Sameiningin - 01.05.1918, Side 9
71
dauðahættu stödd, að verða ambátt böðlauna í Berlín,
verða féþúfa gæðinga keisarans, þeirra er hann liefir
heitið einkaréttindum til að rupla og ræna í Canada, þeg-
ar hann sé búinn að sigra bandamenn í Evrópu. Cariadá
er í þeirri liættu, að sæta sömu kjörum og Belgía, veiti
hún að unnum þýzkum sigri nokkurt viðnám hinum ham-
stola Húnum: borgir hennar verði brendar, bygðir henn-
ar eyddar, konur hennar svívirtar, börn henngr krossfest.
Bandaríkin eiga það á hættu, að frá Jieim víki frægð
og frelsi, Bunker Hill verði til athlægis, og Gettysburg til
gamans ofbeldinu frá Pottsdam.
Menn eru farnir að sjá hættuna og tala um hana.
Menn eru farnir að gera sér grein fyrir því, að ef verja
á land og þjóð og varðveita frelsi og farsæld komandi
kynslóða, þá verður nú að taka á af öllum kröftum. Mönn-
um er farið að skiljast það, að svo geti farið, að menn
verði að leggja allar eigur sínar í sölurnar, jafnframt því
sem óteljandi fjöldi manna leggur lífið í sölurnar.
Og menn eru ákveðnir í því, að þola alt og líða alt
til þess að glata ekki sjálfstæði þjóðarinnar og sóma sín-
um. Menn eru við því búnir að leggja alt í sölurnar fvrir
hugsjónir þær, sem barist er fyrir. Og menn eru öruggir
um sig-ur.
Það er að verða einasta mál allra góðra borgara í
hmdinu, að heyja þetta stríð og vinna sigur sem fyrst.
Til þess sameina menn krafta sína. Sérmál manna eru
látin bíða. Einkum er það í Bandaríkjunum, að allir
flokkar sameinast nú. Það er látið einu gilda, af livaða
þjóðernisbergi menn eru brotnir upphaflega, nú eru allir
jafnt Ameríkumenn. Ekki er í landinu nema ein þjóð og
hún vill berjast sem einn maður. Sameiginleg hætta ut-
an að sameinar öll börn landsins í eina þétta bræðra-
fylking.
Ef til vill eru það ekki sízt þeir, sem hingað lmfa
flutt úr öðrum löndum, eða eru afkomendur manna, sem
hingað fluttu úr öðrum löndum, sem nú reynast þjóðinni
hollir. Þeir finna til þess, hvað þeir eiga landinu að
þakka. Hér breiddi landið faðminn móti þeim, þeim var
veittur aðgangur að öllum réttindum borgaranna og allar