Sameiningin

Árgangur

Sameiningin - 01.05.1918, Blaðsíða 11

Sameiningin - 01.05.1918, Blaðsíða 11
73 En aðal-verk kirkjnnnar á þessum dimmu dögum verður það, að líkna. Líknarþörfin nær nú um allan heim. Alt er sárt og sjúkt. Nú má það með sanni segja að “allstaðar er harmur og allstaðar er böl, allstaðar er söknuður, táraföll og kvöl”. Kirkjan gengur nú undir próf. Reynist hún ekki heiminum sönn líknargyðja, þá eru dagar hennar taldir. En auðnist henni í Jesú nafni að leggja líknarhendur á sár mannkynsins, þá verður vegur hennar meiri en áður og Drottinn kirkjunnar verð- nr dýrlegur á jörðinni. Nú ber mönnum kirkjunnar að vera karlmannlegir og vera. styrkir, karlmannlegir í stríðinu og styrkir í trúnni á algóðan Guð, sem gefa mun öllu góðu sigur um síðir og græða allar blæðandi undir. Á víð og dreif. Prestur einn í Bandaríkjunum, dr. Odell að nafni, hefir ritað grein með fyrirsögninni: “Ilvers vegna eg get ekki flutt gömlu ræðurnar mínar nú á dögum”. Rit- gjörðin birtist í blaðinu Ladies’ Home Journal. All- mikið nýmælabragð er að þessu skrifi doktorsins. Hann kveður kirkjurnar tómar fyrir ]já sök, að fólkið gefi ekki lengur túskilding fyrir spurninguna gömlu, hvort Abra- ham hafi réttlætst af trú eða verkum. Sögulegu trúar- atriðin, svo sem friðþægingardauða frelsarans og sætt syndarans við Guð, telur hann markleysu eina, nema rædd sé í ljósi styrjaldarinnar. Svo að kristindómurinn þarf hjúlpar við frá stríðinu, en ekki stríðið frá kristin- dóminum! Engin furða, þótt nýjungagjarnir klerkar ræði lítið annað af stól nú en hernaðarmál. Sú staðhæfing doktorsins, að söguleg kristindóms- kenning tæmi kirkjurnar á vorri tíð, kemur í bága við reynslu margra kennimanna, sem engu minni eftirtekt hafa veitt þeim málum. Fólkið þreytist ekki á evangel- ískum ræðum, sé þær fluttar af sannkristnum manni, sem sjálfur trúir kenningunni. En setjum svo að klerkur þessi hafi rétt fyrir sér um kröfur kirkjufólks á vorri tíð.

x

Sameiningin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sameiningin
https://timarit.is/publication/673

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.