Sameiningin

Volume

Sameiningin - 01.05.1918, Page 13

Sameiningin - 01.05.1918, Page 13
75 jöfnuð við þessa tvo sálma í því, hversu þeir hafa styrkt og blessað hjörtu hermannanna, einkum í ásóknar-hern- aði, þegar skuggi dauðans hvílir yfir hugum allra. Á dimmustu vikunum í orrahríðihni við Somme-fljót var varla nokkur guðsþjónusta haldin svo að ekki væri sung- inn sálmurinn, “When I Survey the Wondrous Cross”. Crelsunar-fullvissan í ]»eim sálmi færði mönnunnm óum- ræðilega hugarstyrking í dauðahættunni. Hann nánti ]>á líka, til eftirdæmis, á sjálfsfórnina miklu”. Mennirnir, sem dag eftir dag dvelja návistum við dauðann, eru aug- sýnilega ekki enn orðnir þreyttir á lærdómum kristih- dómsins um friðþæging og endurlausn. -----O---- Það þykir talsverð nýlunda, að Jobsbók var fyrir skemstu leikin í Booth Theater í New York — ekkí leik- rit samið út af efni bókarinnar, heldur bókin sjálf. Sá hét Stuart Walker, a>fður leikari, sem fjrrir þessu stóð, og lúka flestir palladómar lofsorði á tilraunina. Það var auðvitað innihald bókarinnar sjálft, sem dró menn að þessum einkennilega leik, því atvik og umsvif voru ]>ar auðvitað fá sem engin. Leiksviðið sýndi bersvæði nálægt austurlenzku þorpi. A velli þeim þreyta þeir kappræð- una, Job og vinir hans; en tvær leikkonur, sín við hvorn enda leiksviðsins, sögðu söguatriðin, sem ekki voru leikin. Mönnum, sem kunnugir eru ]>essu háfleyga trúar- ljóði, kemur auðvitað ekki á óvart lofsorðið, sem hún fær hjá öllum ]>orra tilheyrenda, þar sem æfðir leikarar fóru með samræðurnar, og höfðu viðeðigandi búninga og leik- tjöld til að lijálpa sér. Þótt rit ]>etta sé skoðað frá bókmentalegu sjónar- miði einu saman, ]>á stendur það í fremstu röð þeirra rit- verka, sem komist hafa til vorrar tíðar aftur úr dimmri fornöld. Sagan sjálf er stutt og sláandi, persónurnar all- ur með skýrum sérkennum. Efnið er ráðgátan mikla, jafn-fersk á öllum öldum: böl og sársauki mannlegs lífs, hvernig á ]>ví standi, og hvernig það verði samrímt trúnni á réttlátan og algóðan Guð. Efnið er skoðað frá trúar- legu sjónarmiði en ekki heimspekilegu. Spurningin er sett. fram og rædd í djúpri alvöru og hreinskilni; höf-

x

Sameiningin

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Sameiningin
https://timarit.is/publication/673

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.