um almennan bænadag.
I
“Þar eð alþingi Bandaríkja liefir 2. dag Apríl-mán-
aðar síðastliðinn gjört svohljóðandi þingsályktun:
‘ Öldungadeild þingsins (með samþykki fulltrúa-
deildarinnar) ályktar, — þar sem það er sérstök
skylda á stríðstímum að viðurkenna með auðmýkt og
lotningu yfirráð almáttugs Guðs og biðja um hjálp
hans og varðveislu —, að skora á, og skorar hér með
virðingarfylst á, forseta Bandaríkjanna, að tilskipa
dag' til almennrar syndajátningar, föstu og bæna-
gjörðar, sem allur lýður landsins haldi hátíðlega og
guðrækilega til þess, að ákalla almáttugan Guð, og
biðja hann að blessa málstað vorn, varðveita her-
sveitir vorar, og gefa bráðlega þjóðum jarðarinnar
réttlátan og varanlegan frið’;
Og þar eð það hefir ávalt verið lieilög venja íbúa
Bandaríkjanna, að biðja með auðmjúku bænaákalli um
handleiðslu almáttugs Guðs sameiginlega;
Þá ákveð eg, Woodrow Wilson, forseti Bandaríkja
1 Vesturheimi, að fimtudagurinn, þrítugasti dagur Maí-
mánaðar, dagur, sem þegar er helgaður fyrir heilagar og
dý rmætar endurminningar, sé haldinn sem almennur
haenadagur, með syndajátning og föstuhaldi, og eg skora
á alla samborgara mína, hvaða trúflokki, sem þeir til-